Ungstirnið Ryan Gravenberch kom Ajax yfir á 23. mínútu leiksins en Ikoma Lois Openda jafnaði metin fyrir Vitesse sjö mínútum síðar og staðan jöfn 1-1 í hálfleik. Ajax eðlilega skapi sér fleiri færi og þó fengu Vitesse töluvert af gulum spjöldum en þegar fjórar mínútur voru til leiksloka gerðist það sem breytti leiknum.
Jacob Rasmussen braut þau af sér sem aftasti maður og fékk í kjölfarið beint rautt spjald. Vitesse því manni færri þegar lítið var eftir af leiknum. Þjálfari liðsins brást við með tvöfaldir skiptingu til að reyna komast í framlengingu en það gerði Erik ten Hag, þjálfari Ajax líka.
Hann sendi David Neres inn af bekknum og reyndist hann hetja Ajax í kvöld er hann skoraði sigurmarkið eftir stoðsendingu Sebastien Haller í uppbótartíma leiksins.
Staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölur. Ajax þar með bikarmeistari í 20. sinn í sögu félagsins.
Our dressing room is a MOOOOOOD!#ajavit pic.twitter.com/rAhHZG4gSy
— AFC Ajax (@AFCAjax) April 18, 2021
Allt stefnir í að Ajax vinni tvöfalt en liðið trónir á toppi hollensku úrvalsdeildarinnar með gott forskot á PSV Eindhoven sem er í 2. sæti.