Eldgosið í eldlínunni í vinsælasta morgunþætti Bandaríkjanna Snorri Másson skrifar 21. apríl 2021 15:54 Good Morning America er vinsælasti morgunþáttur í Bandaríkjunum. GMA Sjónvarpsþátturinn „Good Morning America“ hjá sjónvarpsstöðinni ABC News bauð upp á ýtarlega umfjöllun um eldgosið í Fagradalsfjalli í þætti dagsins. Þátturinn er einn allra vinsælasti fréttaþáttur í Bandaríkjunum og hann er langsamlega vinsælasti morgunþátturinn. Blaðamaður þáttarins, Will Reeve, var í beinni útsendingu frá gosstöðvunum, að sjálfsögðu samviskusamlega bólusettur og með gasgrímu til vonar og vara. „Þetta er magnað. Ég er ekki viss um að orð eða myndir geti miðlað því með fullnægjandi hætti hve stórbrotið sjónarspil þetta er,“ segir Reeve í samtali við kollega sinn. Yfirskrift umfjöllunarinnar er: „Vísindamenn flykkjast til Íslands til að berja sjaldgæft eldgos á Íslandi augum.“ Ásamt því sem fjallað er um áhrif gossins á jörðina í kring, er talað um að það geti veitt þeim upplýsingar um aðrar plánetur, eins og Mars. Reeve leitar fanga víða. Hann ræðir við sérfræðinga Veðurstofu Íslands, þær Söru Barsotti, fagstjóra eldfjallavár, og Melissu Anne Pfeffer, sérfræðing á sviði gasdreifingar. Sara og Melissa eru hluti af stórum hópi sérfræðinga á Veðurstofunni og annarra vísindamanna sem hafa fylgst náið með virkninni á Reykjanesskaga sem má segja að hafi byrjað rúmu ári áður en til eldgoss kom. Rúmar fimm milljónir horfa á Good Morning America á hverjum degi, samkvæmt mælingum vestanhafs. Áhugi áhorfenda á íslenskum eldgosum mun vera nokkur, enda gerði þátturinn eldgosinu í Holuhrauni 2014 einnig góð skil. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Bandaríkin Ferðamennska á Íslandi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Icelandair hvetur túrista til að koma að skoða eldgosið á Times Square Flugfélagið Icelandair auglýsir nú á Times Square á miðri Manhattan í New York, þar sem fólk er hvatt til þess að bóka sér ferð til Íslands til að skoða eldgosið í Geldingadölum. 20. apríl 2021 21:22 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Sjá meira
Blaðamaður þáttarins, Will Reeve, var í beinni útsendingu frá gosstöðvunum, að sjálfsögðu samviskusamlega bólusettur og með gasgrímu til vonar og vara. „Þetta er magnað. Ég er ekki viss um að orð eða myndir geti miðlað því með fullnægjandi hætti hve stórbrotið sjónarspil þetta er,“ segir Reeve í samtali við kollega sinn. Yfirskrift umfjöllunarinnar er: „Vísindamenn flykkjast til Íslands til að berja sjaldgæft eldgos á Íslandi augum.“ Ásamt því sem fjallað er um áhrif gossins á jörðina í kring, er talað um að það geti veitt þeim upplýsingar um aðrar plánetur, eins og Mars. Reeve leitar fanga víða. Hann ræðir við sérfræðinga Veðurstofu Íslands, þær Söru Barsotti, fagstjóra eldfjallavár, og Melissu Anne Pfeffer, sérfræðing á sviði gasdreifingar. Sara og Melissa eru hluti af stórum hópi sérfræðinga á Veðurstofunni og annarra vísindamanna sem hafa fylgst náið með virkninni á Reykjanesskaga sem má segja að hafi byrjað rúmu ári áður en til eldgoss kom. Rúmar fimm milljónir horfa á Good Morning America á hverjum degi, samkvæmt mælingum vestanhafs. Áhugi áhorfenda á íslenskum eldgosum mun vera nokkur, enda gerði þátturinn eldgosinu í Holuhrauni 2014 einnig góð skil.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Bandaríkin Ferðamennska á Íslandi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Icelandair hvetur túrista til að koma að skoða eldgosið á Times Square Flugfélagið Icelandair auglýsir nú á Times Square á miðri Manhattan í New York, þar sem fólk er hvatt til þess að bóka sér ferð til Íslands til að skoða eldgosið í Geldingadölum. 20. apríl 2021 21:22 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Sjá meira
Icelandair hvetur túrista til að koma að skoða eldgosið á Times Square Flugfélagið Icelandair auglýsir nú á Times Square á miðri Manhattan í New York, þar sem fólk er hvatt til þess að bóka sér ferð til Íslands til að skoða eldgosið í Geldingadölum. 20. apríl 2021 21:22