Utan vallar: Guðdómlegur réttur þeirra ríku til að verða ríkari Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. apríl 2021 12:01 Joel Glazer [t.h.] er varaformaður „ofurdeildar“ Evrópu. Með honum á myndinni er bróðir hans, Avram Glazer. Getty Images Hvað gerist ef þú lokar hóp af moldríkum miðaldra forréttindapésum inni og gefur þeim andrými til að kokka upp eins lygilega aðferð og mögulegt er til að græða pening? Svar: „Ofurdeild“ Evrópu í knattspyrnu. Á sunnudagskvöld staðfesti tylft evrópskra knattspyrnufélaga sálarleysi sitt með því að tilkynna umheiminum að það væri ekki nóg fyrir þau að vera moldrík, þau vildu verða viðurstyggilega rík. Félögin tólf hafa barist í bökkum frá því Covid-19 skaut fyrst upp kollinum - vilja þau meina allavega. Raunin er sú að félögin voru stórskuldug fyrir en vegna faraldursins „neyddist“ til að mynda eitt þeirra að segja upp 55 starfsmönnum. Nú horfir hins vegar til betri vegar þar sem eigendur liðanna hafa fundið leið til að græða fúlgur fjár sem mun reyndar bitna á um það bil öllum öðrum. Eitthvað sem þeim gæti ekki verið meira sama um. Eigendurnir fylgjast með úr fílabeinsturni sínum og kippa sér lítið upp við að almúginn sé að tjúllast vegna atburðarásarinnar sem hrundið var af stað á sunnudagskvöld. Svo lengi sem almenningur er ekki með krumlurnar í kökunni þeirra þá er eigendunum sama um allt og alla. Kakan er þeirra, þeirra eigin og allir aðrir geta bara bakað sína eigin köku og haldið sitt eigið partý. Tónlistarmaðurinn Bruce Springsteen hitti naglann á höfuðið árið 1978 þegar hann gaf út lagið Badlands, þar söng hann: „Poor man wanna be rich. Rich man wanna be king. And a king ain't satisfied 'til he rules everything.“ Var þetta ekki í fyrsta - og alls ekki síðasta - sem Stjórinn hitti naglann á höfiðið í textasmíð sinni. Þeir fátæku vilja vera ríkir, þeir ríku vilja konungar verða og konungar eru ekki sáttir fyrr en þeir stjórna einu og öllu. Þarna liggur hundurinn grafinn þegar kemur að ofurdeild Evrópu. Eigendur liðanna telja sig vera afkomendur guðanna líkt og konungar forðum daga. Þar af leiðandi telja þeir það guðdómlegan rétt sinn að stýra öllu því sem gerist innan knattspyrnuheimsins. Florentino Perez er formaður „ofurdeildar“ Evrópu.EPA-EFE/ANGEL DIAZ Eigendurnir telja það ósanngjarnt að knattspyrnusamband Evrópu deili peningunum sem félög þeirra skapa með öðrum - lægra settum - félögum innan sambandsins. Lausnin er sú að stofnuð hefur verið guðleg deild þar sem aðeins félög með tengingu við guðina fá að leika listir sínar. Sem betur fer. Ef horft er til úrslita helgarinnar þá gerðu lið guðanna til að mynda jafntefli við Getafe, Leeds United og Fulham á meðan eitt lá í valnum gegn Atalanta. Þau þurfa því að forðast fleiri leiki við lið almúgans þar sem guðleg ímynd þeirra gæti hrunið haldi úrslit sem þessi áfram að eiga sér stað. Another big performance it wasn t easy... we earned it pic.twitter.com/4F9y3oyHTm— Illan Meslier (@MeslierIllan) April 19, 2021 Það virðist sem guðirnir átti sig einfaldlega ekki á því að ef fólkið hættir að trúa þá hætta þeir að vera til. Trúarbrögð sem og lífið sjálft eru ekkert án fólksins. Mögulega var fílabeinsturninn orðinn það hár að hinir guðlegu eigendur hafi einfaldlega ekki séð til jarðar lengur. Hvort turninn muni riða til falls eður ei í kjölfar frétta gærdagsins á eftir að koma í ljós. Það er hins vegar ljóst að fjöldinn allur af fólki er að grandskoða trúarlegar skoðanir sínar þessa dagana og mun ekki taka svo glatt á móti konungi sínum er hann loks stígur niður úr fílabeinsturninum, hvenær svo sem það má vera. Fótbolti Ofurdeildin Utan vallar Tengdar fréttir Tólf knattspyrnufélög hafa staðfest að þau ætli sér að stofna ofurdeild Evrópu Orðrómar dagsins reyndust sannir. Í kvöld var staðfest að tólf lið séu svokallaðir „stofnmeðlimir“ í því sem á að verða ofurdeild Evrópu í knattspyrnu. 18. apríl 2021 23:04 Carragher og Neville brjálaðir út í sín félög og ofurdeildina: Vandræðalegt, skammarlegt og glæpsamlegt Jamie Carragher og Gary Neville eru ekki alltaf sammála en þeir hafa sömu skoðun á nýrri ofurdeild Evrópu. 19. apríl 2021 07:31 Liðin á bakvið ofurdeildina skuldug upp fyrir haus Í gærkvöld birtu tólf knattspyrnufélög drög að stofnun svokallaðrar ofurdeildar Evrópu. Þótt ástæðan sé sögð vera jákvæð fyrir framþróun fótboltans í heild sinni er ljóst að liðin munu hagnast gríðarlega. 19. apríl 2021 11:01 Fréttaskýring: Ofurdeild Evrópu Ofurdeild þetta, ofurdeild hitt. Heitasta umræðuefni dagsins er eðlilega títtnefnd ofurdeild Evrópu í knattspyrnu. Hér að neðan verður kafað ofan í hvað felst í hugmyndinni, hvernig henni verður háttað og almennt allt sem henni viðkemur. 19. apríl 2021 12:20 UEFA ætlar að banna leikmönnum í ofurdeildinni að spila með landsliðum Aleksandar Ceferin, forseti UEFA, ræddi um ofurdeild Evrópu á blaðamannafundi í dag. Þar sagði hann að leikmönnum sem myndu spila í deildinni yrði meina að taka þátt á HM og EM. 19. apríl 2021 12:45 KSÍ alfarið á móti ofurdeildinni og myndi styðja refsingu Knattspyrnusamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna áforma tólf af þekkustu knattspyrnufélögum Evrópu sem hyggjast koma Ofurdeildinni svokölluðu á fót. 19. apríl 2021 13:23 Forseti UEFA um Woodward og Agnelli: „Ég var lögmaður glæpamanna en hef aldrei séð fólk haga sér svona“ Aleksander Ceferin, forseti UEFA, fór vægast sagt hörðum orðum um Andrea Agnelli, forseta Juventus, og Ed Woodward, stjórnarformann Manchester United, á blaðamannafundi í dag og kallaði þá snáka og lygara. 19. apríl 2021 14:00 Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Fleiri fréttir Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Sjá meira
Svar: „Ofurdeild“ Evrópu í knattspyrnu. Á sunnudagskvöld staðfesti tylft evrópskra knattspyrnufélaga sálarleysi sitt með því að tilkynna umheiminum að það væri ekki nóg fyrir þau að vera moldrík, þau vildu verða viðurstyggilega rík. Félögin tólf hafa barist í bökkum frá því Covid-19 skaut fyrst upp kollinum - vilja þau meina allavega. Raunin er sú að félögin voru stórskuldug fyrir en vegna faraldursins „neyddist“ til að mynda eitt þeirra að segja upp 55 starfsmönnum. Nú horfir hins vegar til betri vegar þar sem eigendur liðanna hafa fundið leið til að græða fúlgur fjár sem mun reyndar bitna á um það bil öllum öðrum. Eitthvað sem þeim gæti ekki verið meira sama um. Eigendurnir fylgjast með úr fílabeinsturni sínum og kippa sér lítið upp við að almúginn sé að tjúllast vegna atburðarásarinnar sem hrundið var af stað á sunnudagskvöld. Svo lengi sem almenningur er ekki með krumlurnar í kökunni þeirra þá er eigendunum sama um allt og alla. Kakan er þeirra, þeirra eigin og allir aðrir geta bara bakað sína eigin köku og haldið sitt eigið partý. Tónlistarmaðurinn Bruce Springsteen hitti naglann á höfuðið árið 1978 þegar hann gaf út lagið Badlands, þar söng hann: „Poor man wanna be rich. Rich man wanna be king. And a king ain't satisfied 'til he rules everything.“ Var þetta ekki í fyrsta - og alls ekki síðasta - sem Stjórinn hitti naglann á höfiðið í textasmíð sinni. Þeir fátæku vilja vera ríkir, þeir ríku vilja konungar verða og konungar eru ekki sáttir fyrr en þeir stjórna einu og öllu. Þarna liggur hundurinn grafinn þegar kemur að ofurdeild Evrópu. Eigendur liðanna telja sig vera afkomendur guðanna líkt og konungar forðum daga. Þar af leiðandi telja þeir það guðdómlegan rétt sinn að stýra öllu því sem gerist innan knattspyrnuheimsins. Florentino Perez er formaður „ofurdeildar“ Evrópu.EPA-EFE/ANGEL DIAZ Eigendurnir telja það ósanngjarnt að knattspyrnusamband Evrópu deili peningunum sem félög þeirra skapa með öðrum - lægra settum - félögum innan sambandsins. Lausnin er sú að stofnuð hefur verið guðleg deild þar sem aðeins félög með tengingu við guðina fá að leika listir sínar. Sem betur fer. Ef horft er til úrslita helgarinnar þá gerðu lið guðanna til að mynda jafntefli við Getafe, Leeds United og Fulham á meðan eitt lá í valnum gegn Atalanta. Þau þurfa því að forðast fleiri leiki við lið almúgans þar sem guðleg ímynd þeirra gæti hrunið haldi úrslit sem þessi áfram að eiga sér stað. Another big performance it wasn t easy... we earned it pic.twitter.com/4F9y3oyHTm— Illan Meslier (@MeslierIllan) April 19, 2021 Það virðist sem guðirnir átti sig einfaldlega ekki á því að ef fólkið hættir að trúa þá hætta þeir að vera til. Trúarbrögð sem og lífið sjálft eru ekkert án fólksins. Mögulega var fílabeinsturninn orðinn það hár að hinir guðlegu eigendur hafi einfaldlega ekki séð til jarðar lengur. Hvort turninn muni riða til falls eður ei í kjölfar frétta gærdagsins á eftir að koma í ljós. Það er hins vegar ljóst að fjöldinn allur af fólki er að grandskoða trúarlegar skoðanir sínar þessa dagana og mun ekki taka svo glatt á móti konungi sínum er hann loks stígur niður úr fílabeinsturninum, hvenær svo sem það má vera.
Fótbolti Ofurdeildin Utan vallar Tengdar fréttir Tólf knattspyrnufélög hafa staðfest að þau ætli sér að stofna ofurdeild Evrópu Orðrómar dagsins reyndust sannir. Í kvöld var staðfest að tólf lið séu svokallaðir „stofnmeðlimir“ í því sem á að verða ofurdeild Evrópu í knattspyrnu. 18. apríl 2021 23:04 Carragher og Neville brjálaðir út í sín félög og ofurdeildina: Vandræðalegt, skammarlegt og glæpsamlegt Jamie Carragher og Gary Neville eru ekki alltaf sammála en þeir hafa sömu skoðun á nýrri ofurdeild Evrópu. 19. apríl 2021 07:31 Liðin á bakvið ofurdeildina skuldug upp fyrir haus Í gærkvöld birtu tólf knattspyrnufélög drög að stofnun svokallaðrar ofurdeildar Evrópu. Þótt ástæðan sé sögð vera jákvæð fyrir framþróun fótboltans í heild sinni er ljóst að liðin munu hagnast gríðarlega. 19. apríl 2021 11:01 Fréttaskýring: Ofurdeild Evrópu Ofurdeild þetta, ofurdeild hitt. Heitasta umræðuefni dagsins er eðlilega títtnefnd ofurdeild Evrópu í knattspyrnu. Hér að neðan verður kafað ofan í hvað felst í hugmyndinni, hvernig henni verður háttað og almennt allt sem henni viðkemur. 19. apríl 2021 12:20 UEFA ætlar að banna leikmönnum í ofurdeildinni að spila með landsliðum Aleksandar Ceferin, forseti UEFA, ræddi um ofurdeild Evrópu á blaðamannafundi í dag. Þar sagði hann að leikmönnum sem myndu spila í deildinni yrði meina að taka þátt á HM og EM. 19. apríl 2021 12:45 KSÍ alfarið á móti ofurdeildinni og myndi styðja refsingu Knattspyrnusamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna áforma tólf af þekkustu knattspyrnufélögum Evrópu sem hyggjast koma Ofurdeildinni svokölluðu á fót. 19. apríl 2021 13:23 Forseti UEFA um Woodward og Agnelli: „Ég var lögmaður glæpamanna en hef aldrei séð fólk haga sér svona“ Aleksander Ceferin, forseti UEFA, fór vægast sagt hörðum orðum um Andrea Agnelli, forseta Juventus, og Ed Woodward, stjórnarformann Manchester United, á blaðamannafundi í dag og kallaði þá snáka og lygara. 19. apríl 2021 14:00 Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Fleiri fréttir Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Sjá meira
Tólf knattspyrnufélög hafa staðfest að þau ætli sér að stofna ofurdeild Evrópu Orðrómar dagsins reyndust sannir. Í kvöld var staðfest að tólf lið séu svokallaðir „stofnmeðlimir“ í því sem á að verða ofurdeild Evrópu í knattspyrnu. 18. apríl 2021 23:04
Carragher og Neville brjálaðir út í sín félög og ofurdeildina: Vandræðalegt, skammarlegt og glæpsamlegt Jamie Carragher og Gary Neville eru ekki alltaf sammála en þeir hafa sömu skoðun á nýrri ofurdeild Evrópu. 19. apríl 2021 07:31
Liðin á bakvið ofurdeildina skuldug upp fyrir haus Í gærkvöld birtu tólf knattspyrnufélög drög að stofnun svokallaðrar ofurdeildar Evrópu. Þótt ástæðan sé sögð vera jákvæð fyrir framþróun fótboltans í heild sinni er ljóst að liðin munu hagnast gríðarlega. 19. apríl 2021 11:01
Fréttaskýring: Ofurdeild Evrópu Ofurdeild þetta, ofurdeild hitt. Heitasta umræðuefni dagsins er eðlilega títtnefnd ofurdeild Evrópu í knattspyrnu. Hér að neðan verður kafað ofan í hvað felst í hugmyndinni, hvernig henni verður háttað og almennt allt sem henni viðkemur. 19. apríl 2021 12:20
UEFA ætlar að banna leikmönnum í ofurdeildinni að spila með landsliðum Aleksandar Ceferin, forseti UEFA, ræddi um ofurdeild Evrópu á blaðamannafundi í dag. Þar sagði hann að leikmönnum sem myndu spila í deildinni yrði meina að taka þátt á HM og EM. 19. apríl 2021 12:45
KSÍ alfarið á móti ofurdeildinni og myndi styðja refsingu Knattspyrnusamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna áforma tólf af þekkustu knattspyrnufélögum Evrópu sem hyggjast koma Ofurdeildinni svokölluðu á fót. 19. apríl 2021 13:23
Forseti UEFA um Woodward og Agnelli: „Ég var lögmaður glæpamanna en hef aldrei séð fólk haga sér svona“ Aleksander Ceferin, forseti UEFA, fór vægast sagt hörðum orðum um Andrea Agnelli, forseta Juventus, og Ed Woodward, stjórnarformann Manchester United, á blaðamannafundi í dag og kallaði þá snáka og lygara. 19. apríl 2021 14:00