Úran í Íran: Segjast geta auðgað úran að vild Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2021 14:17 Gervihnattarmynd af Natanz kjarnorkurannsóknarstöðinni í Íran. AP/Planet labs Vísindamenn í Íran byrjuðu í dag að auðga úran í 60 prósent hreinleika, sem er hærra en gert hefur verið áður þar í landi. Með því er hreinleiki þess úrans orðinn nálægt því sem til þarf í kjarnorkuvopn. Ráðamenn í Íran hafa áður sagt að þeir geti notað 60 prósent auðgað úran til að keyra kjarnorkuknúin skip. Ríkið býr þó ekki yfir neinum slíkum skipum. AP fréttaveitan hefur eftir háttsettum embættismanni að nokkur grömm verði framleidd á hverri klukkustund og þykir líklegt að ákvörðunin muni leiða til frekari spennu í tengslum við kjarnorkuáætlun ríkisins. Ríkissjónvarp Írans hafði í dag eftir Ali Akbar Salehi, yfirmanni kjarnorkustofnunar Írans, að ríkið gæti nú auðgað úran í hvaða hreinleika sem óskað væri. Þessi ákvörðun var tekin í kjölfar þess að skemmdarverk voru framin á skilvindum í Natanz kjarnorkurannsóknarstöðinni, þar sem Íranir hafa verið að auðga úran. Ráðamenn í Íran hafa sakað Ísrael um að bera ábyrgð á skemmdarverkinu og hafa heitið hefndum. Sjá einnig: Saka Ísraela um skemmdarverk og heita hefndum Ráðamenn í Íran hafa ítrekað sagt að þeir ætli sér ekki að koma upp kjarnorkuvopnum og kjarnorka verði eingöngu notuð í friðsömum tilgangi. Til að framleiða kjarnorkuvopn þarf úran sem hefur verið auðgað að 90 prósenta hreinleika, sem er tiltölulega auðvelt að gera við úran sem þegar er búið að auðga í 60 prósent. Samkvæmt kjarnorkusamkomulaginu svokallaða, sem vonast er að hægt verði að endurvirkja, máttu Íranir ekki auðga úran meira en 3,67 prósent. Eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sleit Bandaríkin frá samkomulaginu hófu Íranir að auðga úran í 20 prósent. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur heitið því að koma í veg fyrir að Íran geti komið upp kjarnorkuvopnum. Ísraelar hafa tvisvar sinnum gert loftárásir gegn Íran, með það markmið að stöðva kjarnorkuáætlun ríkisins. Þegar helsti kjarnorkuvísindamaður Írans var myrtur í fyrra, beindust spjótin fljótt að Ísrael. Erindrekar frá Íran, Bandaríkjunum og Evrópusambandinu eru nú í Vín í Austurríki þar sem þeir ræða sín á milli mögulegar leiðir til að endurvekja kjarnorkusamkomulagið. Samkomulagið var gert á milli Írans, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands árið 2015 og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Írans. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Írans að þróa ekki kjarnorkuvopn og hleypa eftirlitsaðilum í landið. Samkvæmt frétt Reuters hafa þessar nýjustu vendingar flækt viðræðurnar sagði embættismaður ESB við fréttaveituna að viðræðurnar yrðu líklegast stöðvaðar um tíma. Sendinefndir Bandaríkjanna og Írans myndu snúa aftur heim og fá frekari leiðbeiningar frá stjórnvöldum sínum. Íran Kjarnorka Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Ráðamenn í Íran hafa áður sagt að þeir geti notað 60 prósent auðgað úran til að keyra kjarnorkuknúin skip. Ríkið býr þó ekki yfir neinum slíkum skipum. AP fréttaveitan hefur eftir háttsettum embættismanni að nokkur grömm verði framleidd á hverri klukkustund og þykir líklegt að ákvörðunin muni leiða til frekari spennu í tengslum við kjarnorkuáætlun ríkisins. Ríkissjónvarp Írans hafði í dag eftir Ali Akbar Salehi, yfirmanni kjarnorkustofnunar Írans, að ríkið gæti nú auðgað úran í hvaða hreinleika sem óskað væri. Þessi ákvörðun var tekin í kjölfar þess að skemmdarverk voru framin á skilvindum í Natanz kjarnorkurannsóknarstöðinni, þar sem Íranir hafa verið að auðga úran. Ráðamenn í Íran hafa sakað Ísrael um að bera ábyrgð á skemmdarverkinu og hafa heitið hefndum. Sjá einnig: Saka Ísraela um skemmdarverk og heita hefndum Ráðamenn í Íran hafa ítrekað sagt að þeir ætli sér ekki að koma upp kjarnorkuvopnum og kjarnorka verði eingöngu notuð í friðsömum tilgangi. Til að framleiða kjarnorkuvopn þarf úran sem hefur verið auðgað að 90 prósenta hreinleika, sem er tiltölulega auðvelt að gera við úran sem þegar er búið að auðga í 60 prósent. Samkvæmt kjarnorkusamkomulaginu svokallaða, sem vonast er að hægt verði að endurvirkja, máttu Íranir ekki auðga úran meira en 3,67 prósent. Eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sleit Bandaríkin frá samkomulaginu hófu Íranir að auðga úran í 20 prósent. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur heitið því að koma í veg fyrir að Íran geti komið upp kjarnorkuvopnum. Ísraelar hafa tvisvar sinnum gert loftárásir gegn Íran, með það markmið að stöðva kjarnorkuáætlun ríkisins. Þegar helsti kjarnorkuvísindamaður Írans var myrtur í fyrra, beindust spjótin fljótt að Ísrael. Erindrekar frá Íran, Bandaríkjunum og Evrópusambandinu eru nú í Vín í Austurríki þar sem þeir ræða sín á milli mögulegar leiðir til að endurvekja kjarnorkusamkomulagið. Samkomulagið var gert á milli Írans, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands árið 2015 og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Írans. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Írans að þróa ekki kjarnorkuvopn og hleypa eftirlitsaðilum í landið. Samkvæmt frétt Reuters hafa þessar nýjustu vendingar flækt viðræðurnar sagði embættismaður ESB við fréttaveituna að viðræðurnar yrðu líklegast stöðvaðar um tíma. Sendinefndir Bandaríkjanna og Írans myndu snúa aftur heim og fá frekari leiðbeiningar frá stjórnvöldum sínum.
Íran Kjarnorka Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira