Fær Gylfi óvænt tækifæri í Meistaradeildinni vegna stofnunar ofurdeildarinnar? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. apríl 2021 10:30 Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Everton í 2-2 jafnteflinu við Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á föstudaginn. epa/Clive Brunskill Ef ensku félögunum sem eru stofnmeðlimir nýju ofurdeildarinnar verður sparkað út úr Meistaradeildinni gætu Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton fengið tækifæri í keppninni á næsta tímabili. Rætt hefur verið um að Knattspyrnusamband Evrópu muni meina félögunum sem tóku þátt í að stofna ofurdeildina að taka þátt í Meistaradeildinni og jafnvel í deildakeppni sinna landa. Sex ensk félög eru á meðal stofnmeðlima ofurdeildarinnar: Manchester United, Liverpool, Manchester City, Tottenham, Arsenal og Chelsea. Ef þessum félögum verður sparkað út úr Meistaradeildinni fá Leicester City, West Ham United, Everton og Leeds United sæti Englands í keppninni á næsta tímabili. Þetta eru liðin í sætum þrjú, fjögur, átta og tíu í ensku úrvalsdeildinni. Þetta myndi þýða að Gylfi fengi sitt fyrsta tækifæri í Meistaradeildinni á ferlinum. Everton komst síðast í Meistaradeildina tímabilið 2005-06 en mistókst þá að tryggja sér sæti í riðlakeppninni. Leeds myndi spila í Meistaradeildinni í fyrsta sinn frá því um aldamótin og West Ham í fyrsta sinn í sögu félagsins. Leicester lék í fyrsta og eina sinn í Meistaradeildinni tímabilið 2016-17 og komst þá í átta liða úrslit keppninnar. So next season then:#UCL Leicester, West Ham, Everton, Leeds Atalanta, Napoli, Lazio, Roma Sevilla, Villarreal, Betis, Sociedad#UEL Aston Villa, Wolves, Crystal Palace Sassuolo, Verona, Sampdoria Granada, Levante, Celta Vigo— Adriano Del Monte (@adriandelmonte) April 18, 2021 Atalanta, Napoli, Lazio og Roma yrðu fulltrúar Ítalíu í Meistaradeildinni ef Inter, AC Milan og Juventus verður sparkað úr keppninni og Sevilla, Villarreal, Real Betis og Real Sociedad tækju sæti Spánar. Real Madrid, Barcelona og Atlético Madrid eru meðal stofnmeðlima ofurdeildarinnar. Stærstu félögin í Þýskalandi og Frakklandi, Bayern München og Paris Saint-Germain, tóku ekki þátt í að stofna ofurdeildina og eru ekki í þeim hópi, allavega eins og sakir standa. Ofurdeildin á að vera skipuð tuttugu liðum, þar af fimmtán liðum sem eru með fastan þátttökurétt í keppninni. Ofurdeildin Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjá meira
Rætt hefur verið um að Knattspyrnusamband Evrópu muni meina félögunum sem tóku þátt í að stofna ofurdeildina að taka þátt í Meistaradeildinni og jafnvel í deildakeppni sinna landa. Sex ensk félög eru á meðal stofnmeðlima ofurdeildarinnar: Manchester United, Liverpool, Manchester City, Tottenham, Arsenal og Chelsea. Ef þessum félögum verður sparkað út úr Meistaradeildinni fá Leicester City, West Ham United, Everton og Leeds United sæti Englands í keppninni á næsta tímabili. Þetta eru liðin í sætum þrjú, fjögur, átta og tíu í ensku úrvalsdeildinni. Þetta myndi þýða að Gylfi fengi sitt fyrsta tækifæri í Meistaradeildinni á ferlinum. Everton komst síðast í Meistaradeildina tímabilið 2005-06 en mistókst þá að tryggja sér sæti í riðlakeppninni. Leeds myndi spila í Meistaradeildinni í fyrsta sinn frá því um aldamótin og West Ham í fyrsta sinn í sögu félagsins. Leicester lék í fyrsta og eina sinn í Meistaradeildinni tímabilið 2016-17 og komst þá í átta liða úrslit keppninnar. So next season then:#UCL Leicester, West Ham, Everton, Leeds Atalanta, Napoli, Lazio, Roma Sevilla, Villarreal, Betis, Sociedad#UEL Aston Villa, Wolves, Crystal Palace Sassuolo, Verona, Sampdoria Granada, Levante, Celta Vigo— Adriano Del Monte (@adriandelmonte) April 18, 2021 Atalanta, Napoli, Lazio og Roma yrðu fulltrúar Ítalíu í Meistaradeildinni ef Inter, AC Milan og Juventus verður sparkað úr keppninni og Sevilla, Villarreal, Real Betis og Real Sociedad tækju sæti Spánar. Real Madrid, Barcelona og Atlético Madrid eru meðal stofnmeðlima ofurdeildarinnar. Stærstu félögin í Þýskalandi og Frakklandi, Bayern München og Paris Saint-Germain, tóku ekki þátt í að stofna ofurdeildina og eru ekki í þeim hópi, allavega eins og sakir standa. Ofurdeildin á að vera skipuð tuttugu liðum, þar af fimmtán liðum sem eru með fastan þátttökurétt í keppninni.
Ofurdeildin Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjá meira