Tara Margrét svarar Evert: „Algengasta réttlætingin fyrir fitufordómum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. apríl 2021 21:55 Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, félagsráðgjafi og formaður Samtaka um líkamsvirðingu bregst við ummælum Everts Víglundssonar einkaþjálfara. Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, félagsráðgjafi og formaður Samtaka um líkamsvirðingu, segir Evert Víglundsson einkaþjálfara sekan um að halda á lofti „algengustu réttlætingunni fyrir fitufordómum í nútíma samfélagi.“ Evert var gestur í hlaðvarpsþættinum 24/7 sem Vísir fjallaði um í morgun þar sem hann sagðist ekki skammist sín fyrir að vera með fitufordóma „af því að það verður að segja að fita er hættuleg.“ Tara Margrét bregst við þessum ummælum Everts í grein sem birtist hér á Vísi fyrr í kvöld. „Um er að ræða eina algengustu réttlætinguna fyrir fitufordómum í nútíma samfélagi. Eftir því sem samfélaginu hefur verið settar skorður varðandi niðurlægingu og smánun feits fólks á grundvelli holdafars þess hefur smánun á grundvelli heilsufars tekið við sem samfélagslega samþykktari tegund fitufordóma,“ skrifar Tara Margrét. Hún segir orðræðu Everts ekki vera nýja af nálinni en hún byggi á röksemdafærslu sem oft sé haldið á lofti um að það sé lífshættulegt að vera feitur og að samfélagið hafi skyldu til að vinna markvist gegn offitu og það látið hljóma eins og gert sé af umhyggju fyrir heilsufari þeirra sem glími við offitu. „Þetta hljómar við fyrstu sýn rökrétt og meira að segja skynsamlegt. Enda er um að ræða ríkjandi hugmyndafræði innan samfélagsins og heilbrigðiskerfisins í baráttunni gegn offitu sl. áratugi. Gallinn við þessa hugmyndafræði er að við vitum að við getum ekki dæmt um heilsufar eða heilsuvenjur einstaklinga út frá holdafari þeirra,“ skrifar Tara, en grein hennar í heild sinni má lesa hér. Þar vísar Tara meðal annars í nýja skýrslu frá Kvenna- og jafnréttisnefnd breska þingsins og fleiri skýrslur um heilsufar og heilbrigðisþjónustu. „Úlfarnir í sauðargærunni verða alltaf til þó þeim fari vonandi fækkandi með tímanum. Það er þó huggun harmi gegn að sumir þeirra kíkja undan gærunni og leyfa okkur að sjá sitt rétt andlit. Það gerir okkur auðveldara fyrir að skilja þá og meinta umhyggjusemi þeirra eftir röngu megin við söguna,“ skrifar Tara Margrét að lokum. Heilbrigðismál Félagsmál Tengdar fréttir Úlfarnir og skaðlega umhyggjan Formaður Samtaka um líkamsvirðingu svarar ummælum Evert Víglundssonar einkaþjálfara þar sem hann gekkst við því að vera með fitufordóma á þeim grundvelli að honum sé annt um heilsu feits fólks. 14. apríl 2021 20:30 „Ég er með fitufordóma“ „Ég er alveg viss um það að fyrr en síðar þá verði sykur hreinlega bara bannaður,“ segir Crossfit þjálfarinn Evert Víglundsson. 14. apríl 2021 14:00 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Sjá meira
Evert var gestur í hlaðvarpsþættinum 24/7 sem Vísir fjallaði um í morgun þar sem hann sagðist ekki skammist sín fyrir að vera með fitufordóma „af því að það verður að segja að fita er hættuleg.“ Tara Margrét bregst við þessum ummælum Everts í grein sem birtist hér á Vísi fyrr í kvöld. „Um er að ræða eina algengustu réttlætinguna fyrir fitufordómum í nútíma samfélagi. Eftir því sem samfélaginu hefur verið settar skorður varðandi niðurlægingu og smánun feits fólks á grundvelli holdafars þess hefur smánun á grundvelli heilsufars tekið við sem samfélagslega samþykktari tegund fitufordóma,“ skrifar Tara Margrét. Hún segir orðræðu Everts ekki vera nýja af nálinni en hún byggi á röksemdafærslu sem oft sé haldið á lofti um að það sé lífshættulegt að vera feitur og að samfélagið hafi skyldu til að vinna markvist gegn offitu og það látið hljóma eins og gert sé af umhyggju fyrir heilsufari þeirra sem glími við offitu. „Þetta hljómar við fyrstu sýn rökrétt og meira að segja skynsamlegt. Enda er um að ræða ríkjandi hugmyndafræði innan samfélagsins og heilbrigðiskerfisins í baráttunni gegn offitu sl. áratugi. Gallinn við þessa hugmyndafræði er að við vitum að við getum ekki dæmt um heilsufar eða heilsuvenjur einstaklinga út frá holdafari þeirra,“ skrifar Tara, en grein hennar í heild sinni má lesa hér. Þar vísar Tara meðal annars í nýja skýrslu frá Kvenna- og jafnréttisnefnd breska þingsins og fleiri skýrslur um heilsufar og heilbrigðisþjónustu. „Úlfarnir í sauðargærunni verða alltaf til þó þeim fari vonandi fækkandi með tímanum. Það er þó huggun harmi gegn að sumir þeirra kíkja undan gærunni og leyfa okkur að sjá sitt rétt andlit. Það gerir okkur auðveldara fyrir að skilja þá og meinta umhyggjusemi þeirra eftir röngu megin við söguna,“ skrifar Tara Margrét að lokum.
Heilbrigðismál Félagsmál Tengdar fréttir Úlfarnir og skaðlega umhyggjan Formaður Samtaka um líkamsvirðingu svarar ummælum Evert Víglundssonar einkaþjálfara þar sem hann gekkst við því að vera með fitufordóma á þeim grundvelli að honum sé annt um heilsu feits fólks. 14. apríl 2021 20:30 „Ég er með fitufordóma“ „Ég er alveg viss um það að fyrr en síðar þá verði sykur hreinlega bara bannaður,“ segir Crossfit þjálfarinn Evert Víglundsson. 14. apríl 2021 14:00 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Sjá meira
Úlfarnir og skaðlega umhyggjan Formaður Samtaka um líkamsvirðingu svarar ummælum Evert Víglundssonar einkaþjálfara þar sem hann gekkst við því að vera með fitufordóma á þeim grundvelli að honum sé annt um heilsu feits fólks. 14. apríl 2021 20:30
„Ég er með fitufordóma“ „Ég er alveg viss um það að fyrr en síðar þá verði sykur hreinlega bara bannaður,“ segir Crossfit þjálfarinn Evert Víglundsson. 14. apríl 2021 14:00
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent