Heilbrigðisráðherra heimsækir sóttkvíarhótel Kjartan Kjartansson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 10. apríl 2021 11:58 Forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða krossins ætlar að kynna starfsemi sóttkvíarhótels fyrir Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í dag. Vísir/Vilhelm Svandís Svarsdóttir, heilbrigðisráðherra, ætlar að heimsækja sóttkvíarhótelið við Þórunnartún í dag. Þar kynnir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður sóttvarnahúsa Rauða krossins, starfsemina fyrir ráðherranum. Þingmenn sem eiga sæti í velferðarnefndar heimsóttu sóttkvíarhótelið í gær. Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar og þingkona Samfylkingarinnar, sagði að Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi, hefði boðið fulltrúum nefndarinnar að kynna sér starfið þar. „Það verður að segjast eins og er að þetta er afskaplega vel skipulagt hjá þeim og já, þrekvirki að ná svona skipulagi á ekki lengri tíma. Þetta hús mun líklega fyllast um helgina og eru þau tilbúiin með næsta húsnæði,“ skrifaði Helga Vala á Facebook síðu sína í gær. Nú stefnir í að sóttkvíarhótelið fyllist og er stefnt að því að taka Hótel Baron við Barónstíg í Reykjavík í notkun sem sóttkvíarhús um helgina. Styr hefur staðið um sóttkvíarhótelið undanfarna daga. Það var fyrst tekið í notkun á skírdag þegar byrjað var að skikka fólk sem kom frá svonefndum hááhættusvæðum vegna kórónuveirufaraldursins til dvalar þar. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði að reglugerð um skyldudvölina stæðist ekki lög og ekki mætti skylda fólk til dvalar á sóttkvíarhóteli á öðrum degi páska. Landsréttur vísaði frá kæru sóttvarnalæknis á úrskurðinum á miðvikudag. Heilbrigðisráðherra gaf út nýja reglugerð um sóttkví fyrir komufarþega til landsins sem tók gildi í gær. Með henni eru allir þeir sem koma til landsins skikkaðir til að sæta sóttkví við komuna til landsins, óháð því hvaða þeir koma, nema þeir geti framvísað vottorði um bólusetningu eða fyrra kórónuveirusmit. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stefnir í fullt sóttkvíarhótel í dag eða á morgun Hótel Baron við Barónstíg í Reykjavík verður að öllum líkindum tekið í notkun sem sóttkvíarhótel í dag eða á morgun. Þar er allt klárt að sögn forstjóra Sjúkratryggina Íslands. Gert er ráð fyrir að sóttkvíarhótelið við Þórunnartún fyllist í dag. 10. apríl 2021 10:59 Velferðarnefnd komin með gögnin í hendurnar Fulltrúar í velferðarnefnd Alþingis hafa fengið gögn frá heilbrigðisráðuneytinu varðandi undirbúning reglugerðar, sem varða skyldun komufarþega til dvalar á sóttkvíarhóteli, afhent. 8. apríl 2021 21:48 Nýjar reglur á landamærum taka gildi á miðnætti Skýrari kröfur verða gerðar um skilyrði fyrir heimasóttkví varðandi húsnæði og umgengnisreglur. Þeir sem ekki geta verið í heimasóttkví sem uppfyllir sett skilyrði þurfa að fara í sóttvarnahús. Ekkert gjald verður tekið fyrir dvölina og fólki tryggð útivera. Ekki er gerður greinarmunur á því frá hvaða löndum fólk kemur. 8. apríl 2021 16:36 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira
Þingmenn sem eiga sæti í velferðarnefndar heimsóttu sóttkvíarhótelið í gær. Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar og þingkona Samfylkingarinnar, sagði að Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi, hefði boðið fulltrúum nefndarinnar að kynna sér starfið þar. „Það verður að segjast eins og er að þetta er afskaplega vel skipulagt hjá þeim og já, þrekvirki að ná svona skipulagi á ekki lengri tíma. Þetta hús mun líklega fyllast um helgina og eru þau tilbúiin með næsta húsnæði,“ skrifaði Helga Vala á Facebook síðu sína í gær. Nú stefnir í að sóttkvíarhótelið fyllist og er stefnt að því að taka Hótel Baron við Barónstíg í Reykjavík í notkun sem sóttkvíarhús um helgina. Styr hefur staðið um sóttkvíarhótelið undanfarna daga. Það var fyrst tekið í notkun á skírdag þegar byrjað var að skikka fólk sem kom frá svonefndum hááhættusvæðum vegna kórónuveirufaraldursins til dvalar þar. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði að reglugerð um skyldudvölina stæðist ekki lög og ekki mætti skylda fólk til dvalar á sóttkvíarhóteli á öðrum degi páska. Landsréttur vísaði frá kæru sóttvarnalæknis á úrskurðinum á miðvikudag. Heilbrigðisráðherra gaf út nýja reglugerð um sóttkví fyrir komufarþega til landsins sem tók gildi í gær. Með henni eru allir þeir sem koma til landsins skikkaðir til að sæta sóttkví við komuna til landsins, óháð því hvaða þeir koma, nema þeir geti framvísað vottorði um bólusetningu eða fyrra kórónuveirusmit.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stefnir í fullt sóttkvíarhótel í dag eða á morgun Hótel Baron við Barónstíg í Reykjavík verður að öllum líkindum tekið í notkun sem sóttkvíarhótel í dag eða á morgun. Þar er allt klárt að sögn forstjóra Sjúkratryggina Íslands. Gert er ráð fyrir að sóttkvíarhótelið við Þórunnartún fyllist í dag. 10. apríl 2021 10:59 Velferðarnefnd komin með gögnin í hendurnar Fulltrúar í velferðarnefnd Alþingis hafa fengið gögn frá heilbrigðisráðuneytinu varðandi undirbúning reglugerðar, sem varða skyldun komufarþega til dvalar á sóttkvíarhóteli, afhent. 8. apríl 2021 21:48 Nýjar reglur á landamærum taka gildi á miðnætti Skýrari kröfur verða gerðar um skilyrði fyrir heimasóttkví varðandi húsnæði og umgengnisreglur. Þeir sem ekki geta verið í heimasóttkví sem uppfyllir sett skilyrði þurfa að fara í sóttvarnahús. Ekkert gjald verður tekið fyrir dvölina og fólki tryggð útivera. Ekki er gerður greinarmunur á því frá hvaða löndum fólk kemur. 8. apríl 2021 16:36 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira
Stefnir í fullt sóttkvíarhótel í dag eða á morgun Hótel Baron við Barónstíg í Reykjavík verður að öllum líkindum tekið í notkun sem sóttkvíarhótel í dag eða á morgun. Þar er allt klárt að sögn forstjóra Sjúkratryggina Íslands. Gert er ráð fyrir að sóttkvíarhótelið við Þórunnartún fyllist í dag. 10. apríl 2021 10:59
Velferðarnefnd komin með gögnin í hendurnar Fulltrúar í velferðarnefnd Alþingis hafa fengið gögn frá heilbrigðisráðuneytinu varðandi undirbúning reglugerðar, sem varða skyldun komufarþega til dvalar á sóttkvíarhóteli, afhent. 8. apríl 2021 21:48
Nýjar reglur á landamærum taka gildi á miðnætti Skýrari kröfur verða gerðar um skilyrði fyrir heimasóttkví varðandi húsnæði og umgengnisreglur. Þeir sem ekki geta verið í heimasóttkví sem uppfyllir sett skilyrði þurfa að fara í sóttvarnahús. Ekkert gjald verður tekið fyrir dvölina og fólki tryggð útivera. Ekki er gerður greinarmunur á því frá hvaða löndum fólk kemur. 8. apríl 2021 16:36