Telur ósennilegt að Reykvíkingar muni finna mikinn mun Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. apríl 2021 20:00 Formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir boðaða lækkun hámarkshraða á götum í eigu borgarinnar mikla afturför sem lengja muni ferðatíma Reykvíkinga. Samgönguverkfræðingur telur hins vegar að áhrif á ferðatíma verði hverfandi. Breytingarnar voru samþykktar í umhverfis- og skipulagsráði í gær. Stærsta breytingin verður á stofnbrautum eins og Suðurlandsbraut þar sem hámarkshraði fer úr 60 í 40 kílómetra á klukkustund. Á götum eins og Háaleitisbraut, Grensásvegi, Bústaðavegi, Snorrabraut og Suðurgötu lækkar hann úr 50 í 40 kílómetra á klukkustund. Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB, hagsmunasamtaka bifreiðaeigenda, segir að vissulega verði umferðaröryggi bætt með því að lækka svo hámarkshraða niður í þrjátíu í öllum íbúðahverfum. „En að taka meginstofnæðar niður í 40 eða 50 kílómetra hraða, það teljum við vera mikið skref aftur á bak og hindrun í veg borgaranna.“ Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB.vÍSIR/ARNAR Þetta muni lengja ferðatíma Reykvíkinga og stuðla að umferðartöfum. „Ef þú til dæmis þarft að fara frá vinnu og sækja þjónustu læknis eða eitthvað annað á vinnutíma, þá þýðir það bara mun lengri ferðatími sem þýðir meiri fjarvera frá vinnu, sem þýðir meiri kostnaður, sem þýðir minni samverustundir hjá fjölskyldum og svo framvegis,“ segir Runólfur. Á götum eins og Bústaðavegi, Háaleitisbraut, Grensásvegi, Snorrabraut og Suðurgötu lækkar hámarkshraði úr 50 í 40 kílómetra á klukkustund. Meðalhraðinn sjaldnast hámarkshraðinn Fram kemur í skýrslu borgarinnar að breytingin muni hafa í för með sér 12 prósent lengingu á ferðatíma. Tafir við gatnamót eru þar ekki teknar með í reikninginn. Bílferð sem nú tekur fimmtán mínútur myndi þannig lengjast um tæpar tvær mínútur. „Þetta er ekki veruleg lenging,“ segir Lilja Guðríður Karlsdóttir, samgönguverkfræðingur hjá VSB verkfræðistofu. „Ætti ekki að vera það í flestum tilfellum því að meðalhraðinn á bílunum í borginni er sjaldnast 50, 60 kílómetra hraði eins og staðan er í dag.“ Aðrir þættir en hámarkshraði vegi talsvert þyngra. Lilja Guðríður Karlsdóttir, samgönguverkfræðingur.Vísir/Sigurjón „Ef ég tek sem dæmi Bústaðaveginn. Frá Reykjanesbraut og upp að Kringlumýrarbraut, þetta er tveir og hálfur kílómetri. Á fimmtíu kílómetra hraða þar í dag ertu svona þrjár mínútur að keyra í frjálsu flæði en það gerist aldrei því það eru sirka sex eða sjö ljós á leiðinni sem þú þarft að stoppa við. Þannig að rauntíminn hjá þér í dag ertu kannski nær sjö mínútum. Þannig að þó svo að hraðinn lækki held ég að fólk finni ekki neinn svakalegan mun hjá sér,“ segir Lilja. Veltir ekki hversdagsleikanum „Það er yfirleitt pakkað gatnakerfið í borgum á háannatíma. Ég veit ekki hvort það sé til sú borg í heiminum þar sem þú getur keyrt á hámarkshraða á annatíma. Þannig að það er magnið af bílunum, ljósastýringarnar, gangandi vegfarendur og hjól og allt það sem hefur úrslitaáhrifin.“ Telurðu líklegt að þetta verði breyting sem fólk muni finna fyrir? „Það er alveg mögulegt á einhverjum leiðum. Ég tók ekki þátt í þessu þannig að ég veit ekki hvaða greiningar liggja þarna á bak við. En ég held að í stóru myndinni verði það ekki neitt sem veltir hversdagsleikanum hjá fólki.