Lífi og heilsu verður ekki fórnað fyrir minni umferðartafir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. apríl 2021 18:41 Hámarkshraði á götum í eigu borgarinnar verður hvergi yfir fimmtíu kílómetrum á klukkustund samkvæmt nýsamþykktri áætlun borgarinnar. Formaður skipulags- og samgönguráðs segir öryggi ganga framar mögulegum umferðartöfum. Skipulags- og samgönguráð borgarinnar samþykkti í dag stefnumörkun um hámarkshraða á borgargötum og sem verður lögð fyrir borgarráð til samþykktar í næstu viku. „Planið gengur út á það að lækka umferðarhraða í hverfunum þannig að öll hverfi verði með 30 hraða og svo verða stofnbrautir lækkaðar ýmist úr 50 eða 60 niður í 40,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs. Þetta á ekki við um stofnbrautir í eigu Vegagerðarinnar eða Faxaflóahafna, þar á meðal hluta helstu stofnæða eins og Miklubrautar, Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar. Ljósgrænu göturnar eru með 30 km/klst hámarkshraða, dökkgrænu með 40 km/klst hraða og þær bláu með 50 km/klst hámarkshraða samkvæmt skipulaginu. Grænu göturnar á þessu korti tákna götur með þrjátíu kílómetra hámarkshraða og líkt og sést verður það meginreglan í öllum hverfum borgarinnar. Þá verður hraðinn á nokkrum fjölförnum götum sem þó eru nú innan marka með fimmtíu kílómetra hámarkshraða einnig lækkaður. „Það er náttúrulega höfðinn. Hann er mikið að breytast úr 50 í 40 og það er Háaleitisbrautin og Grensásvegur sem fer úr 50 í 40 götu,“ segir Sigurborg. Stærsta breytingin verður á Suðurlandsbraut þar sem hámarkshraði verður lækkaður úr 60 niður í 40. „En við gerum ráð fyrir að það verði í skrefum og jafnvel á sama tíma og borgarlínan,“ segir Sigurborg. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.vísir/Sigurjón Byrjað verður að lækka hámarkshraða strax í vor en í heild gæti ferlið tekið þrjú til fjögur ár. Götur verða þrengdar, hjólastígar lagðir og hliðum til þess að marka þrjátíu kílómetra hraða götur verður komið fyrir. Hún segir markmiðið að bæta loftgæði, minnka umferðarhávaða og auka öryggi. Aðgerðin eigi ekki að hafa mikil áhrif á umferðartafir. „Það verður minniháttar. Þetta er ekki á stofnbrautunum og er bara inni í hverfunum og mun ekki hafa stór áhrif. En í Reykjavíkurborg erum við nýbúin að samþykkja umferðaröryggisáætlun og þar kemur skýrt fram að líf og heilsa fólks kemur fyrst og fremst. Því verður ekki fórnað fyrir aðra hagsmuni samfélagsins líkt og umferðartafir.“ Samgöngur Reykjavík Umferðaröryggi Borgarstjórn Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Skipulags- og samgönguráð borgarinnar samþykkti í dag stefnumörkun um hámarkshraða á borgargötum og sem verður lögð fyrir borgarráð til samþykktar í næstu viku. „Planið gengur út á það að lækka umferðarhraða í hverfunum þannig að öll hverfi verði með 30 hraða og svo verða stofnbrautir lækkaðar ýmist úr 50 eða 60 niður í 40,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs. Þetta á ekki við um stofnbrautir í eigu Vegagerðarinnar eða Faxaflóahafna, þar á meðal hluta helstu stofnæða eins og Miklubrautar, Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar. Ljósgrænu göturnar eru með 30 km/klst hámarkshraða, dökkgrænu með 40 km/klst hraða og þær bláu með 50 km/klst hámarkshraða samkvæmt skipulaginu. Grænu göturnar á þessu korti tákna götur með þrjátíu kílómetra hámarkshraða og líkt og sést verður það meginreglan í öllum hverfum borgarinnar. Þá verður hraðinn á nokkrum fjölförnum götum sem þó eru nú innan marka með fimmtíu kílómetra hámarkshraða einnig lækkaður. „Það er náttúrulega höfðinn. Hann er mikið að breytast úr 50 í 40 og það er Háaleitisbrautin og Grensásvegur sem fer úr 50 í 40 götu,“ segir Sigurborg. Stærsta breytingin verður á Suðurlandsbraut þar sem hámarkshraði verður lækkaður úr 60 niður í 40. „En við gerum ráð fyrir að það verði í skrefum og jafnvel á sama tíma og borgarlínan,“ segir Sigurborg. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.vísir/Sigurjón Byrjað verður að lækka hámarkshraða strax í vor en í heild gæti ferlið tekið þrjú til fjögur ár. Götur verða þrengdar, hjólastígar lagðir og hliðum til þess að marka þrjátíu kílómetra hraða götur verður komið fyrir. Hún segir markmiðið að bæta loftgæði, minnka umferðarhávaða og auka öryggi. Aðgerðin eigi ekki að hafa mikil áhrif á umferðartafir. „Það verður minniháttar. Þetta er ekki á stofnbrautunum og er bara inni í hverfunum og mun ekki hafa stór áhrif. En í Reykjavíkurborg erum við nýbúin að samþykkja umferðaröryggisáætlun og þar kemur skýrt fram að líf og heilsa fólks kemur fyrst og fremst. Því verður ekki fórnað fyrir aðra hagsmuni samfélagsins líkt og umferðartafir.“
Samgöngur Reykjavík Umferðaröryggi Borgarstjórn Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira