Sýrland: Bóluefnin ljós í myrkri eftir áratuga stríð Heimsljós 23. apríl 2021 10:09 Unicef Sýrland fékk i gær afhenta fyrstu skammtana af bóluefnum gegn kórónaveirunni. „Bóluefnin eru ljós í myrkrinu fyrir íbúa Sýrlands. Þau munu gera heilbrigðisstarfsfólki kleift að halda áfram að veita lífsnauðsynlega aðstoð í landi þar sem heilbrigðiskerfið er að hruni komið eftir áratuga átök,“ segir Ted Chaiban, svæðisstjóri UNICEF í Miðausturlöndum. Sýrland fékk i gær afhenta fyrstu skammtana af bóluefnum gegn kórónaveirunni. Um er að ræða bóluefni á vegum COVAX-samstarfsins - samstarfi 192 landa sem tryggja á jafna dreifingu bóluefnis gegn kórónaveirunni meðal efnaminni ríkja heimsins. Í þessari fyrstu úthlutun fékk Sýrland 256.800 skammta af COVID-19 bóluefni en fleiri skammtar væntanlegir á næstu vikum. Þessir fyrstu skammtar verða gefnir heilbrigðisstarfsfólki í framlínu, þar á meðal í norðurhluta landsins þar sem átök geisa enn og fjöldi fjölskyldna er á vergangi. Unicef UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, gegnir lykilhlutverki í COVAX-samstarfinu og leiðir innkaup og afhendingu á bóluefnunum til yfir 90 lág- og millitekjuríkja. COVAX-samstarfið vinnur bæði með stjórnvöldum og framleiðendum til að tryggja sanngjarnan aðgang að bóluefnum meðal ríkja heimsins. COVAX-samstarfið gengur út á að tryggja jafnan aðgang að bóluefnum fyrir öll lönd í heiminum og markmiðið er að tryggja tvo milljarða skammta af bóluefnum fyrir lok þessa árs. UNICEF hefur í áratugi verið leiðandi í bólusetningum og nýtir nú sérþekkingu sína til að takast á við þetta sögulega verkefni. Skráð COVID-19 tilfelli í Sýrlandi eru nú 51.580 en líklega er smitaðir mun fleiri. Átök hafa geisað í landinu í rúman áratug og búnaður og aðstaða til skimana er mjög takmarkaður. Afhending bóluefnanna er því mikilvægur liður í að hefta útbreiðslu veirunnar í landinu en heilbrigðisstarfsfólk landsins þarf mun meiri stuðning til þess að geta haldið áfram að hjálpa þeim mikla fjölda fólks sem er í viðkvæmri stöðu. Eins þarf að tryggja bóluefni fyrir elda fólk og áhættuhópa sem allra fyrst. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Sýrland Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent
„Bóluefnin eru ljós í myrkrinu fyrir íbúa Sýrlands. Þau munu gera heilbrigðisstarfsfólki kleift að halda áfram að veita lífsnauðsynlega aðstoð í landi þar sem heilbrigðiskerfið er að hruni komið eftir áratuga átök,“ segir Ted Chaiban, svæðisstjóri UNICEF í Miðausturlöndum. Sýrland fékk i gær afhenta fyrstu skammtana af bóluefnum gegn kórónaveirunni. Um er að ræða bóluefni á vegum COVAX-samstarfsins - samstarfi 192 landa sem tryggja á jafna dreifingu bóluefnis gegn kórónaveirunni meðal efnaminni ríkja heimsins. Í þessari fyrstu úthlutun fékk Sýrland 256.800 skammta af COVID-19 bóluefni en fleiri skammtar væntanlegir á næstu vikum. Þessir fyrstu skammtar verða gefnir heilbrigðisstarfsfólki í framlínu, þar á meðal í norðurhluta landsins þar sem átök geisa enn og fjöldi fjölskyldna er á vergangi. Unicef UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, gegnir lykilhlutverki í COVAX-samstarfinu og leiðir innkaup og afhendingu á bóluefnunum til yfir 90 lág- og millitekjuríkja. COVAX-samstarfið vinnur bæði með stjórnvöldum og framleiðendum til að tryggja sanngjarnan aðgang að bóluefnum meðal ríkja heimsins. COVAX-samstarfið gengur út á að tryggja jafnan aðgang að bóluefnum fyrir öll lönd í heiminum og markmiðið er að tryggja tvo milljarða skammta af bóluefnum fyrir lok þessa árs. UNICEF hefur í áratugi verið leiðandi í bólusetningum og nýtir nú sérþekkingu sína til að takast á við þetta sögulega verkefni. Skráð COVID-19 tilfelli í Sýrlandi eru nú 51.580 en líklega er smitaðir mun fleiri. Átök hafa geisað í landinu í rúman áratug og búnaður og aðstaða til skimana er mjög takmarkaður. Afhending bóluefnanna er því mikilvægur liður í að hefta útbreiðslu veirunnar í landinu en heilbrigðisstarfsfólk landsins þarf mun meiri stuðning til þess að geta haldið áfram að hjálpa þeim mikla fjölda fólks sem er í viðkvæmri stöðu. Eins þarf að tryggja bóluefni fyrir elda fólk og áhættuhópa sem allra fyrst. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Sýrland Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent