Um sautján börn á flótta hverfa daglega í Evrópu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. apríl 2021 09:00 Um er að ræða börn sem eru ein á ferð. epa/Valdrin Xhemaj Að minnsta kosti 180 þúsund börn á flótta hafa horfið eftir að hafa komið til Evrópulanda á borð við Grikkland, Ítalíu og Þýskaland. Alls var 18.292 flóttabarna, sem voru ekki í fylgd með fullorðnum, saknað árin 2018 til 2020. Þetta jafngildir sautján börnum á dag. Rannsókn Guardian og blaðamannasamstarfsins Lost in Europe leiddi í ljós að árið 2020 hurfu 5.768 börn í þrettán Evrópuríkjum. Flest þeirra barna sem hafa horfið síðustu þrjú ár komu til Evrópu frá Marokkó, Algeríu, Eritríu, Gíneu og Afganistan. Um 90 prósent þeirra voru drengir og einn af sex yngri en 15 ára. Samkvæmt Guardian er fjöldi horfinna flóttabarna líklega hærri þar sem skráningu er afar ábótavant. Þannig fengust engar upplýsingar um horfin flóttabörn á eigin vegum frá Danmörku, Frakklandi og Bretlandi. Federica Toscano, yfirmaður hjá Missing Children Europe, segir gögnin benda til umfangs þess vanda sem blasir við í Evrópu og fjöldinn endurspegli barnaverndarkerfi sem séu ekki að virka. Rannsóknin leiddi í ljós að í mars 2019 hurfu að minnsta kosti 60 víetnömsk börn úr skýlum í Hollandi en þarlend yfirvöld grunar að þau hafi verið seld mansali til Bretlands og látin vinna á naglasnyrtistofum og við kannabisframleiðslu. Næstum öll ríkin reyndust hafa verklag fyrir það þegar börn á flótta hyrfu en verulega vantaði upp á að það virkaði. Vandamálin fólust meðal annars í því að tilkynningum var ekki fylgt eftir og takmörkuð samvinna á milli lögreglu og innflytjendayfirvalda og barnaverndarnefnda. „Afar lítið er skráð í skýrslu um flóttabarn sem er saknað,“ segir Toscano. „Og of oft er gert ráð fyrir að barnið sé öruggt í öðru ríki, þrátt fyrir að samvinna þvert á landamærin sé nánast engin í þessum málum.“ Umfjöllun Guardian. Flóttamenn Evrópusambandið Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Þetta jafngildir sautján börnum á dag. Rannsókn Guardian og blaðamannasamstarfsins Lost in Europe leiddi í ljós að árið 2020 hurfu 5.768 börn í þrettán Evrópuríkjum. Flest þeirra barna sem hafa horfið síðustu þrjú ár komu til Evrópu frá Marokkó, Algeríu, Eritríu, Gíneu og Afganistan. Um 90 prósent þeirra voru drengir og einn af sex yngri en 15 ára. Samkvæmt Guardian er fjöldi horfinna flóttabarna líklega hærri þar sem skráningu er afar ábótavant. Þannig fengust engar upplýsingar um horfin flóttabörn á eigin vegum frá Danmörku, Frakklandi og Bretlandi. Federica Toscano, yfirmaður hjá Missing Children Europe, segir gögnin benda til umfangs þess vanda sem blasir við í Evrópu og fjöldinn endurspegli barnaverndarkerfi sem séu ekki að virka. Rannsóknin leiddi í ljós að í mars 2019 hurfu að minnsta kosti 60 víetnömsk börn úr skýlum í Hollandi en þarlend yfirvöld grunar að þau hafi verið seld mansali til Bretlands og látin vinna á naglasnyrtistofum og við kannabisframleiðslu. Næstum öll ríkin reyndust hafa verklag fyrir það þegar börn á flótta hyrfu en verulega vantaði upp á að það virkaði. Vandamálin fólust meðal annars í því að tilkynningum var ekki fylgt eftir og takmörkuð samvinna á milli lögreglu og innflytjendayfirvalda og barnaverndarnefnda. „Afar lítið er skráð í skýrslu um flóttabarn sem er saknað,“ segir Toscano. „Og of oft er gert ráð fyrir að barnið sé öruggt í öðru ríki, þrátt fyrir að samvinna þvert á landamærin sé nánast engin í þessum málum.“ Umfjöllun Guardian.
Flóttamenn Evrópusambandið Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira