Ætla sér að slá út „besta lið heims“ í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 13. apríl 2021 10:00 Thomas Müller og félagar skoruðu tvö mörk í fyrri leiknum gegn PSG en fengu aragrúa færa til viðbótar. EPA/LUKAS BARTH-TUTTAS Mauricio Pochettino segir að PSG þurfi að slá út „besta lið heims“ í kvöld til að komast áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Ljóst er að Bayern München þarf að skora tvö mörk í París í kvöld, eftir að PSG vann leikinn í Þýskalandi 3-2. Bæjarar óðu í færum í fyrri leiknum og áttu 31 skottilraun. Þeir spyrja sig eflaust hver staðan væri í einvíginu ef Roberts Lewandowski nyti við en hann verður áfram frá keppni vegna meiðsla í kvöld. „Við verðum ánægðir ef við fáum sama fjölda af færum aftur. Í þetta skiptið náum við vonandi að nýta þau betur,“ sagði Thomas Müller á blaðamannafundi í gær. Müller segir Bæjara ætla að nýta sér það að leikmenn PSG óttist að missa forskotið sem þeir náðu í Þýskalandi. „Það er mannlegt eðli og við viljum nýta okkur það.“ Meiðsli hafa hrjáð leikmenn Bayern og Müller grínaðist með það á samfélagsmiðlum að Arjen Robben ætti að koma með til Parísar. Robben var að jafna sig af meiðslum, en er auðvitað ekki lengur leikmaður Bayern heldur Groningen heima í Hollandi. Thomas Müller skrifaði athugasemd við Instagram-færslu Arjen Robben og grínaðist með að hann ætti að koma með til Parísar. Serge Gnabry, Douglas Costa, Niklas Süle og Corentin Tolisso missa allir af leiknum. Evrópumeistararnir hafa aftur á móti endurheimt Lucas Hernandez og Leon Goretzka og ætti Hernandez að vera í byrjunarliðinu í kvöld. Kingsley Coman fékk líka grænt ljós þrátt fyrir högg á hnéð í jafnteflinu við Union Berlín um helgina. Meiðsli gætu einnig sett strik í reikninginn hjá PSG þar sem fyrirliðinn Marquinhos meiddist í fyrri leiknum. Pochettino sagði í gær að Marquinhos yrði líklega í hópnum í kvöld „en ég held að hann muni ekki byrja leikinn.“ Þá eru Marco Verratti og Alessandro Florenzi byrjaðir að æfa aftur eftir að hafa fengið kórónuveiruna og verið í einangrun í tíu daga, og því misst af fyrri leik liðanna. Kylian Mbappé gerði gæfumuninn fyrir PSG með tveimur mörkum í fyrri leiknum.EPA/LUKAS BARTH-TUTTAS Pochettino gerir sér fulla grein fyrir því hve mikið afrek það yrði að slá út Bayern, liðið sem PSG tapaði fyrir í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra. „Að mínu mati getur allt gerst. Bayern er þessa stundina besta lið í heimi. Ég ber gríðarlega virðingu fyrir félaginu. Að sama skapi höfum við fulla trú á okkar styrkleikum og við vitum að við verðum að fara í þennan leik með það í huga að vinna hann,“ sagði Pochettino. Leikur PSG og Bayern er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 í kvöld, og leikur Chelsea og Porto á Stöð 2 Sport 2. Leikirnir hefjast kl. 19 en upphitun hefst kl. 18.15 á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Fleiri fréttir „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Sjá meira
Bæjarar óðu í færum í fyrri leiknum og áttu 31 skottilraun. Þeir spyrja sig eflaust hver staðan væri í einvíginu ef Roberts Lewandowski nyti við en hann verður áfram frá keppni vegna meiðsla í kvöld. „Við verðum ánægðir ef við fáum sama fjölda af færum aftur. Í þetta skiptið náum við vonandi að nýta þau betur,“ sagði Thomas Müller á blaðamannafundi í gær. Müller segir Bæjara ætla að nýta sér það að leikmenn PSG óttist að missa forskotið sem þeir náðu í Þýskalandi. „Það er mannlegt eðli og við viljum nýta okkur það.“ Meiðsli hafa hrjáð leikmenn Bayern og Müller grínaðist með það á samfélagsmiðlum að Arjen Robben ætti að koma með til Parísar. Robben var að jafna sig af meiðslum, en er auðvitað ekki lengur leikmaður Bayern heldur Groningen heima í Hollandi. Thomas Müller skrifaði athugasemd við Instagram-færslu Arjen Robben og grínaðist með að hann ætti að koma með til Parísar. Serge Gnabry, Douglas Costa, Niklas Süle og Corentin Tolisso missa allir af leiknum. Evrópumeistararnir hafa aftur á móti endurheimt Lucas Hernandez og Leon Goretzka og ætti Hernandez að vera í byrjunarliðinu í kvöld. Kingsley Coman fékk líka grænt ljós þrátt fyrir högg á hnéð í jafnteflinu við Union Berlín um helgina. Meiðsli gætu einnig sett strik í reikninginn hjá PSG þar sem fyrirliðinn Marquinhos meiddist í fyrri leiknum. Pochettino sagði í gær að Marquinhos yrði líklega í hópnum í kvöld „en ég held að hann muni ekki byrja leikinn.“ Þá eru Marco Verratti og Alessandro Florenzi byrjaðir að æfa aftur eftir að hafa fengið kórónuveiruna og verið í einangrun í tíu daga, og því misst af fyrri leik liðanna. Kylian Mbappé gerði gæfumuninn fyrir PSG með tveimur mörkum í fyrri leiknum.EPA/LUKAS BARTH-TUTTAS Pochettino gerir sér fulla grein fyrir því hve mikið afrek það yrði að slá út Bayern, liðið sem PSG tapaði fyrir í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra. „Að mínu mati getur allt gerst. Bayern er þessa stundina besta lið í heimi. Ég ber gríðarlega virðingu fyrir félaginu. Að sama skapi höfum við fulla trú á okkar styrkleikum og við vitum að við verðum að fara í þennan leik með það í huga að vinna hann,“ sagði Pochettino. Leikur PSG og Bayern er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 í kvöld, og leikur Chelsea og Porto á Stöð 2 Sport 2. Leikirnir hefjast kl. 19 en upphitun hefst kl. 18.15 á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Fleiri fréttir „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Sjá meira