Veiktist alvarlega á Grundartanga og dæmdar bætur níu árum síðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. apríl 2021 15:00 Verksmiðja Elkem á Grundartanga. Elkem.is Fyrrverandi starfsmanni járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga hafa verið dæmdar bætur vegna sjúkdóms sem hann þróaði með sér í starfi í óviðunandi starfsumhverfi. Starfsmaðurinn veiktist alvarlega árið 2012 og hefur síðan þá barist fyrir réttlæti. Sjóvá þarf að greiða honum 22 milljónir króna og 1,5 milljón króna í miskabætur. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm sinn í vikunni. Starfsmaðurinn höfðaði málið gegn Sjóvá-Almennum og krafðist bóta úr starfsábyrgðartryggingu Elkem hjá Sjóvá vegna atvinnusjúkdóms sem hann teldi að mætti rekja til starfa hans á Grundartanga. Hann starfaði þar í sex ár, lengst af sem tappari við ofn í verksmiðjunni, þar til hann veiktist alvarlega í október 2012. Var hann lagður inn á Landspítala og greindur með sjúkdóminn granulomatosis polyangiitis (GPA), einnig nefndur Wegener's granulomatosis (WG). Um er að ræða bólgusjúkdóm í smáæðum líkamans. Ágreiningslaust var að skilmálar Sjóvár taka til atvinnusjúkdóma. Þrír starfsmenn veiktust Í kjölfar veikinda starfsmannsins og tveggja til viðbótar var kallað eftir áliti sérfræðinga í lyf- og lungnalækningum til að skoða mögulega tengsl veikindanna og mengunar á vinnustaðnum. Sérfræðingarnir töldu vel mögulegt að aðstæður á vinnustað hefðu haft áhrif á sjúkdómsmyndun og skoða þyrfti sérstaklega magn kísilryks í vinnuumhverfi starfsmannsins. Sjóvá hafnaði bótaskyldu árið 2015. Starfsmaðurinn kærði þá niðurstöðu til úrskurðarnefndar vátryggingarmála sem úrskurðaði Sjóvá í hag. Í framhaldinu voru læknir og prófessor dómkvaddir til að rita matsgerð um möguleg orsakatengsl. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að orsakatengsl væru á milli sjúkdóms hans og kristallaðrar kísilsýu í vinnuumhverfinu. Starfsmaðurinn var metinn með varanlegan miska upp á 35 prósent og 30 prósent varanlega örorku. Heilsufarsáhætta samfara rykmengun vanmetin Undir rekstri málsins sem starfsmaðurinn höfðaði gegn Sjóvá árið 2018 voru lungna- og ofnæmislæknir, lungnalæknir og prófessor í efnafræði dómkvödd sem yfirmatsmenn að beiðni Sjóvár. Var það niðurstaða þeirra að heilsufarsáhætta samfara rykmengun hefði verið vanmetin í verksmiðjunni. Svokallað afsogskerfi hefði verið lykilvandamál sem hefði sett af stað keðjuverkun aukinnar útsetningar fyrir innöndun á fínu kísilryki. Ljóst væri af dómskjölum að starfsumhverfið hefði verið heilsuspillandi vegna óþrifnaðar, hita og rykmengunar. Líklegast væri að sjúkdómur starfsmannsins stafaði af innöndun á kvarsryki í starfi sínu. Loks væri það niðurstaða yfirmatsmanna að starfsumhverfið, þar sem kvarsmengun hefði endurtekið mælst yfir leyfilegum mörkum, hefði orðið þess valdandi að hann þróaði með sér sjúkdóminn granulomatosispolyangiitis (GPA). Tvímælalaust saknæmt athæfi Fram kom í málinu að Vinnueftirlit ríkisins hefði ítrekað gert kröfur um nauðsynlegar úrbætur varðandi mengun. Verulegur og langvarandi misbrestur var á vinnusvæði starfsmannsins. Dómurinn taldi óumdeilt að kvarsmengun á starfstöð starfsmannsins hefði ítrekað verið yfir leyfilegum mörkum. Þá kom einnig fram að skort hefði á þjálfun og verklag varðandi notkun á grímum. Rykgrímuskylda hafi ekki verið innleidd fyrr en árið 2011. Heilt á litið taldi dómurinn athafnaleysi Elken í þessum efnum „tvímælalaust saknæmt“. Arnaldur Hjartarson héraðsdómari , Andri Ísak Þórhallsson efnaverkfræðingur og Sif Hansdóttir, sérfræðingur í lungnalækningum, dæmdu Sjóvá til að greiða starfsmanninum tæplega 22 milljónir ásamt vöxtum aftur til ársins 2014. Sömuleiðis 1,5 milljónir króna í miskabætur. Dómsmál Tryggingar Hvalfjarðarsveit Vinnuslys Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm sinn í vikunni. Starfsmaðurinn höfðaði málið gegn Sjóvá-Almennum og krafðist bóta úr starfsábyrgðartryggingu Elkem hjá Sjóvá vegna atvinnusjúkdóms sem hann teldi að mætti rekja til starfa hans á Grundartanga. Hann starfaði þar í sex ár, lengst af sem tappari við ofn í verksmiðjunni, þar til hann veiktist alvarlega í október 2012. Var hann lagður inn á Landspítala og greindur með sjúkdóminn granulomatosis polyangiitis (GPA), einnig nefndur Wegener's granulomatosis (WG). Um er að ræða bólgusjúkdóm í smáæðum líkamans. Ágreiningslaust var að skilmálar Sjóvár taka til atvinnusjúkdóma. Þrír starfsmenn veiktust Í kjölfar veikinda starfsmannsins og tveggja til viðbótar var kallað eftir áliti sérfræðinga í lyf- og lungnalækningum til að skoða mögulega tengsl veikindanna og mengunar á vinnustaðnum. Sérfræðingarnir töldu vel mögulegt að aðstæður á vinnustað hefðu haft áhrif á sjúkdómsmyndun og skoða þyrfti sérstaklega magn kísilryks í vinnuumhverfi starfsmannsins. Sjóvá hafnaði bótaskyldu árið 2015. Starfsmaðurinn kærði þá niðurstöðu til úrskurðarnefndar vátryggingarmála sem úrskurðaði Sjóvá í hag. Í framhaldinu voru læknir og prófessor dómkvaddir til að rita matsgerð um möguleg orsakatengsl. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að orsakatengsl væru á milli sjúkdóms hans og kristallaðrar kísilsýu í vinnuumhverfinu. Starfsmaðurinn var metinn með varanlegan miska upp á 35 prósent og 30 prósent varanlega örorku. Heilsufarsáhætta samfara rykmengun vanmetin Undir rekstri málsins sem starfsmaðurinn höfðaði gegn Sjóvá árið 2018 voru lungna- og ofnæmislæknir, lungnalæknir og prófessor í efnafræði dómkvödd sem yfirmatsmenn að beiðni Sjóvár. Var það niðurstaða þeirra að heilsufarsáhætta samfara rykmengun hefði verið vanmetin í verksmiðjunni. Svokallað afsogskerfi hefði verið lykilvandamál sem hefði sett af stað keðjuverkun aukinnar útsetningar fyrir innöndun á fínu kísilryki. Ljóst væri af dómskjölum að starfsumhverfið hefði verið heilsuspillandi vegna óþrifnaðar, hita og rykmengunar. Líklegast væri að sjúkdómur starfsmannsins stafaði af innöndun á kvarsryki í starfi sínu. Loks væri það niðurstaða yfirmatsmanna að starfsumhverfið, þar sem kvarsmengun hefði endurtekið mælst yfir leyfilegum mörkum, hefði orðið þess valdandi að hann þróaði með sér sjúkdóminn granulomatosispolyangiitis (GPA). Tvímælalaust saknæmt athæfi Fram kom í málinu að Vinnueftirlit ríkisins hefði ítrekað gert kröfur um nauðsynlegar úrbætur varðandi mengun. Verulegur og langvarandi misbrestur var á vinnusvæði starfsmannsins. Dómurinn taldi óumdeilt að kvarsmengun á starfstöð starfsmannsins hefði ítrekað verið yfir leyfilegum mörkum. Þá kom einnig fram að skort hefði á þjálfun og verklag varðandi notkun á grímum. Rykgrímuskylda hafi ekki verið innleidd fyrr en árið 2011. Heilt á litið taldi dómurinn athafnaleysi Elken í þessum efnum „tvímælalaust saknæmt“. Arnaldur Hjartarson héraðsdómari , Andri Ísak Þórhallsson efnaverkfræðingur og Sif Hansdóttir, sérfræðingur í lungnalækningum, dæmdu Sjóvá til að greiða starfsmanninum tæplega 22 milljónir ásamt vöxtum aftur til ársins 2014. Sömuleiðis 1,5 milljónir króna í miskabætur.
Dómsmál Tryggingar Hvalfjarðarsveit Vinnuslys Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Sjá meira