Vill bæta stöðu aðstandenda þegar lögregla rannsakar dánarorsök Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. apríl 2021 06:33 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp sem meðal annars miðar að því að bæta réttarstöðu aðstandenda látins einstaklings, í þeim tilvikum sem rannsókn lögreglu beinist að dánarorsök. Samkvæmt frumvarpsdrögunum verður aðstandanda heimilt að koma fram sem fyrirsvarsmaður hins látna undir rannsókn málsins hjá lögreglu og í ákveðnum tilvikum unnt að tilnefna fyrirsvarsmanni réttargæslumann. „Aðstandendur hafa kallað eftir að geta fylgst betur með málum, sérstaklega þegar verið er að rannsaka hvernig andlátið hafi borið að,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við Fréttablaðið. Ráðherra segir frumvarpið varða almennar upplýsingar á meðan mál eru í rannsókn. „Við höfum séð mál koma upp þar sem óvissa ríkir um hvort andlát hafi borið að með saknæmum hætti eða slysförum.“ Frumvarpinu er einnig ætlað að bæta réttarstöðu brotaþola þegar honum hefur verið tilnefndur eða skipaður réttargæslumaður. „Þær breytingar sem lagðar eru til í þessu skyni varða til að mynda aukna upplýsingaskyldu lögreglu til brotaþola og aðgang réttargæslumanns að gögnum auk breytinga sem eiga að tryggja að bótakrafa brotaþola komist að á áfrýjunarstigi jafnvel þótt ákærði hafi verið sýknaður í héraði sem og að brotaþoli geti notið aðstoðar réttargæslumanns við skýrslutöku fyrir Landsrétti þótt krafa hans sé ekki til meðferðar þar,“ segir í greinargerð með frumvarpinu. Þá eru einnig lagðar til breytingar til að bæta réttarstöðu fatlaðs fólks við meðferð mála hjá lögreglu og fyrir dómstólum og meðal annars lagt til að dómari geti í ákveðnum tilvikum ákveðið að skýrsla af fötluðum brotaþola eða vitni sé tekin í sérútbúnu húsnæði. Einnig að dómari geti kvatt til kunnáttumann sér til aðstoðar við skýrslutöku og að fötluðum sakborningi eða vitni sé heimilt að hafa með sér hæfan stuðningsaðila við skýrslutökur. Lögreglumál Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Samkvæmt frumvarpsdrögunum verður aðstandanda heimilt að koma fram sem fyrirsvarsmaður hins látna undir rannsókn málsins hjá lögreglu og í ákveðnum tilvikum unnt að tilnefna fyrirsvarsmanni réttargæslumann. „Aðstandendur hafa kallað eftir að geta fylgst betur með málum, sérstaklega þegar verið er að rannsaka hvernig andlátið hafi borið að,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við Fréttablaðið. Ráðherra segir frumvarpið varða almennar upplýsingar á meðan mál eru í rannsókn. „Við höfum séð mál koma upp þar sem óvissa ríkir um hvort andlát hafi borið að með saknæmum hætti eða slysförum.“ Frumvarpinu er einnig ætlað að bæta réttarstöðu brotaþola þegar honum hefur verið tilnefndur eða skipaður réttargæslumaður. „Þær breytingar sem lagðar eru til í þessu skyni varða til að mynda aukna upplýsingaskyldu lögreglu til brotaþola og aðgang réttargæslumanns að gögnum auk breytinga sem eiga að tryggja að bótakrafa brotaþola komist að á áfrýjunarstigi jafnvel þótt ákærði hafi verið sýknaður í héraði sem og að brotaþoli geti notið aðstoðar réttargæslumanns við skýrslutöku fyrir Landsrétti þótt krafa hans sé ekki til meðferðar þar,“ segir í greinargerð með frumvarpinu. Þá eru einnig lagðar til breytingar til að bæta réttarstöðu fatlaðs fólks við meðferð mála hjá lögreglu og fyrir dómstólum og meðal annars lagt til að dómari geti í ákveðnum tilvikum ákveðið að skýrsla af fötluðum brotaþola eða vitni sé tekin í sérútbúnu húsnæði. Einnig að dómari geti kvatt til kunnáttumann sér til aðstoðar við skýrslutöku og að fötluðum sakborningi eða vitni sé heimilt að hafa með sér hæfan stuðningsaðila við skýrslutökur.
Lögreglumál Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira