Neville um Klopp: „Veit ekki af hverju hann er með mig á heilanum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2021 07:30 Jürgen Klopp var ekki sáttur með ummæli Garys Neville um Liverpool og ofurdeildina. getty/Lee Smith Jürgen Klopp gagnrýndi Gary Neville fyrir ummæli hans um Liverpool og ofurdeildina eftir jafnteflið gegn Leeds United í ensku úrvalsdeildinni í gær. Neville svaraði með því að segja að Klopp væri með hann á heilanum. Neville hélt mikla eldræðu á Sky Sports á sunnudaginn þar sem hann gagnrýndi Liverpool og Manchester United fyrir aðkomu þeirra að ofurdeildinni umdeildu. Hann minntist á stuðningsmannalag Liverpool, „You'll Never Walk Alone“, sem virtist fara fyrir brjóstið á Klopp. „Gary Neville talar um „You'll Never Walk Alone“, það ætti allavega að vera bannað, ef ég á að vera hreinskilinn. Við eigum rétt á að syngja þetta lag. Þetta er okkar lag, ekki hans lag. Hann skilur þetta hvort sem er ekki,“ sagði Klopp eftir leikinn á Elland Road í gær. „Ég vildi að Gary Neville væri einhvern tímann í heita sætinu en ekki alls staðar þar sem peningarnir eru. Hann var hjá Manchester United og er núna hjá Sky Sports þar sem mestu fjármunirnir eru. Ekki gleyma því að við höfum ekkert með þetta [ofurdeildina] að gera. Við erum í sömu stöðu og þið, erum nýbúnir að frétta af þessu og þurfum samt að halda áfram að spila.“ Neville svaraði Klopp í Monday Night Football á Sky Sports og sagðist ekki vita hvað Þjóðverjanum gengi til. Hann væri á hans bandi. „Af hverju er þetta ekki sanngjarnt? Ég hef móðgað Liverpool nógu oft í gegnum árin en gærdagurinn snerist ekkert um það. Ég veit ekki af hverju hann er með mig á heilanum, ef ég á að segja eins og er,“ sagði Neville. „Ég veit ekki hvað fór svona í hann. Þetta var ástríðufull málsvörn fyrir fótboltann. Ég varð fyrir mestum vonbrigðum með Liverpool og Manchester United. Ég hef gagnrýnt bæði félög jafn mikið síðasta sólarhringinn.“ Neville bætti við að hann væri mikill aðdáandi Klopps og liðanna hans og hann hefði gert frábæra hluti hjá Liverpool. Eigendur félagsins hefðu hins vegar sett hann í afar erfiða stöðu með því að taka þátt í stofnun ofurdeildinnar. Enski boltinn Ofurdeildin Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Chelsea - West Ham | Bæði lið í stuði Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Sjá meira
Neville hélt mikla eldræðu á Sky Sports á sunnudaginn þar sem hann gagnrýndi Liverpool og Manchester United fyrir aðkomu þeirra að ofurdeildinni umdeildu. Hann minntist á stuðningsmannalag Liverpool, „You'll Never Walk Alone“, sem virtist fara fyrir brjóstið á Klopp. „Gary Neville talar um „You'll Never Walk Alone“, það ætti allavega að vera bannað, ef ég á að vera hreinskilinn. Við eigum rétt á að syngja þetta lag. Þetta er okkar lag, ekki hans lag. Hann skilur þetta hvort sem er ekki,“ sagði Klopp eftir leikinn á Elland Road í gær. „Ég vildi að Gary Neville væri einhvern tímann í heita sætinu en ekki alls staðar þar sem peningarnir eru. Hann var hjá Manchester United og er núna hjá Sky Sports þar sem mestu fjármunirnir eru. Ekki gleyma því að við höfum ekkert með þetta [ofurdeildina] að gera. Við erum í sömu stöðu og þið, erum nýbúnir að frétta af þessu og þurfum samt að halda áfram að spila.“ Neville svaraði Klopp í Monday Night Football á Sky Sports og sagðist ekki vita hvað Þjóðverjanum gengi til. Hann væri á hans bandi. „Af hverju er þetta ekki sanngjarnt? Ég hef móðgað Liverpool nógu oft í gegnum árin en gærdagurinn snerist ekkert um það. Ég veit ekki af hverju hann er með mig á heilanum, ef ég á að segja eins og er,“ sagði Neville. „Ég veit ekki hvað fór svona í hann. Þetta var ástríðufull málsvörn fyrir fótboltann. Ég varð fyrir mestum vonbrigðum með Liverpool og Manchester United. Ég hef gagnrýnt bæði félög jafn mikið síðasta sólarhringinn.“ Neville bætti við að hann væri mikill aðdáandi Klopps og liðanna hans og hann hefði gert frábæra hluti hjá Liverpool. Eigendur félagsins hefðu hins vegar sett hann í afar erfiða stöðu með því að taka þátt í stofnun ofurdeildinnar.
Enski boltinn Ofurdeildin Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Chelsea - West Ham | Bæði lið í stuði Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Sjá meira