Rúmlega 2.000 vilja nýsjálensku leiðina á Íslandi Snorri Másson skrifar 20. apríl 2021 22:07 Sýnataka vegna Covid-19 hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag. Fleiri hundruð eru í sóttkví. Vísir/Vilhelm Rúmlega 2.000 manns hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem skorað er á stjórnvöld að taka upp „nýsjálensku leiðina“ í sóttvörnum landsins. Sú leið fæli að sögn ábyrgðarmanna átaksins í sér að herða reglur á landamærum í stað þess að slaka á, eins og stefnt sé að með vorinu. Undirskriftasöfnunin hófst fyrir um tveimur vikum, eða um það leyti sem úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur birtist um að skyldudvöl á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt ráðstöfun. Síðan hefur þátttakendum fjölgað jafnt og þétt. Við landamæri Nýja-Sjálands þurfa farþegar frá öllum löndum nema Ástralíu að fara í tveggja vikna sóttkví með eftirliti og skimunum áður en þeim er hleypt inn í samfélagið. Árangurinn er mikill og ekkert samfélagssmit hefur greinst frá því í febrúar. „Ef nýsjálenska leiðin væri tekin upp gætum við lifað eins og venjan er með skólastarf, menningar- og íþróttalíf í blóma. Veitingahús, barir, tónlistarsalir, líkamsræktarstöðvar og íþróttaleikvangar iðandi af lífi. Verslun og viðskipti væri nánast með eðlilegum hætti og fólk gæti ferðast óheft innanlands í sumar. Þessu er öllu verið að fórna ef ekki verður gripið til harðari aðgerða,“ segir á síðu undirskriftarsöfnunarinnar. Eins og sjá má af þessu grafi af upplýsingasíðu nýsjálenskra stjórnvalda um Covid-19, hefur veiran aldrei náð sér almennilega á strik eftir fyrstu bylgju.health.govt.nz Ríkisstjórnin boðaði í dag frumvarp sem á að skapa heimild til að skikka fólk til dvalar á sóttkvíarhóteli ef það kemur frá landi þar sem nýgengi smita er yfir 1.000 á hverja 100.000 íbúa síðustu tvær vikur. Þetta gildir um fjögur lönd. Enn hefur mikill meirihluti ferðamanna sem hingað kemur þó kost á að sleppa við dvöl á sóttkvíarhóteli með því að sækja um undanþágu. Facebook-síðan Veirulaust sumar hefur birt uppfærslur á stöðu undirskriftasöfnunarinnar. Þótt nýsjálenska leiðin verður tekin upp þá er landið ekki lokað. Það má ferðast til andsins en það þarf að sýna 72 tíma...Posted by Veirulaust sumar on Þriðjudagur, 20. apríl 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Icelandair hvetur túrista til að koma að skoða eldgosið á Times Square Flugfélagið Icelandair auglýsir nú á Times Square á miðri Manhattan í New York, þar sem fólk er hvatt til þess að bóka sér ferð til Íslands til að skoða eldgosið í Geldingadölum. 20. apríl 2021 21:22 Þórólfur segir breytingar taka á vandanum við landamærin Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lýsir yfir ánægju með breyttar ráðstafanir á landamærunum, sem ríkisstjórnin boðaði á blaðamannafundi fyrr í dag. Í þeim felst að farþegar frá fjórum löndum verða skikkaðir án undantekninga til dvalar á sóttkvíarhóteli þegar ný lög hafa hlotið samþykki. 20. apríl 2021 20:13 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Undirskriftasöfnunin hófst fyrir um tveimur vikum, eða um það leyti sem úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur birtist um að skyldudvöl á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt ráðstöfun. Síðan hefur þátttakendum fjölgað jafnt og þétt. Við landamæri Nýja-Sjálands þurfa farþegar frá öllum löndum nema Ástralíu að fara í tveggja vikna sóttkví með eftirliti og skimunum áður en þeim er hleypt inn í samfélagið. Árangurinn er mikill og ekkert samfélagssmit hefur greinst frá því í febrúar. „Ef nýsjálenska leiðin væri tekin upp gætum við lifað eins og venjan er með skólastarf, menningar- og íþróttalíf í blóma. Veitingahús, barir, tónlistarsalir, líkamsræktarstöðvar og íþróttaleikvangar iðandi af lífi. Verslun og viðskipti væri nánast með eðlilegum hætti og fólk gæti ferðast óheft innanlands í sumar. Þessu er öllu verið að fórna ef ekki verður gripið til harðari aðgerða,“ segir á síðu undirskriftarsöfnunarinnar. Eins og sjá má af þessu grafi af upplýsingasíðu nýsjálenskra stjórnvalda um Covid-19, hefur veiran aldrei náð sér almennilega á strik eftir fyrstu bylgju.health.govt.nz Ríkisstjórnin boðaði í dag frumvarp sem á að skapa heimild til að skikka fólk til dvalar á sóttkvíarhóteli ef það kemur frá landi þar sem nýgengi smita er yfir 1.000 á hverja 100.000 íbúa síðustu tvær vikur. Þetta gildir um fjögur lönd. Enn hefur mikill meirihluti ferðamanna sem hingað kemur þó kost á að sleppa við dvöl á sóttkvíarhóteli með því að sækja um undanþágu. Facebook-síðan Veirulaust sumar hefur birt uppfærslur á stöðu undirskriftasöfnunarinnar. Þótt nýsjálenska leiðin verður tekin upp þá er landið ekki lokað. Það má ferðast til andsins en það þarf að sýna 72 tíma...Posted by Veirulaust sumar on Þriðjudagur, 20. apríl 2021
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Icelandair hvetur túrista til að koma að skoða eldgosið á Times Square Flugfélagið Icelandair auglýsir nú á Times Square á miðri Manhattan í New York, þar sem fólk er hvatt til þess að bóka sér ferð til Íslands til að skoða eldgosið í Geldingadölum. 20. apríl 2021 21:22 Þórólfur segir breytingar taka á vandanum við landamærin Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lýsir yfir ánægju með breyttar ráðstafanir á landamærunum, sem ríkisstjórnin boðaði á blaðamannafundi fyrr í dag. Í þeim felst að farþegar frá fjórum löndum verða skikkaðir án undantekninga til dvalar á sóttkvíarhóteli þegar ný lög hafa hlotið samþykki. 20. apríl 2021 20:13 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Icelandair hvetur túrista til að koma að skoða eldgosið á Times Square Flugfélagið Icelandair auglýsir nú á Times Square á miðri Manhattan í New York, þar sem fólk er hvatt til þess að bóka sér ferð til Íslands til að skoða eldgosið í Geldingadölum. 20. apríl 2021 21:22
Þórólfur segir breytingar taka á vandanum við landamærin Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lýsir yfir ánægju með breyttar ráðstafanir á landamærunum, sem ríkisstjórnin boðaði á blaðamannafundi fyrr í dag. Í þeim felst að farþegar frá fjórum löndum verða skikkaðir án undantekninga til dvalar á sóttkvíarhóteli þegar ný lög hafa hlotið samþykki. 20. apríl 2021 20:13