Golf

Rose fataðist flugið og myndar­leg for­ysta Hi­deki fyrir loka­daginn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Justin Rose var með forystuna fyrir þriðja hringinn en er nú fjórum höggum á eftir fyrsta manni.
Justin Rose var með forystuna fyrir þriðja hringinn en er nú fjórum höggum á eftir fyrsta manni. Jared C. Tilton/Getty Images

Hideki Matsuyama er með forystuna á Masters mótinu í golfi fyrir fjórða og síðasta hringinn sem fer fram á morgun.

Japaninn spilaði frábært golf í dag en hann spilaði samtals á sjö höggum undir pari og hoppaði upp um fimm sæti.

Hann hefur þar af leiðandi spilað þrjá fyrstu hringina á ellefu höggum undir pari og er með fjögurra högga forystu.

Xander Schauffele spilaði fjórum höggum undir pari í dag og er annar ásamt March Leishman, Justin Rose og Will Zalatoris.

Rose hafði forystuna fyrir þriðja hringinn en hann fataðist flugið í dag. Hann spilaði hringinn á pari og féll niður listann.

Alla stöðuna í mótinu má sjá hér.

Hægt er að fylgjast með fjórða og síðasta hringnum á morgun en útsendingin á Stöð 2 Sport hefst klukkan 18.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×