“ Umferðaröryggi Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Samgöngur Tengdar fréttir Gætu slegið nokkrar flugur í einu höggi með lægri hámarkshraða Áform borgaryfirvalda um að lækka hámarkshraða til að útrýma alvarlegum umferðarslysum gæti einnig dregið umtalsvert úr loftmengun. Hagsmunasamtök bíleigenda eru ósátt við áformin en samgönguverkfræðingur segir annað en hámarkshraða ráða meiru um ferðatíma bíla í borginni. 15. apríl 2021 14:00 Forgangur Strætó á gatnamótum eina svarið við mögulegum áhrifum Verið er að greina hvort boðuð lækkun hámarkshraða á götum í Reykjavík hafi neikvæð áhrif á ferðatíma og rekstrarkostnað Strætó. Eina mótvægisaðgerðin við mögulegum áhrifum væri þó forgangur strætisvagna á umferðarljósum, að sögn framkvæmdastjóra. 15. apríl 2021 12:46 Eyþór um lækkun hámarkshraða: „Umferðin getur hreinlega leitað frekar inn í íbúðabyggð“ Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hugnast ekki áform meirihlutans um að hámarkshraði á mörgum af helstu samgönguæðum borgarinnar verði lækkaður. Hann telur að lækkun hámarkshraða muni tefja fyrir almenningssamgöngum auk þess sem það geti skapað hættu á aukinni umferð um íbúðagötur. 14. apríl 2021 21:11 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira
Breytingarnar voru samþykktar í umhverfis- og skipulagsráði í gær. Stærsta breytingin verður á stofnbrautum eins og Suðurlandsbraut þar sem hámarkshraði fer úr 60 í 40 kílómetra á klukkustund. Á götum eins og Háaleitisbraut, Grensásvegi, Bústaðavegi, Snorrabraut og Suðurgötu lækkar hann úr 50 í 40 kílómetra á klukkustund. Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB, hagsmunasamtaka bifreiðaeigenda, segir að vissulega verði umferðaröryggi bætt með því að lækka svo hámarkshraða niður í þrjátíu í öllum íbúðahverfum. „En að taka meginstofnæðar niður í 40 eða 50 kílómetra hraða, það teljum við vera mikið skref aftur á bak og hindrun í veg borgaranna.“ Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB.vÍSIR/ARNAR Þetta muni lengja ferðatíma Reykvíkinga og stuðla að umferðartöfum. „Ef þú til dæmis þarft að fara frá vinnu og sækja þjónustu læknis eða eitthvað annað á vinnutíma, þá þýðir það bara mun lengri ferðatími sem þýðir meiri fjarvera frá vinnu, sem þýðir meiri kostnaður, sem þýðir minni samverustundir hjá fjölskyldum og svo framvegis,“ segir Runólfur. Á götum eins og Bústaðavegi, Háaleitisbraut, Grensásvegi, Snorrabraut og Suðurgötu lækkar hámarkshraði úr 50 í 40 kílómetra á klukkustund. Meðalhraðinn sjaldnast hámarkshraðinn Fram kemur í skýrslu borgarinnar að breytingin muni hafa í för með sér 12 prósent lengingu á ferðatíma. Tafir við gatnamót eru þar ekki teknar með í reikninginn. Bílferð sem nú tekur fimmtán mínútur myndi þannig lengjast um tæpar tvær mínútur. „Þetta er ekki veruleg lenging,“ segir Lilja Guðríður Karlsdóttir, samgönguverkfræðingur hjá VSB verkfræðistofu. „Ætti ekki að vera það í flestum tilfellum því að meðalhraðinn á bílunum í borginni er sjaldnast 50, 60 kílómetra hraði eins og staðan er í dag.