Frammistaða Samgöngustofu í eftirliti með WOW hafði áhrif á að staða forstjóra var auglýst Heimir Már Pétursson skrifar 20. apríl 2021 19:20 Ríkisendurskoðun gagnrýnir frammistöðu Samgöngustofu í eftirliti með WOW Air rúma síðasta árið sem félagið starfaði fyrir gjaldþrot í lok mars 2019. Vísir/Vilhelm Samgönguráðherra segir ófullnægjandi framgöngu Samgöngustofu í eftirliti með fjárhagsstöðu WOW Air hafa haft áhrif á ákvörðun hans um að auglýsa stöðu forstjóra stofnunarinnar lausa til umsóknar. Þáverandi forstjóri var einn umsækjenda en var ekki endurráðinn. Strax í lok árs 2017 var farið að bera á vanskilum WOW Air með gjöld til Ísavia. Þrátt fyrir einhverjar innborganir samkvæmt nýtti skýrslu Ríkisendurskoðunar uxu skuldirnar hratt og námu ríflega tvimur milljörðum þegar WOW varð gjaldþrota hinn 28. mars árið 2019. Gjaldþrotið hafði mikil áhrif á stöðu þjóðarbúsins. Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar óskaði samgönguráðuneytið eftir upplýsingum frá Samgöngustofu í maí 2018 um hvernig eftirliti hennar með WOW væri háttað. Nauðsynlegar breytingar á eftirlitinu hafi ekki náð fram að ganga þegar komið var fram í ágúst það ár. Sigurður Ingi Jóhannsson var augljóslega ekki ánægður með slægt eftirlit Samgöngustofu með WOW Air allt frá árinu 2017 fram að haustinu 2018.Vísir/Vilhelm Ráðuneytið sendi Samgöngustofu leiðbeiningar og fyrirmæli í byrjun september 2018 en Samgöngustofa gaf ráðuneytinu eftir það misvísandi og rangar upplýsingar um stöðu mála. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir Ísavia sjálfstætt félaga og Samgöngustofa sé sjálfstæð í sínum störfum. „En við bentum á að eftirlit með fjárhagsstöðunni væri ekki eins og við töldum eðlilegt. Það er að segja verklagið. En eftirlitið er í höndum Samgöngustofu. Við getum ekki verið að hlutast til um það hvernig það er unnið en við getum hlutast til um að það sé unnið,“ segir samgönguráðherra. Um fimm mánuðum síðar var staða forstjóra Samgöngustofu auglýst laus til umsóknar að loknum fimm ára skipunartíma Þórólfs Árnasonar. Hann sóttist eftir að gegna embættinu áfram en annar var ráðinn í hans stað. „Það var heildstætt mat mitt að taka ákvörðun um að auglýsa það starf. En augljóslega var þetta einn af þeim þáttum sem kom til álita við það heildstæða mat,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Staðan hafi síðan verið auglýst og fólk sótt um hana. WOW Air Samgöngur Stjórnsýsla Tengdar fréttir WOW-skýrslan áfellisdómur yfir stjórnsýslunni Skýrsla ríkisendurskoðunar um fall WOW air er áfellisdómur yfir stjórnsýslunni að mati þingmanns Samfylkingarinnar. Samgöngustofa fær harða útreið og er sögð hafa starfað með viðskiptalega hagsmuni félagsins að leiðarljósi. 15. apríl 2021 13:33 Samgöngustofa veitti röng og misvísandi svör þegar WOW air var í basli Samgöngustofa er gagnrýnd harðlega í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar á falli WOW air. Viðskiptalegir hagsmunir flugfélagsins virðist í einhverjum tilvikum hafa verið hafðir að leiðarljósi. 14. apríl 2021 15:08 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Strax í lok árs 2017 var farið að bera á vanskilum WOW Air með gjöld til Ísavia. Þrátt fyrir einhverjar innborganir samkvæmt nýtti skýrslu Ríkisendurskoðunar uxu skuldirnar hratt og námu ríflega tvimur milljörðum þegar WOW varð gjaldþrota hinn 28. mars árið 2019. Gjaldþrotið hafði mikil áhrif á stöðu þjóðarbúsins. Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar óskaði samgönguráðuneytið eftir upplýsingum frá Samgöngustofu í maí 2018 um hvernig eftirliti hennar með WOW væri háttað. Nauðsynlegar breytingar á eftirlitinu hafi ekki náð fram að ganga þegar komið var fram í ágúst það ár. Sigurður Ingi Jóhannsson var augljóslega ekki ánægður með slægt eftirlit Samgöngustofu með WOW Air allt frá árinu 2017 fram að haustinu 2018.Vísir/Vilhelm Ráðuneytið sendi Samgöngustofu leiðbeiningar og fyrirmæli í byrjun september 2018 en Samgöngustofa gaf ráðuneytinu eftir það misvísandi og rangar upplýsingar um stöðu mála. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir Ísavia sjálfstætt félaga og Samgöngustofa sé sjálfstæð í sínum störfum. „En við bentum á að eftirlit með fjárhagsstöðunni væri ekki eins og við töldum eðlilegt. Það er að segja verklagið. En eftirlitið er í höndum Samgöngustofu. Við getum ekki verið að hlutast til um það hvernig það er unnið en við getum hlutast til um að það sé unnið,“ segir samgönguráðherra. Um fimm mánuðum síðar var staða forstjóra Samgöngustofu auglýst laus til umsóknar að loknum fimm ára skipunartíma Þórólfs Árnasonar. Hann sóttist eftir að gegna embættinu áfram en annar var ráðinn í hans stað. „Það var heildstætt mat mitt að taka ákvörðun um að auglýsa það starf. En augljóslega var þetta einn af þeim þáttum sem kom til álita við það heildstæða mat,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Staðan hafi síðan verið auglýst og fólk sótt um hana.
WOW Air Samgöngur Stjórnsýsla Tengdar fréttir WOW-skýrslan áfellisdómur yfir stjórnsýslunni Skýrsla ríkisendurskoðunar um fall WOW air er áfellisdómur yfir stjórnsýslunni að mati þingmanns Samfylkingarinnar. Samgöngustofa fær harða útreið og er sögð hafa starfað með viðskiptalega hagsmuni félagsins að leiðarljósi. 15. apríl 2021 13:33 Samgöngustofa veitti röng og misvísandi svör þegar WOW air var í basli Samgöngustofa er gagnrýnd harðlega í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar á falli WOW air. Viðskiptalegir hagsmunir flugfélagsins virðist í einhverjum tilvikum hafa verið hafðir að leiðarljósi. 14. apríl 2021 15:08 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
WOW-skýrslan áfellisdómur yfir stjórnsýslunni Skýrsla ríkisendurskoðunar um fall WOW air er áfellisdómur yfir stjórnsýslunni að mati þingmanns Samfylkingarinnar. Samgöngustofa fær harða útreið og er sögð hafa starfað með viðskiptalega hagsmuni félagsins að leiðarljósi. 15. apríl 2021 13:33
Samgöngustofa veitti röng og misvísandi svör þegar WOW air var í basli Samgöngustofa er gagnrýnd harðlega í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar á falli WOW air. Viðskiptalegir hagsmunir flugfélagsins virðist í einhverjum tilvikum hafa verið hafðir að leiðarljósi. 14. apríl 2021 15:08