Solskjær fjárfestir í rafíþróttafyrirtæki frá heimaborginni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. apríl 2021 08:01 Ole Gunnar Solskjær styður við bakið á norsku rafíþróttafyrirtæki. Getty/Rui Vieira Nýstofnuðu norsku rafíþróttafyrirtæki barst góður liðsstyrkur þegar knattspyrnustjóri Manchester United, Ole Gunnar Solskjær, fjárfesti í því. ULTI er ný norsk umboðsskrifstofa fyrir rafíþróttafólk sem er með um fimmtán leikmenn og þjálfara á sínum snærum. Þrátt fyrir að vera nýstofnað hefur fyrirtækið þegar skilað miklum hagnaði. Stofnandi fyrirtækisins, Asgeir Kvalvik, er frá Kristiansund, sömu borg og Solskjær. Hann hefur nú fjárfest í fyrirtækinu ásamt umboðsmanni sínum, Jim Solbakken. Hvor um sig keypti 12,5 prósenta hlut í ULTI. „Rafíþróttir hafa orðið stærri en nokkurn hefði órað fyrir nokkrum árum. Þetta breiðir út fagnaðarerindi íþróttanna um allan heim. Mér finnst þetta spennandi. ULTI er fyrirtæki með stóra drauma. Þetta snýst um að finna leikmenn og gefa þeim tækifæri,“ sagði Solskjær í yfirlýsingu frá ULTI. Kvalvik er að vonum ánægður og stoltur með liðsstyrkinn sem ULTI hefur borist og segir að aðkoma Solskjærs hjálpi fyrirtækinu, sérstaklega á alþjóða vettvangi. Solskjær var duglegur að spila Championship Manager tölvuleikinn þegar hann lék með United og sagði að það hefði hjálpað sér inni á vellinum. Rafíþróttir Enski boltinn Noregur Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport
ULTI er ný norsk umboðsskrifstofa fyrir rafíþróttafólk sem er með um fimmtán leikmenn og þjálfara á sínum snærum. Þrátt fyrir að vera nýstofnað hefur fyrirtækið þegar skilað miklum hagnaði. Stofnandi fyrirtækisins, Asgeir Kvalvik, er frá Kristiansund, sömu borg og Solskjær. Hann hefur nú fjárfest í fyrirtækinu ásamt umboðsmanni sínum, Jim Solbakken. Hvor um sig keypti 12,5 prósenta hlut í ULTI. „Rafíþróttir hafa orðið stærri en nokkurn hefði órað fyrir nokkrum árum. Þetta breiðir út fagnaðarerindi íþróttanna um allan heim. Mér finnst þetta spennandi. ULTI er fyrirtæki með stóra drauma. Þetta snýst um að finna leikmenn og gefa þeim tækifæri,“ sagði Solskjær í yfirlýsingu frá ULTI. Kvalvik er að vonum ánægður og stoltur með liðsstyrkinn sem ULTI hefur borist og segir að aðkoma Solskjærs hjálpi fyrirtækinu, sérstaklega á alþjóða vettvangi. Solskjær var duglegur að spila Championship Manager tölvuleikinn þegar hann lék með United og sagði að það hefði hjálpað sér inni á vellinum.
Rafíþróttir Enski boltinn Noregur Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport