Sextíu ár síðan Gagarín var skotið út í geim Samúel Karl Ólason skrifar 12. apríl 2021 12:38 Júrí Gagarín, í geimbúningi sínum eftir að honum var skotið út í geim árið 1961. Vísir/Getty Í dag eru sextíu ár liðin frá því Júrí Gagarín varð fyrsti maðurinn til að fara út í geim. Honum var skotið á loft frá Sovétríkjunum þann 12. apríl 1961 og varði 108 mínútum í geimnum. Hinn 27 ára gamli Gagarín fór einn hring um jörðu og stökk síðan úr geimfari sínu og lenti með fallhlíf á kartöfluakri við borgina Engels skammt frá ánni Volgu í Rússlandi. Þar voru þær Rita Nurskanova, sem var fimm ára, og amma hennar. Hér má sjá myndefni frá geimskotinu sjálfu. Moscow Times segir að í viðtali hafi Nurskanova sagt frá því að amma hennar hafi lagst á bæn og viljað hlaupa á brott þegar þær sáu Gagarín svífa til jarðar. Hann hafi þó róað þær niður, staðhæft að hann væri mennskur og þær hafi hjálpað honum að losa hjálm hans. Gagarín var hylltur sem hetja Sovétríkjanna en fjórum árum áður hafði ríkið verið fyrst til að senda gervihnött á braut um jörðu. Hann dó í flugslysi sjö árum seinna. Hér má sjá ávarp sem Gagarín veitti ári eftir geimskotið. Mikill fögnuður hefur farið fram í Rússlandi í dag og ferðaðist Vladímír Pútín, forseti Rússlands, til Engels, þar sem Gagarín lenti, og heimsótti minnisvarða sem þar var reistur. Fjórir Rússar eru nú um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni og segir í frétt Moscow Times að þeir hafi sent kveðjur til jarðarbúa í dag og hyllt afreki Gagaríns. Hér má sjá stutt myndband frá Roscosmos, Geimvísindastofnunar Rússlands, sem inniheldur meðal annars kveðjur frá fjórum rússneskum geimförum sem eru um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni. , @KudSverchkov, @Novitskiy_iss , ! # #12 # pic.twitter.com/EcXMNhUgRN— (@roscosmos) April 11, 2021 Hér má sjá kveðju frá geimfaranum Ivan Vagner í tilefni dagsins. I congratulate those working for the benefit of the space industry and space exploration on the International Day of Cosmonautics! Congratulations also go to those who are interested in space! Wishing you new interesting and ambitious projects, space success and achievements! pic.twitter.com/1BwjdLPqcB— Ivan Vagner (@ivan_mks63) April 12, 2021 Geimiðnaður Rússlands á í ákveðnum vandræðum um þessar mundir. Dregið hafi úr fjárveitingum og hneykslismál hafi komið upp, svo eitthvað sé nefnt. Með notkun hinna áreiðanlegu Soyuz eldflauga hafa Rússar einir sent menn til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar en ríkið hefur þó átt í erfiðleikum með að halda í við tækniþróun. Rússland Geimurinn Tækni Sovétríkin Kalda stríðið Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira
Hinn 27 ára gamli Gagarín fór einn hring um jörðu og stökk síðan úr geimfari sínu og lenti með fallhlíf á kartöfluakri við borgina Engels skammt frá ánni Volgu í Rússlandi. Þar voru þær Rita Nurskanova, sem var fimm ára, og amma hennar. Hér má sjá myndefni frá geimskotinu sjálfu. Moscow Times segir að í viðtali hafi Nurskanova sagt frá því að amma hennar hafi lagst á bæn og viljað hlaupa á brott þegar þær sáu Gagarín svífa til jarðar. Hann hafi þó róað þær niður, staðhæft að hann væri mennskur og þær hafi hjálpað honum að losa hjálm hans. Gagarín var hylltur sem hetja Sovétríkjanna en fjórum árum áður hafði ríkið verið fyrst til að senda gervihnött á braut um jörðu. Hann dó í flugslysi sjö árum seinna. Hér má sjá ávarp sem Gagarín veitti ári eftir geimskotið. Mikill fögnuður hefur farið fram í Rússlandi í dag og ferðaðist Vladímír Pútín, forseti Rússlands, til Engels, þar sem Gagarín lenti, og heimsótti minnisvarða sem þar var reistur. Fjórir Rússar eru nú um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni og segir í frétt Moscow Times að þeir hafi sent kveðjur til jarðarbúa í dag og hyllt afreki Gagaríns. Hér má sjá stutt myndband frá Roscosmos, Geimvísindastofnunar Rússlands, sem inniheldur meðal annars kveðjur frá fjórum rússneskum geimförum sem eru um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni. , @KudSverchkov, @Novitskiy_iss , ! # #12 # pic.twitter.com/EcXMNhUgRN— (@roscosmos) April 11, 2021 Hér má sjá kveðju frá geimfaranum Ivan Vagner í tilefni dagsins. I congratulate those working for the benefit of the space industry and space exploration on the International Day of Cosmonautics! Congratulations also go to those who are interested in space! Wishing you new interesting and ambitious projects, space success and achievements! pic.twitter.com/1BwjdLPqcB— Ivan Vagner (@ivan_mks63) April 12, 2021 Geimiðnaður Rússlands á í ákveðnum vandræðum um þessar mundir. Dregið hafi úr fjárveitingum og hneykslismál hafi komið upp, svo eitthvað sé nefnt. Með notkun hinna áreiðanlegu Soyuz eldflauga hafa Rússar einir sent menn til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar en ríkið hefur þó átt í erfiðleikum með að halda í við tækniþróun.
Rússland Geimurinn Tækni Sovétríkin Kalda stríðið Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira