Kolbeinn gefur kost á sér í annað sæti í Reykjavík Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. apríl 2021 11:54 Kolbeinn Óttarsson Proppé hefur setið á þingi frá árinu 2016. Vísir/Vilhelm Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, sækist eftir öðru sæti á lista í öðru Reykjavíkurkjördæmanna fyrir hönd flokksins í komandi alþingiskosningum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kolbeini en líkt og kunnugt er hafði hann áður sóst eftir að leiða lista flokksins í Suðurkjördæmi. Það tókst hins vegar ekki en hann hafnaði í fjórða sæti í prófkjöri flokksins í kjördæminu fyrr í þessum mánuði. „Mig langaði til að leiða einn af listum okkar í næstu kosningum, vildi hafa meiri áhrif. Þá var ég til í að breyta til og búa í öðru umhverfi en á höfuðborgarsvæðinu, en það er nægur tími til þess síðar á lífsleiðinni. Ég tók áhættu með þessu og hún gekk ekki upp. Samkeppnin var enda mikil við frábært fólk og efstu sæti listans skipa öflugar konur,“ segir í tilkynningu Kolbeins. Hann hefur setið á þingi síðan 2016 og hefur skipað annað sæti á lista flokksins í Reykjavík suður. Hann kveðst hafa fengið fjölda áskorana um að gefa kost á sér í Reykjavík. „Góðir og gegnir félagar skoruðu á mig opinberlega og enn fleiri hafa haft samband við mig persónulega. Frómt frá sagt varð ég undrandi og hrærður yfir viðbrögðunum. Mér þykir ótrúlega vænt um að fjöldi fólks hafi þá skoðun að ég eigi áfram heima á Alþingi og ég þakka auðmjúklega fyrir stuðninginn. Yfirlega síðustu vikna hefur leitt mig að þeirri niðurstöðu að ég brenn enn af löngun til að starfa áfram á þingi fyrir VG. Ég tel mig hafa ýmislegt fram að færa og hafa sýnt það á síðustu árum að ég sé öflugur liðsmaður. Ég vil vera það áfram og gef því kost á mér í 2. sætið á lista VG í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu,“ skrifar Kolbeinn. „Yfirlega síðustu vikna hefur fært mér enn frekar heim sanninn um það, sem þó hefði átt að vera mér ljóst, að ég brenn enn fyrir pólitík. Ég hef löngun og vilja til að halda áfram að starfa með því góða fólki sem hefur leitt hreyfinguna og íslenskt samfélag síðustu ár. Ég er líka hrærður yfir þeim áskorunum sem ég hef fengið frá fjölda fólks um að bjóða mig fram til áframhaldandi starfa fyrir VG á Alþingi.“ Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kolbeini en líkt og kunnugt er hafði hann áður sóst eftir að leiða lista flokksins í Suðurkjördæmi. Það tókst hins vegar ekki en hann hafnaði í fjórða sæti í prófkjöri flokksins í kjördæminu fyrr í þessum mánuði. „Mig langaði til að leiða einn af listum okkar í næstu kosningum, vildi hafa meiri áhrif. Þá var ég til í að breyta til og búa í öðru umhverfi en á höfuðborgarsvæðinu, en það er nægur tími til þess síðar á lífsleiðinni. Ég tók áhættu með þessu og hún gekk ekki upp. Samkeppnin var enda mikil við frábært fólk og efstu sæti listans skipa öflugar konur,“ segir í tilkynningu Kolbeins. Hann hefur setið á þingi síðan 2016 og hefur skipað annað sæti á lista flokksins í Reykjavík suður. Hann kveðst hafa fengið fjölda áskorana um að gefa kost á sér í Reykjavík. „Góðir og gegnir félagar skoruðu á mig opinberlega og enn fleiri hafa haft samband við mig persónulega. Frómt frá sagt varð ég undrandi og hrærður yfir viðbrögðunum. Mér þykir ótrúlega vænt um að fjöldi fólks hafi þá skoðun að ég eigi áfram heima á Alþingi og ég þakka auðmjúklega fyrir stuðninginn. Yfirlega síðustu vikna hefur leitt mig að þeirri niðurstöðu að ég brenn enn af löngun til að starfa áfram á þingi fyrir VG. Ég tel mig hafa ýmislegt fram að færa og hafa sýnt það á síðustu árum að ég sé öflugur liðsmaður. Ég vil vera það áfram og gef því kost á mér í 2. sætið á lista VG í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu,“ skrifar Kolbeinn. „Yfirlega síðustu vikna hefur fært mér enn frekar heim sanninn um það, sem þó hefði átt að vera mér ljóst, að ég brenn enn fyrir pólitík. Ég hef löngun og vilja til að halda áfram að starfa með því góða fólki sem hefur leitt hreyfinguna og íslenskt samfélag síðustu ár. Ég er líka hrærður yfir þeim áskorunum sem ég hef fengið frá fjölda fólks um að bjóða mig fram til áframhaldandi starfa fyrir VG á Alþingi.“
Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira