Hámarkshraði verði hvergi yfir 50 km/klst á borgargötum Kjartan Kjartansson skrifar 14. apríl 2021 15:10 Breytingar á hámarkshraða eiga ekki að hafa áhrif á umferðarflæði á háannatíma þar sem þá ráða aðrir þættir meiru um ferðatíma en leyfilegur hámarkshraði. Vísir/Vilhelm Dregið verður úr umferðarhraða á götum í eigu Reykjavíkurborgar og verður hámarkshraði hvergi yfir 50 km/klst samkvæmt tillögu að hámarkshraðaáætlun sem var samþykkt í skipulags- og samgönguráði borgarinnar í dag. Stefnt er að því að enginn slasist alvarlega eða látist í umferðarslysum í borginni. Flestar götur verða með hámarkshraða 30 eða 40 km/klst samkvæmt áætluninni. Í fyrsta skipti verða öll hverfi borgarinnar með götum þar sem hámarkshraði verður 40 km/klst. Í tillögunni er gert ráð fyrir að áætlunin verði innleidd í áföngum. Áætlaður kostnaður á fimm árum er talinn 240-300 milljónir króna. Lagt var mat á kostnað við að ná fram hraðalækkuninni, kostnað vegna lengri ferðatíma og ávinning af færri umferðarslysum við gerð áætlunarinnar. Það er sagt óréttlætanlegt að fórna heilsu vegfarenda fyrir aðra hagsmuni samfélagsins, eins og minni umferðartafir. „Niðurstaðan er að samfélagslegur ávinningur þess að bæta umferðaröryggi með því að draga úr hraða ökutækja á götum borgarinnar er ótvíræður. Markmiðið er samt fyrst og fremst að stuðla að því að enginn láti lífið eða slasist alvarlega í umferðarslysum í borginni,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Áætlunin nær ekki til gatna í eigu Vegagerðarinnar eða Faxaflóahafna, þar á meðal hluta helstu stofnæða eins og Miklubrautar, Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar. Sigurborg Ósk Haralsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs, segir að 400 ný svonefnd „30 km hlið“ verði sett upp og 700 nýjar yfirborðsmerkingar með nýjum hámarkshraða málaðar til að fylgja nýju hraðaáætluninni eftir. Þá standi til að þrengja götur, bæta gróðri við göturými og leggja hjólastíga samhliða götu. Til að fylgja nýja hraðaplaninu eftir verða: - Yfir 400 ný '30 km hlið' sett upp. - 700 nýjar yfirborðsmerkingar með nýjum hámarkshraða. - Götur verða þrengdar. - Gróðri bætt í göturými.- Og hjólastígar lagðir samsíða götu. pic.twitter.com/koHp0qVTxC— Sigurborg Ósk Haraldsdóttir (@SigurborgOsk) April 14, 2021 Tefur ekki umferð og gæti dregið úr mengun og hávaða Lækkun hámarkshraða á ekki að minnka umferðarflæði og skapa tafir á stofnbrautum samkvæmt áætluninni. Tafir í kringum háannatíma ráðist oftast af afkastagetu gatnamóta, ljósastýringum og annarri umferð. Á háannatíma er gert ráð fyrir að umferðarljós og önnur umferð hafi meiri áhrif á raunhraða umferðarinnar en leyfður hámarkshraði. Þá segir borgin að lækkun hámarkshraða sé líklegri til þess að hafa jákvæð áhrif á loftmengun en neikvæð. Þá sé umferðarhávaði háður bæði umferðarmagni og hraða. Rannsóknir sýni að umferðarhávaði minnki með lægri hraða að 30-40 km/klst. Viðmið í hámarkshraðaáætlun um hámarkshraða gatna: 5 km/klst. Gönguhraði. Göngugötur og eftir atvikum vistgötur. 10 km/klst. Vistgötur almennt. Húsagötur án sérstakra gangstétta. Mögulega húsagötur með gangstétt öðru megin. Verslunargötur. Bílastæði /Bílastæðagötur. 30 km/klst. Húsagötur og götur sem gegna bæði hlutverki safngatna og húsagatna. Götur á útivistarsvæðum. Götur vegna verslunar og þjónustu á hafnarsvæðum, samanber það sem þegar er gert á Grandagarði og Ægisgarði. 40 km/klst. Aðrar safngötur. Húsagötur í iðnaðarhverfum. Mögulega 50-100m kaflar með 30 km/klst. við mikilvægar gönguleiðir t.d. í grennd við íbúðir aldraðra, framhaldsskóla og íþróttamiðstöðvar. 50 km/klst. Stofngötur/borgargötur. Mögulega 50-100m kaflar með 30 km/klst. við mikilvægar gönguleiðir t.d. í grennd við íbúðir aldraðra, framhaldsskóla og íþróttamiðstöðvar. Tillaga að nýjum hraðamörkum á borgargötum í Reykjavík.Reykjavíkurborg Reykjavík Umferð Umferðaröryggi Bílar Borgarstjórn Samgöngur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Flestar götur verða með hámarkshraða 30 eða 40 km/klst samkvæmt áætluninni. Í fyrsta skipti verða öll hverfi borgarinnar með götum þar sem hámarkshraði verður 40 km/klst. Í tillögunni er gert ráð fyrir að áætlunin verði innleidd í áföngum. Áætlaður kostnaður á fimm árum er talinn 240-300 milljónir króna. Lagt var mat á kostnað við að ná fram hraðalækkuninni, kostnað vegna lengri ferðatíma og ávinning af færri umferðarslysum við gerð áætlunarinnar. Það er sagt óréttlætanlegt að fórna heilsu vegfarenda fyrir aðra hagsmuni samfélagsins, eins og minni umferðartafir. „Niðurstaðan er að samfélagslegur ávinningur þess að bæta umferðaröryggi með því að draga úr hraða ökutækja á götum borgarinnar er ótvíræður. Markmiðið er samt fyrst og fremst að stuðla að því að enginn láti lífið eða slasist alvarlega í umferðarslysum í borginni,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Áætlunin nær ekki til gatna í eigu Vegagerðarinnar eða Faxaflóahafna, þar á meðal hluta helstu stofnæða eins og Miklubrautar, Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar. Sigurborg Ósk Haralsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs, segir að 400 ný svonefnd „30 km hlið“ verði sett upp og 700 nýjar yfirborðsmerkingar með nýjum hámarkshraða málaðar til að fylgja nýju hraðaáætluninni eftir. Þá standi til að þrengja götur, bæta gróðri við göturými og leggja hjólastíga samhliða götu. Til að fylgja nýja hraðaplaninu eftir verða: - Yfir 400 ný '30 km hlið' sett upp. - 700 nýjar yfirborðsmerkingar með nýjum hámarkshraða. - Götur verða þrengdar. - Gróðri bætt í göturými.- Og hjólastígar lagðir samsíða götu. pic.twitter.com/koHp0qVTxC— Sigurborg Ósk Haraldsdóttir (@SigurborgOsk) April 14, 2021 Tefur ekki umferð og gæti dregið úr mengun og hávaða Lækkun hámarkshraða á ekki að minnka umferðarflæði og skapa tafir á stofnbrautum samkvæmt áætluninni. Tafir í kringum háannatíma ráðist oftast af afkastagetu gatnamóta, ljósastýringum og annarri umferð. Á háannatíma er gert ráð fyrir að umferðarljós og önnur umferð hafi meiri áhrif á raunhraða umferðarinnar en leyfður hámarkshraði. Þá segir borgin að lækkun hámarkshraða sé líklegri til þess að hafa jákvæð áhrif á loftmengun en neikvæð. Þá sé umferðarhávaði háður bæði umferðarmagni og hraða. Rannsóknir sýni að umferðarhávaði minnki með lægri hraða að 30-40 km/klst. Viðmið í hámarkshraðaáætlun um hámarkshraða gatna: 5 km/klst. Gönguhraði. Göngugötur og eftir atvikum vistgötur. 10 km/klst. Vistgötur almennt. Húsagötur án sérstakra gangstétta. Mögulega húsagötur með gangstétt öðru megin. Verslunargötur. Bílastæði /Bílastæðagötur. 30 km/klst. Húsagötur og götur sem gegna bæði hlutverki safngatna og húsagatna. Götur á útivistarsvæðum. Götur vegna verslunar og þjónustu á hafnarsvæðum, samanber það sem þegar er gert á Grandagarði og Ægisgarði. 40 km/klst. Aðrar safngötur. Húsagötur í iðnaðarhverfum. Mögulega 50-100m kaflar með 30 km/klst. við mikilvægar gönguleiðir t.d. í grennd við íbúðir aldraðra, framhaldsskóla og íþróttamiðstöðvar. 50 km/klst. Stofngötur/borgargötur. Mögulega 50-100m kaflar með 30 km/klst. við mikilvægar gönguleiðir t.d. í grennd við íbúðir aldraðra, framhaldsskóla og íþróttamiðstöðvar. Tillaga að nýjum hraðamörkum á borgargötum í Reykjavík.Reykjavíkurborg
Reykjavík Umferð Umferðaröryggi Bílar Borgarstjórn Samgöngur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira