Æfur vegna eigin Twitterfærslu Sindri Sverrisson skrifar 15. apríl 2021 10:00 Kyle Walker og Phil Foden fagna eftir að Foden skoraði sigurmarkið gegn Dortmund í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. EPA/FREDERIC SCHEIDEMANN Phil Foden hefur átt frábært tímabil í vetur, eða frá því að hann heimsótti Ísland í september og varð uppvís að því að brjóta sóttvarnareglur með því að fá íslenskar konur í heimsókn á hótel enska landsliðsins. Nú er hann hins vegar æfur út í fyrirtækið sem sér um samfélagsmiðla hans. Foden átti risastóran þátt í að tryggja Manchester City sigur á Dortmund í 8 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hann skoraði sigurmark á síðustu stundu í 2-1 sigri í síðustu viku og endurtók svo leikinn í Þýskalandi í gærkvöld. Eftir leik birtist færsla á Twitter-síðu Fodens sem Daily Mail segir að hafi verið birt án samþykkis þessa tvítuga Englendings. Í færslunni stóð einfaldlega: „Kylian Mbappé, ertu tilbúinn?“ City mætir Mbappé og félögum í PSG í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Samkvæmt Daily Mail var Foden hundóánægður með færsluna og fannst hún hljóma eins og áskorun á franska ungstirnið sem var merkt í færsluna. Færslan sem sett var inn á Twitter-reikning Phils Foden, að því er virðist í hans óþökk. Færslunni var síðar eytt. Foden lét fjarlægja færsluna hið snarasta en þá þegar höfðu þúsundir fólks endurómað færsluna og sett inn athugasemdir varðandi hana. Samkvæmt Daily Mail íhugar Foden nú að hætta samstarfi sínu við fyrirtækið sem setti inn færsluna. Algengt er að knattspyrnustjörnur fái sérhæfð fyrirtæki til að sjá um að setja efni á samfélagsmiðla. Færslurnar eiga það því til að vera ansi einsleitar og lítill munur á því sem kemur frá mismunandi leikmönnum. Gary Neville, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, er meðal þeirra sem hafa gagnrýnt þetta og kallað eftir sjálfstæðri hugsun leikmanna. I mentioned on here a few weeks ago about players having their accounts run by social media companies. Lads run your own accounts! Your independent thought and authenticity is at stake . It s your voice , not anyone else s. Morning by the way . Go and attack the hell out of it pic.twitter.com/M997r8kbWa— Gary Neville (@GNev2) April 15, 2021 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira
Foden átti risastóran þátt í að tryggja Manchester City sigur á Dortmund í 8 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hann skoraði sigurmark á síðustu stundu í 2-1 sigri í síðustu viku og endurtók svo leikinn í Þýskalandi í gærkvöld. Eftir leik birtist færsla á Twitter-síðu Fodens sem Daily Mail segir að hafi verið birt án samþykkis þessa tvítuga Englendings. Í færslunni stóð einfaldlega: „Kylian Mbappé, ertu tilbúinn?“ City mætir Mbappé og félögum í PSG í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Samkvæmt Daily Mail var Foden hundóánægður með færsluna og fannst hún hljóma eins og áskorun á franska ungstirnið sem var merkt í færsluna. Færslan sem sett var inn á Twitter-reikning Phils Foden, að því er virðist í hans óþökk. Færslunni var síðar eytt. Foden lét fjarlægja færsluna hið snarasta en þá þegar höfðu þúsundir fólks endurómað færsluna og sett inn athugasemdir varðandi hana. Samkvæmt Daily Mail íhugar Foden nú að hætta samstarfi sínu við fyrirtækið sem setti inn færsluna. Algengt er að knattspyrnustjörnur fái sérhæfð fyrirtæki til að sjá um að setja efni á samfélagsmiðla. Færslurnar eiga það því til að vera ansi einsleitar og lítill munur á því sem kemur frá mismunandi leikmönnum. Gary Neville, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, er meðal þeirra sem hafa gagnrýnt þetta og kallað eftir sjálfstæðri hugsun leikmanna. I mentioned on here a few weeks ago about players having their accounts run by social media companies. Lads run your own accounts! Your independent thought and authenticity is at stake . It s your voice , not anyone else s. Morning by the way . Go and attack the hell out of it pic.twitter.com/M997r8kbWa— Gary Neville (@GNev2) April 15, 2021
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira