„Notið skynsemina“ Sylvía Hall skrifar 19. apríl 2021 21:08 Steve Schleicher, saksóknari í málinu, segir sönnunargögnin tala sínu máli. Vísir/AP Saksóknarinn Steve Schleicher biðlaði til kviðdómenda að treysta innsæinu og hlusta á sönnunargögnin áður en þeir tækju ákvörðun í máli gegn lögregluþjóninum Derek Chauvin, sem ákærður er fyrir að hafa banað George Floyd í Minneapolis í fyrra. Flutningur lokaræðna fer nú fram og munu kviðdómendur í kjölfarið gera upp hug sinn. „Notið skynsemina. Trúið því sem þið sjáið. Þið sáuð það sem þið sáuð,“ sagði Schleicher þegar hann ávarpaði kviðdóminn. Vísaði hann þar til myndbandsupptöku sem sýnd var í réttarhöldunum af því þegar Chauvin kraup á hálsi Floyd í rúmlega níu mínútur á meðan sjónarvottar hvöttu hann til að fara af hálsi hans. Sjálfur sagðist Floyd margoft ekki ná andanum. Eric Nelson, verjandi Chauvin, fullyrti þó í lokaræðu sinni að Chauvin hefði gert það sama og „hver annar skynsamur lögregluþjónn“ hefði gert. Um flóknar aðstæður væri að ræða þar sem stór maður hefði verið að berjast við þrjá lögreglumenn, og í ofanálag hafi verið líklegra að Floyd hafi dáið vegna fíkniefnanotkunar eða hjartasjúkdóma. Sérfræðivitni hafa þó borið vitni um að það hafi verið útilokað og fullyrt að fullfrískur einstaklingur hefði látist við sömu meðferð. Saksóknarinn Jerry Blackwell fékk lokaorðið og sagði spurninguna um valdbeitingu lögregluþjónsins og dánarorsök svo einfalda að barn gæti skilið það. „Og reyndar skildi barn það, þegar níu ára stúlka kallaði til Chauvin: „Farðu af honum“. Svo einfalt var það.“ Chauvin sjálfur bar ekki vitni sjálfur, heldur ákvað að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn til þess að neita að tjá sig til þess að varna því að fella á sig sök. Mikil spenna ríkir í Minnesota-ríki vegna máls Chauvin, ekki síst í Minneapolis, þar sem atvikið átti sér stað og þar sem til mótmæla kom aftur á dögunum eftir að lögreglukona skaut óvopnaðan mann til bana á dögunum. Bandaríkin Black Lives Matter Dauði George Floyd Tengdar fréttir Áfram mótmælt á götum Minneapolis Áfram var mótmælt á götum Brooklyn Center, úthverfi Minneapolis í Minnesota, í nótt eftir að hinn tvítugi Daunte Wright var skotinn til bana af lögreglunni á sunnudag. Að minnsta kosti sextíu mótmælendur voru handteknir í mótmælum næturinnar. 14. apríl 2021 07:26 „Aðgerðir lögreglumannanna leiddu til dauða Floyds“ Aðgerðir lögreglu voru það sem leiddu George Floyd til dauða. Þetta sagði réttarmeinafræðingur í vitnastúku í réttarhöldunum gegn lögregluþjóninum Derek Chauvin í dag. 9. apríl 2021 21:42 Floyd var dáinn þegar bráðaliðar komu á staðinn Tveir bráðaliðar, sem fóru á vettvang þegar lögreglumaðurinn Derek Chauvin banaði George Floyd, sögðu í vitnastúku í Minneapolis í dag að hvorki hafi fundist púls né andardráttur hjá Floyd þegar þeir mættu á vettvang. 1. apríl 2021 23:42 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
„Notið skynsemina. Trúið því sem þið sjáið. Þið sáuð það sem þið sáuð,“ sagði Schleicher þegar hann ávarpaði kviðdóminn. Vísaði hann þar til myndbandsupptöku sem sýnd var í réttarhöldunum af því þegar Chauvin kraup á hálsi Floyd í rúmlega níu mínútur á meðan sjónarvottar hvöttu hann til að fara af hálsi hans. Sjálfur sagðist Floyd margoft ekki ná andanum. Eric Nelson, verjandi Chauvin, fullyrti þó í lokaræðu sinni að Chauvin hefði gert það sama og „hver annar skynsamur lögregluþjónn“ hefði gert. Um flóknar aðstæður væri að ræða þar sem stór maður hefði verið að berjast við þrjá lögreglumenn, og í ofanálag hafi verið líklegra að Floyd hafi dáið vegna fíkniefnanotkunar eða hjartasjúkdóma. Sérfræðivitni hafa þó borið vitni um að það hafi verið útilokað og fullyrt að fullfrískur einstaklingur hefði látist við sömu meðferð. Saksóknarinn Jerry Blackwell fékk lokaorðið og sagði spurninguna um valdbeitingu lögregluþjónsins og dánarorsök svo einfalda að barn gæti skilið það. „Og reyndar skildi barn það, þegar níu ára stúlka kallaði til Chauvin: „Farðu af honum“. Svo einfalt var það.“ Chauvin sjálfur bar ekki vitni sjálfur, heldur ákvað að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn til þess að neita að tjá sig til þess að varna því að fella á sig sök. Mikil spenna ríkir í Minnesota-ríki vegna máls Chauvin, ekki síst í Minneapolis, þar sem atvikið átti sér stað og þar sem til mótmæla kom aftur á dögunum eftir að lögreglukona skaut óvopnaðan mann til bana á dögunum.
Bandaríkin Black Lives Matter Dauði George Floyd Tengdar fréttir Áfram mótmælt á götum Minneapolis Áfram var mótmælt á götum Brooklyn Center, úthverfi Minneapolis í Minnesota, í nótt eftir að hinn tvítugi Daunte Wright var skotinn til bana af lögreglunni á sunnudag. Að minnsta kosti sextíu mótmælendur voru handteknir í mótmælum næturinnar. 14. apríl 2021 07:26 „Aðgerðir lögreglumannanna leiddu til dauða Floyds“ Aðgerðir lögreglu voru það sem leiddu George Floyd til dauða. Þetta sagði réttarmeinafræðingur í vitnastúku í réttarhöldunum gegn lögregluþjóninum Derek Chauvin í dag. 9. apríl 2021 21:42 Floyd var dáinn þegar bráðaliðar komu á staðinn Tveir bráðaliðar, sem fóru á vettvang þegar lögreglumaðurinn Derek Chauvin banaði George Floyd, sögðu í vitnastúku í Minneapolis í dag að hvorki hafi fundist púls né andardráttur hjá Floyd þegar þeir mættu á vettvang. 1. apríl 2021 23:42 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Áfram mótmælt á götum Minneapolis Áfram var mótmælt á götum Brooklyn Center, úthverfi Minneapolis í Minnesota, í nótt eftir að hinn tvítugi Daunte Wright var skotinn til bana af lögreglunni á sunnudag. Að minnsta kosti sextíu mótmælendur voru handteknir í mótmælum næturinnar. 14. apríl 2021 07:26
„Aðgerðir lögreglumannanna leiddu til dauða Floyds“ Aðgerðir lögreglu voru það sem leiddu George Floyd til dauða. Þetta sagði réttarmeinafræðingur í vitnastúku í réttarhöldunum gegn lögregluþjóninum Derek Chauvin í dag. 9. apríl 2021 21:42
Floyd var dáinn þegar bráðaliðar komu á staðinn Tveir bráðaliðar, sem fóru á vettvang þegar lögreglumaðurinn Derek Chauvin banaði George Floyd, sögðu í vitnastúku í Minneapolis í dag að hvorki hafi fundist púls né andardráttur hjá Floyd þegar þeir mættu á vettvang. 1. apríl 2021 23:42