Klopp ekki fengið afsökunarbeiðni frá Henry Valur Páll Eiríksson skrifar 23. apríl 2021 17:00 Klopp segir ekki þörf á því að Henry biðji hann persónulega afsökunar. Getty Images/John Powell Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur ekki fengið persónulega afsökunarbeiðni frá John W. Henry, eiganda félagsins, vegna tilraunar til stofnunnar Ofurdeildarinnar fyrr í vikunni. Klopp segir það óþarft. Henry bað stuðningsmenn félagsins, auk leikmanna og þjálfaraliðs, afsökunar á aðkomu félagsins að Ofurdeildinni á miðvikudag. Klopp sagði blaðamanni í dag að sú afsökunarbeiðni hafi dugað sér. „Mér finnst ekki vera þörf á því. Það var minnst á mig í afsökunarbeiðninni, sem og liðið. Það var nógu persónulegt fyrir mig.“ sagði Klopp aðspurður um afsökunarbeiðni frá stjórnendum. „Ég hef þekkt eigendurna í sex ár. Það hafa ef til vill verið augnablik þar sem þeir taka ranga ákvörðun, sem var klárlega staðan núna. En það breytir engu fyrir mig, mér þykir betra að glíma við vandamál með fólki sem ég þekki.“ bætti Klopp við. Stjórnarmenn Liverpool hafa sætt mikilli gagnrýni fyrir ákvörðun sína og hefur í því samhengi verið talað um brostið samband við stuðningsmenn félagsins. Stuðningsmannafélagið Spirit of Shankly gaf til að mynda lítið fyrir afsökunarbeiðni eigandans. Klopp vonast þó til að hægt sé að brúa bilið þar á milli. „Ég vona innilega að sambandið milli okkar og stuðningsmannana geti styrkst enn frekar, og að við dveljum ekki við mistök fortíðarinnar,“ sagði Klopp og bætti við: „Þeir eru góðar manneskjur, ég þekki eigendurna, þeir eru ekki fullkomnir, rétt eins og ég er ekki fullkominn, en þeir eru ekki slæmt fólk.“ Fyrst að Ofurdeildin verður ekki að veruleika í haust, berst Liverpool fyrir Meistaradeildarsæti í ensku úrvalsdeildinni. Eftir 1-1 jafntefli við Leeds United á mánudagskvöld situr liðið í sjöunda sæti deildarinnar með 53 stig, líkt og Tottenham Hotspur sem er sæti ofar. Chelsea og West Ham United eru með tveimur stigum meira í fjórða og fimmta sæti. Liverpool mætir Newcastle United á Anfield klukkan 11:30 á morgun. Ofurdeildin Tengdar fréttir „Fólki finnst þessi ákvörðun ganga gegn því sem Liverpool stendur fyrir“ Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskóla og einn af forsprökkum Liverpool-stuðningsmannasíðunnar kop.is, segir að það hafi verið risa skref fyrir Liverpool að segja sig úr Evrópukeppnum og ganga til liðs við ofurdeildina. Hann óttast að knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp gæti stigið frá borði. 20. apríl 2021 14:00 „Of lítið, of seint“ Stuðningsmannahópur Liverpool með nafnið Spirit of Shankly gefur ekki mikið fyrir afsökunarbeiðni John W Henry, eiganda félagsins, í morgun. 22. apríl 2021 07:00 JP Morgan rekur enn einn naglann í kistu ofurdeildarinnar Bandaríski fjárfestingabankinn JP Morgan hefur hætt við að styðja ofurdeildina. JP Morgan hafði veitt ofurdeildinni vilyrði fyrir láni upp á þrjá og hálfan milljarð punda. 23. apríl 2021 13:00 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir Sjá meira
Henry bað stuðningsmenn félagsins, auk leikmanna og þjálfaraliðs, afsökunar á aðkomu félagsins að Ofurdeildinni á miðvikudag. Klopp sagði blaðamanni í dag að sú afsökunarbeiðni hafi dugað sér. „Mér finnst ekki vera þörf á því. Það var minnst á mig í afsökunarbeiðninni, sem og liðið. Það var nógu persónulegt fyrir mig.“ sagði Klopp aðspurður um afsökunarbeiðni frá stjórnendum. „Ég hef þekkt eigendurna í sex ár. Það hafa ef til vill verið augnablik þar sem þeir taka ranga ákvörðun, sem var klárlega staðan núna. En það breytir engu fyrir mig, mér þykir betra að glíma við vandamál með fólki sem ég þekki.“ bætti Klopp við. Stjórnarmenn Liverpool hafa sætt mikilli gagnrýni fyrir ákvörðun sína og hefur í því samhengi verið talað um brostið samband við stuðningsmenn félagsins. Stuðningsmannafélagið Spirit of Shankly gaf til að mynda lítið fyrir afsökunarbeiðni eigandans. Klopp vonast þó til að hægt sé að brúa bilið þar á milli. „Ég vona innilega að sambandið milli okkar og stuðningsmannana geti styrkst enn frekar, og að við dveljum ekki við mistök fortíðarinnar,“ sagði Klopp og bætti við: „Þeir eru góðar manneskjur, ég þekki eigendurna, þeir eru ekki fullkomnir, rétt eins og ég er ekki fullkominn, en þeir eru ekki slæmt fólk.“ Fyrst að Ofurdeildin verður ekki að veruleika í haust, berst Liverpool fyrir Meistaradeildarsæti í ensku úrvalsdeildinni. Eftir 1-1 jafntefli við Leeds United á mánudagskvöld situr liðið í sjöunda sæti deildarinnar með 53 stig, líkt og Tottenham Hotspur sem er sæti ofar. Chelsea og West Ham United eru með tveimur stigum meira í fjórða og fimmta sæti. Liverpool mætir Newcastle United á Anfield klukkan 11:30 á morgun.
Ofurdeildin Tengdar fréttir „Fólki finnst þessi ákvörðun ganga gegn því sem Liverpool stendur fyrir“ Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskóla og einn af forsprökkum Liverpool-stuðningsmannasíðunnar kop.is, segir að það hafi verið risa skref fyrir Liverpool að segja sig úr Evrópukeppnum og ganga til liðs við ofurdeildina. Hann óttast að knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp gæti stigið frá borði. 20. apríl 2021 14:00 „Of lítið, of seint“ Stuðningsmannahópur Liverpool með nafnið Spirit of Shankly gefur ekki mikið fyrir afsökunarbeiðni John W Henry, eiganda félagsins, í morgun. 22. apríl 2021 07:00 JP Morgan rekur enn einn naglann í kistu ofurdeildarinnar Bandaríski fjárfestingabankinn JP Morgan hefur hætt við að styðja ofurdeildina. JP Morgan hafði veitt ofurdeildinni vilyrði fyrir láni upp á þrjá og hálfan milljarð punda. 23. apríl 2021 13:00 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir Sjá meira
„Fólki finnst þessi ákvörðun ganga gegn því sem Liverpool stendur fyrir“ Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskóla og einn af forsprökkum Liverpool-stuðningsmannasíðunnar kop.is, segir að það hafi verið risa skref fyrir Liverpool að segja sig úr Evrópukeppnum og ganga til liðs við ofurdeildina. Hann óttast að knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp gæti stigið frá borði. 20. apríl 2021 14:00
„Of lítið, of seint“ Stuðningsmannahópur Liverpool með nafnið Spirit of Shankly gefur ekki mikið fyrir afsökunarbeiðni John W Henry, eiganda félagsins, í morgun. 22. apríl 2021 07:00
JP Morgan rekur enn einn naglann í kistu ofurdeildarinnar Bandaríski fjárfestingabankinn JP Morgan hefur hætt við að styðja ofurdeildina. JP Morgan hafði veitt ofurdeildinni vilyrði fyrir láni upp á þrjá og hálfan milljarð punda. 23. apríl 2021 13:00