Enski boltinn

Salah: Nei, ekki aftur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mohamed Salah skýtur að marki Aston Villa í dag.
Mohamed Salah skýtur að marki Aston Villa í dag. Nick Taylor/Getty

Það fór um Mohamed Salah, framherja Liverpool, er Aston Villa komst yfir á Anfield í dag en ensku meistararnir náðu að snúa við taflinu og vinna mikilvægan 2-1 sigur.

Ollie Watkins kom Aston Villa yfir en Salah jafnaði metin í síðari hálfleik áður en hægri bakvörðurinn Trent Alexander-Arnold skoraði sigurmarkið á 90. mínútu.

„Við höfum tapað nokkrum leikjum á Anfield og svo komust þeir yfir og við klúðruðum nokkur færum í fyrri hálfleik. Þá hugsaði ég: nei, ekki aftur en í síðari hálfleik spiluðum við vel,“ sagði Salah.

Eftir sigurinn er Liverpool, að minnsta kosti tímabundið, í fimmta sætinu í ensku úrvalsdeildinni en West Ham og Tottenham geta komist upp fyrir LIverpool á morgun.

„Við viljum spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð en við verðum að hugsa um einn leik í einu og vonandi er það nóg til þess að ná fjórða sætinu.“

Framundan er stór vika hjá Liverpool en þeir mæta Real Madrid í Meistaradeildinni í vikunni þar sem þeir eru 3-1 undir áður en Leeds bíður í næstu viku. Leeds hafði betur gegn toppliði Man. City í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×