Er ég orðinn faðir dóttur minnar? Matthías Freyr Matthíasson skrifar 16. apríl 2021 15:00 Ég vil byrja á að þakka hæstvirtum dómsmálaráðherra, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur fyrir að hafa tekið loksins af skarið og sýnt vilja til þess að jafna hlut foreldra sem eru ekki lengur saman. 13. mars 2013, sem sagt fyrir rúmum 8 árum síðan skrifaði ég grein sem vakti mikla athygli og sköpuðust umræður í samfélaginu í kjölfarið. Þar var ég að lýsa reynslu minni af því að vera faðir þar sem hjónaband endaði en samvinna okkar foreldranna og vinátta hélst. Allt í einu stóð ég frammi fyrir því, að geta ekki nálgast eðlilegar upplýsingar um dóttur mína, geta ekki skráð hana í tómstundir eða íþróttir, geta ekki fengið heilsufarslegar upplýsingar eða upplýsingar um bankareikninga og svo margt margt fleira sem ég gæti talið upp. Ég þurfti að biðja barnsmóður mína um að gera þetta fyrir mig. Í raun þetta gríðarlega ójafnvægi sem kerfið skapaði á milli mín og barnsmóður minnar þar sem lögheimili dóttur okkar var hjá barnsmóður minni. Margar tilraunir hafa verið gerðar á Alþingi til þess að breyta þessari kerfislægu mismunun sem á og átti sér stað. Stofnaðir hafa verið starfshópar og lögð fram gögn og skýrslur og fjölda margir fundir haldnir. Ég sökkti mér af fullum þunga í þessa umræðu og var virkur þátttakandi. Því gladdist ég óheyrilega þegar dómsmálaráðherra lýsti yfir vilja sínum til þess að breyta lögum með það að markmiði að jafna þessa stöðu. Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á barnalögum var samþykkt á Alþingi þar sem 59 þingmenn greiddu játandi og voru 4 þingmenn fjarverandi. Það bendir til þess að mikill vilji er og hefur verið á Alþingi á breytingum á þessum málum. Breytingar á lögunum er varða rétt barnanna sjálfra eru svo sannarlega til bóta og eru í fullu samræmi þær skuldbindingar sem íslensk stjórnvöld hafa undirgengist með því að hafa lögfest Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Við lestur á þessum breytingum er margt sem er gott og jákvætt en hinsvegar er það mat þess sem þetta ritar að ekki nægjanlega langt er gengið er varðar ákveðin efni. Enn er það svo að lögheimilisforeldri hefur enn vald til að taka afgerandi ákvarðanir eins og það er orðað í lögunum, um daglegt líf barns. Samt kemur fram í sömu grein að forsjárforeldrar sem samið hafa um skipta búsetu eigi þeir að taka sameiginlegar afgerandi ákvarðanir. En allar forsendur í þessum málum snúa að því að foreldrar geti samið sín á milli. Vissulega eru viðhorfin alltaf að þróast í betri átt og foreldrar eru átta sig á að þrátt fyrir að særindi þeirra milli séu til staðar, er það velferð barnsins sem á að vera í fyrirrúmi. En vegna þessa að samningsvilji foreldra er ,,skilyrði“ til þess að lögin virki sem skyldi, þá er enn ójafnvægi á milli lögheimilisforeldris og búsetuheimilisforeldris. Staðan er sú í dag að meðlag og barnabætur renna til lögheimilisforeldris og eiga þeir fjármunir að sjá til að uppfylla þarfir barnins. En með því að setja á laggirnar ,,búsetuheimilisforeldri“ (endurtek, skref í rétta átt) sem er samningsatriði á milli foreldra, er komin fjárhagslegur hvati lögheimilisforeldris til þess að synja þessari beiðni ,,búsetuheimilisforeldri“. Það getur gert það að verkum að samningsvilji hverfi eða minnki. Ég veit þess dæmi að foreldrar sem deila forsjá og eru með jafna umgengni nú þegar, barnið er orðið stálpað og allt hefur gengið ljómandi vel í uppeldi barnsins fyrir utan að foreldrið sem ekki er lögheimilisforeldri, hefur ekki haft tök á að fá upplýsingar, barnið er ekki skráð sem hluti af fjölskyldu umgegnisforeldris og margt fleira eins og ég lýsi hér að ofan. Þessir foreldrar sjá ekki hag sinn í því að semja í dag um breytingu á stöðunni, það er að segja, verða lögheimili og búsetuheimili því það sem myndi gerast í kjölfarið að barnabætur munu minnka, húsaleigubætur munu skerðast o.fl. Flest er til bóta en enn má lagfæra og styrkja lögin. Höfundur er faðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölskyldumál Matthías Freyr Matthíasson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Ég vil byrja á að þakka hæstvirtum dómsmálaráðherra, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur fyrir að hafa tekið loksins af skarið og sýnt vilja til þess að jafna hlut foreldra sem eru ekki lengur saman. 13. mars 2013, sem sagt fyrir rúmum 8 árum síðan skrifaði ég grein sem vakti mikla athygli og sköpuðust umræður í samfélaginu í kjölfarið. Þar var ég að lýsa reynslu minni af því að vera faðir þar sem hjónaband endaði en samvinna okkar foreldranna og vinátta hélst. Allt í einu stóð ég frammi fyrir því, að geta ekki nálgast eðlilegar upplýsingar um dóttur mína, geta ekki skráð hana í tómstundir eða íþróttir, geta ekki fengið heilsufarslegar upplýsingar eða upplýsingar um bankareikninga og svo margt margt fleira sem ég gæti talið upp. Ég þurfti að biðja barnsmóður mína um að gera þetta fyrir mig. Í raun þetta gríðarlega ójafnvægi sem kerfið skapaði á milli mín og barnsmóður minnar þar sem lögheimili dóttur okkar var hjá barnsmóður minni. Margar tilraunir hafa verið gerðar á Alþingi til þess að breyta þessari kerfislægu mismunun sem á og átti sér stað. Stofnaðir hafa verið starfshópar og lögð fram gögn og skýrslur og fjölda margir fundir haldnir. Ég sökkti mér af fullum þunga í þessa umræðu og var virkur þátttakandi. Því gladdist ég óheyrilega þegar dómsmálaráðherra lýsti yfir vilja sínum til þess að breyta lögum með það að markmiði að jafna þessa stöðu. Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á barnalögum var samþykkt á Alþingi þar sem 59 þingmenn greiddu játandi og voru 4 þingmenn fjarverandi. Það bendir til þess að mikill vilji er og hefur verið á Alþingi á breytingum á þessum málum. Breytingar á lögunum er varða rétt barnanna sjálfra eru svo sannarlega til bóta og eru í fullu samræmi þær skuldbindingar sem íslensk stjórnvöld hafa undirgengist með því að hafa lögfest Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Við lestur á þessum breytingum er margt sem er gott og jákvætt en hinsvegar er það mat þess sem þetta ritar að ekki nægjanlega langt er gengið er varðar ákveðin efni. Enn er það svo að lögheimilisforeldri hefur enn vald til að taka afgerandi ákvarðanir eins og það er orðað í lögunum, um daglegt líf barns. Samt kemur fram í sömu grein að forsjárforeldrar sem samið hafa um skipta búsetu eigi þeir að taka sameiginlegar afgerandi ákvarðanir. En allar forsendur í þessum málum snúa að því að foreldrar geti samið sín á milli. Vissulega eru viðhorfin alltaf að þróast í betri átt og foreldrar eru átta sig á að þrátt fyrir að særindi þeirra milli séu til staðar, er það velferð barnsins sem á að vera í fyrirrúmi. En vegna þessa að samningsvilji foreldra er ,,skilyrði“ til þess að lögin virki sem skyldi, þá er enn ójafnvægi á milli lögheimilisforeldris og búsetuheimilisforeldris. Staðan er sú í dag að meðlag og barnabætur renna til lögheimilisforeldris og eiga þeir fjármunir að sjá til að uppfylla þarfir barnins. En með því að setja á laggirnar ,,búsetuheimilisforeldri“ (endurtek, skref í rétta átt) sem er samningsatriði á milli foreldra, er komin fjárhagslegur hvati lögheimilisforeldris til þess að synja þessari beiðni ,,búsetuheimilisforeldri“. Það getur gert það að verkum að samningsvilji hverfi eða minnki. Ég veit þess dæmi að foreldrar sem deila forsjá og eru með jafna umgengni nú þegar, barnið er orðið stálpað og allt hefur gengið ljómandi vel í uppeldi barnsins fyrir utan að foreldrið sem ekki er lögheimilisforeldri, hefur ekki haft tök á að fá upplýsingar, barnið er ekki skráð sem hluti af fjölskyldu umgegnisforeldris og margt fleira eins og ég lýsi hér að ofan. Þessir foreldrar sjá ekki hag sinn í því að semja í dag um breytingu á stöðunni, það er að segja, verða lögheimili og búsetuheimili því það sem myndi gerast í kjölfarið að barnabætur munu minnka, húsaleigubætur munu skerðast o.fl. Flest er til bóta en enn má lagfæra og styrkja lögin. Höfundur er faðir.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun