Sveitarstjóri ósáttur með uppsögn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. apríl 2021 20:01 Þorgeir Pálsson, fyrrverandi sveitarstjóri Strandabyggðar. Vísir/Vilhelm Sveitarstjórn Strandabyggðar sagði í gær Þorgeiri Pálssyni, sveitarstjóra, upp störfum. Hann segist íhuga það alvarlega að taka málið lengra og skoða réttarstöðu sína en honum var gert ljóst í gær að hann þyrfti annað hvort að segja upp störfum eða honum yrði sagt upp. „Þau starfslok sem fulltrúi sveitarstjórnar Strandabyggðar bauð mér voru óásættanleg af minni hálfu,“ skrifar Þorgeir í yfirlýsingu sem birt var á strandir.is í dag. Hann segist ekki hafa séð ástæðu fyrir því að segja upp störfum, hann ætti enn margt eftir og segist ekki hafa gert neitt annað en að framfylgja skyldum sínum og hlutverki sem sveitarstjóri. „Þessi ákvörðun sveitarstjórnar kom mér á óvart, ég varð að viðurkenna það. Vissulega hefur okkur greint á í vissum málum og þá fyrst og fremst málum sem snúa að hagsmunagæslu sveitarstjórnarfulltrúa og varamanna, óheppilegum og óæskilegum tengingum þeirra við styrkúthlutanir og aðra ráðstöfun fjármagns eða eigna sveitarfélagsins,“ skrifar Þorgeir. Segir heildarhagsmuni sveitarfélagsins eiga að ganga fyrir sérhagsmunum Þorgeir segir að sumar ákvarðanirnar hafi stangast á við sveitarstjórnarlög, samþykktir Strandabyggðar og siðareglur hennar. Það beinist fyrst og fremst ákvörðunum og embættisfærslum sem varði fjármuni og eignir sveitarfélagsins. Þá sérstaklega hvað varði styrkveitingar til stofnanna sem tengist einstaka sveitarstjórnarfulltrúum. „Eðli málsins samkvæmt eiga heildarhagsmunir sveitarfélagsins alltaf að koma framar sérhagsmunum,“ skrifar Þorgeir. Hann segist hafa verið þeirrar skoðunar að sveitarfélagið hefði ekki efni á að veita styrki árið 2021 en að sveitarstjórnin hafi verið á öðru máli. Engin rök færð fyrir uppsögninni Þorgeir segir að sveitarstjórnin hafi ekki fært nein bein rök fyrir uppsögn hans. Í tilkynningu sveitarstjórnar vegna uppsagnarinnar sagði hins vegar að „ólík sýn á stjórnun og málefni“ hafi leitt til þess að ekki væri grundvöllur fyrir áframhaldandi störfum Þorgeirs. Honum hafi því verið sagt upp og gert að tæma skrifstofu sína fyrir vikulok. „Það er óvægin útreið fyrir litlar útskýrðar sakir. Hafi sveitarstjórn í raun haft áhuga á að bæta samskipti samvinnu og efla starfsanda, má geta þess að 31. desember 2019 skrifaði ég sveitarstjórn einlægt bréf, þar sem ég bað um fund til að ræða bætt samskipti, aukna samvinnu, upplýsingaflæði og fleira. Enginn sveitarstjórnarfulltrúi svaraði þessum pósti, sem segir sitt,“ skrifar Þorgeir. Strandabyggð Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Sjá meira
„Þau starfslok sem fulltrúi sveitarstjórnar Strandabyggðar bauð mér voru óásættanleg af minni hálfu,“ skrifar Þorgeir í yfirlýsingu sem birt var á strandir.is í dag. Hann segist ekki hafa séð ástæðu fyrir því að segja upp störfum, hann ætti enn margt eftir og segist ekki hafa gert neitt annað en að framfylgja skyldum sínum og hlutverki sem sveitarstjóri. „Þessi ákvörðun sveitarstjórnar kom mér á óvart, ég varð að viðurkenna það. Vissulega hefur okkur greint á í vissum málum og þá fyrst og fremst málum sem snúa að hagsmunagæslu sveitarstjórnarfulltrúa og varamanna, óheppilegum og óæskilegum tengingum þeirra við styrkúthlutanir og aðra ráðstöfun fjármagns eða eigna sveitarfélagsins,“ skrifar Þorgeir. Segir heildarhagsmuni sveitarfélagsins eiga að ganga fyrir sérhagsmunum Þorgeir segir að sumar ákvarðanirnar hafi stangast á við sveitarstjórnarlög, samþykktir Strandabyggðar og siðareglur hennar. Það beinist fyrst og fremst ákvörðunum og embættisfærslum sem varði fjármuni og eignir sveitarfélagsins. Þá sérstaklega hvað varði styrkveitingar til stofnanna sem tengist einstaka sveitarstjórnarfulltrúum. „Eðli málsins samkvæmt eiga heildarhagsmunir sveitarfélagsins alltaf að koma framar sérhagsmunum,“ skrifar Þorgeir. Hann segist hafa verið þeirrar skoðunar að sveitarfélagið hefði ekki efni á að veita styrki árið 2021 en að sveitarstjórnin hafi verið á öðru máli. Engin rök færð fyrir uppsögninni Þorgeir segir að sveitarstjórnin hafi ekki fært nein bein rök fyrir uppsögn hans. Í tilkynningu sveitarstjórnar vegna uppsagnarinnar sagði hins vegar að „ólík sýn á stjórnun og málefni“ hafi leitt til þess að ekki væri grundvöllur fyrir áframhaldandi störfum Þorgeirs. Honum hafi því verið sagt upp og gert að tæma skrifstofu sína fyrir vikulok. „Það er óvægin útreið fyrir litlar útskýrðar sakir. Hafi sveitarstjórn í raun haft áhuga á að bæta samskipti samvinnu og efla starfsanda, má geta þess að 31. desember 2019 skrifaði ég sveitarstjórn einlægt bréf, þar sem ég bað um fund til að ræða bætt samskipti, aukna samvinnu, upplýsingaflæði og fleira. Enginn sveitarstjórnarfulltrúi svaraði þessum pósti, sem segir sitt,“ skrifar Þorgeir.
Strandabyggð Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Sjá meira