“ Aðrir þættir en hámarkshraði vegi talsvert þyngra. Lilja Guðríður Karlsdóttir, samgönguverkfræðingur.Vísir/Sigurjón „Ef ég tek sem dæmi Bústaðaveginn. Frá Reykjanesbraut og upp að Kringlumýrarbraut, þetta er tveir og hálfur kílómetri. Á fimmtíu kílómetra hraða þar í dag ertu svona þrjár mínútur að keyra í frjálsu flæði en það gerist aldrei því það eru sirka sex eða sjö ljós á leiðinni sem þú þarft að stoppa við. Þannig að rauntíminn hjá þér í dag ertu kannski nær sjö mínútum. Þannig að þó svo að hraðinn lækki held ég að fólk finni ekki neinn svakalegan mun hjá sér,“ segir Lilja. Veltir ekki hversdagsleikanum „Það er yfirleitt pakkað gatnakerfið í borgum á háannatíma. Ég veit ekki hvort það sé til sú borg í heiminum þar sem þú getur keyrt á hámarkshraða á annatíma. Þannig að það er magnið af bílunum, ljósastýringarnar, gangandi vegfarendur og hjól og allt það sem hefur úrslitaáhrifin.“ Telurðu líklegt að þetta verði breyting sem fólk muni finna fyrir? „Það er alveg mögulegt á einhverjum leiðum. Ég tók ekki þátt í þessu þannig að ég veit ekki hvaða greiningar liggja þarna á bak við. En ég held að í stóru myndinni verði það ekki neitt sem veltir hversdagsleikanum hjá fólki.“
Umferðaröryggi Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Samgöngur Tengdar fréttir Gætu slegið nokkrar flugur í einu höggi með lægri hámarkshraða Áform borgaryfirvalda um að lækka hámarkshraða til að útrýma alvarlegum umferðarslysum gæti einnig dregið umtalsvert úr loftmengun. Hagsmunasamtök bíleigenda eru ósátt við áformin en samgönguverkfræðingur segir annað en hámarkshraða ráða meiru um ferðatíma bíla í borginni. 15. apríl 2021 14:00 Forgangur Strætó á gatnamótum eina svarið við mögulegum áhrifum Verið er að greina hvort boðuð lækkun hámarkshraða á götum í Reykjavík hafi neikvæð áhrif á ferðatíma og rekstrarkostnað Strætó. Eina mótvægisaðgerðin við mögulegum áhrifum væri þó forgangur strætisvagna á umferðarljósum, að sögn framkvæmdastjóra. 15. apríl 2021 12:46 Eyþór um lækkun hámarkshraða: „Umferðin getur hreinlega leitað frekar inn í íbúðabyggð“ Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hugnast ekki áform meirihlutans um að hámarkshraði á mörgum af helstu samgönguæðum borgarinnar verði lækkaður. Hann telur að lækkun hámarkshraða muni tefja fyrir almenningssamgöngum auk þess sem það geti skapað hættu á aukinni umferð um íbúðagötur. 14. apríl 2021 21:11 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira
Gætu slegið nokkrar flugur í einu höggi með lægri hámarkshraða Áform borgaryfirvalda um að lækka hámarkshraða til að útrýma alvarlegum umferðarslysum gæti einnig dregið umtalsvert úr loftmengun. Hagsmunasamtök bíleigenda eru ósátt við áformin en samgönguverkfræðingur segir annað en hámarkshraða ráða meiru um ferðatíma bíla í borginni. 15. apríl 2021 14:00
Forgangur Strætó á gatnamótum eina svarið við mögulegum áhrifum Verið er að greina hvort boðuð lækkun hámarkshraða á götum í Reykjavík hafi neikvæð áhrif á ferðatíma og rekstrarkostnað Strætó. Eina mótvægisaðgerðin við mögulegum áhrifum væri þó forgangur strætisvagna á umferðarljósum, að sögn framkvæmdastjóra. 15. apríl 2021 12:46
Eyþór um lækkun hámarkshraða: „Umferðin getur hreinlega leitað frekar inn í íbúðabyggð“ Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hugnast ekki áform meirihlutans um að hámarkshraði á mörgum af helstu samgönguæðum borgarinnar verði lækkaður. Hann telur að lækkun hámarkshraða muni tefja fyrir almenningssamgöngum auk þess sem það geti skapað hættu á aukinni umferð um íbúðagötur. 14. apríl 2021 21:11