Boða til viðræðna milli stríðandi fylkinga í Mjanmar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2021 08:22 Leiðtogar Suðaustur-Asíuríkja hafa boðað til viðræðna milli stríðandi fylkinga í Mjanmar og hafa krafist þess að ofbeldi hersins gegn almenningi verði stöðvað strax. EPA-EFE/MUCHLIS JR Leiðtogar Sambands Suðaustur-Asíuríkja, Asean, komust í gær að niðurstöðu um áætlun til að binda endi á ofbeldið sem skekið hefur Mjanmar undanfarna mánuði. Þetta gerðu þeir í samráði við Min Aung Hlaing, æðsta herforingja Mjanmar. Þá gerðu leiðtogarnir þá kröfu að ofbeldi og morðum á almennum borgurum yrði snarlega stöðvað og að pólitískum föngum verði sleppt. Aung Hlaing er ekki sagður hafa neitað þessari kröfu en heldur ekki hafa lofað því að fylgja henni. Þá boðuðu aðrir leiðtogar til sáttafunda milli herforingjastjórnarinnar og ríkisstjórnar Aung San Suu Kyi, sem var lýðræðislega kjörin í fyrra. Neyðarfundur leiðtoga Sambands Suðaustur-Asíuríkja fór fram í gær og stóð hann yfir í rúma tvo tíma í Jakarta á Indónesíu. „Ástandið í Mjanmar er óásættanlegt og á ekki að halda áfram. Ofbeldið verður að stöðva. Tryggja þarf lýðræði, stöðugleika og frið í Mjanmar,“ sagði Joko Widodo, forseti Indónesíu, eftir fundinn í gær. „Hagsmunir mjanmarska fólksins verður alltaf að vera í forgangi.“ Frá því að herinn rændi völdum þann 1. febrúar síðastliðinn hefur ofbeldi og sundrung ríkt í landinu. Ríkisstjórn og helstu andstæðingar hersins voru þegar handteknir og settir í gæsluvarðhald og hefur aðför að mótmælendum verið mikil. Herforingjastjórnin hefur ítrekað lýst yfir herlögum til að koma í veg fyrir að mótmælendur snúi aftur á götur úti og hafa meira en 700 almennir borgarar farist undanfarna tæpa þrjá mánuði. Skilaboð leiðtoga Asean á fundinum í gær er talin nokkuð óvenjuleg en meginviðmið sambandsins hefur ávallt verið það að sambandsríki ættu ekki að skipta sér af málum annarra sambandsríkja. Muhyiddin Yassin, forsætisráðherra Malasíu, tjáði sig um þetta meginviðmið eftir fundinn í gær og sagði að stefna ætti aldrei að leiða til aðgerðaleysis ef „friði, öryggi og stöðugleika Suðaustur-Asíu er ógnað.“ Mjanmar Tengdar fréttir Herforinginn í fyrstu opinberu embættisferðinni eftir valdarán Ming Aung Hlaing, yfirherforingi mjanmarska hersins, flaug til Jakarta á Indónesíu í dag til að sækja neyðarleiðtogafund Sambands Suðaustur-Asíuríkja, Asean, í Jakarta á Indónesíu í dag. Þetta er fyrsta opinbera embættisferð Hlaings eftir að herinn framdi valdarán í Mjanmar þann 1. febrúar síðastliðinn. 24. apríl 2021 09:37 Lýsa blóðbaði þegar stjórnaherinn skaut sprengjum á mótmælendur Fleiri en áttatíu manns féllu þegar öryggissveitir herforingjastjórnarinnar í Búrma skutu sprengjum á mótmælendur nærri Yangon á föstudag. Nákvæm tala látinna liggur ekki fyrir þar sem herinn safnaði líkunum saman í herstöð og girtu svæðið af. 11. apríl 2021 12:03 Var læstur úti í eigin sendiráði og varði nóttinni í bílnum Sendiherra Mjanmar í London þurfti að eyða nóttinni í bíl sínum eftir að honum var neitað um inngöngu í sendiráðið þar sem hann alla jafna ræður ríkjum. 8. apríl 2021 06:51 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Fleiri fréttir Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Sjá meira
Þá gerðu leiðtogarnir þá kröfu að ofbeldi og morðum á almennum borgurum yrði snarlega stöðvað og að pólitískum föngum verði sleppt. Aung Hlaing er ekki sagður hafa neitað þessari kröfu en heldur ekki hafa lofað því að fylgja henni. Þá boðuðu aðrir leiðtogar til sáttafunda milli herforingjastjórnarinnar og ríkisstjórnar Aung San Suu Kyi, sem var lýðræðislega kjörin í fyrra. Neyðarfundur leiðtoga Sambands Suðaustur-Asíuríkja fór fram í gær og stóð hann yfir í rúma tvo tíma í Jakarta á Indónesíu. „Ástandið í Mjanmar er óásættanlegt og á ekki að halda áfram. Ofbeldið verður að stöðva. Tryggja þarf lýðræði, stöðugleika og frið í Mjanmar,“ sagði Joko Widodo, forseti Indónesíu, eftir fundinn í gær. „Hagsmunir mjanmarska fólksins verður alltaf að vera í forgangi.“ Frá því að herinn rændi völdum þann 1. febrúar síðastliðinn hefur ofbeldi og sundrung ríkt í landinu. Ríkisstjórn og helstu andstæðingar hersins voru þegar handteknir og settir í gæsluvarðhald og hefur aðför að mótmælendum verið mikil. Herforingjastjórnin hefur ítrekað lýst yfir herlögum til að koma í veg fyrir að mótmælendur snúi aftur á götur úti og hafa meira en 700 almennir borgarar farist undanfarna tæpa þrjá mánuði. Skilaboð leiðtoga Asean á fundinum í gær er talin nokkuð óvenjuleg en meginviðmið sambandsins hefur ávallt verið það að sambandsríki ættu ekki að skipta sér af málum annarra sambandsríkja. Muhyiddin Yassin, forsætisráðherra Malasíu, tjáði sig um þetta meginviðmið eftir fundinn í gær og sagði að stefna ætti aldrei að leiða til aðgerðaleysis ef „friði, öryggi og stöðugleika Suðaustur-Asíu er ógnað.“
Mjanmar Tengdar fréttir Herforinginn í fyrstu opinberu embættisferðinni eftir valdarán Ming Aung Hlaing, yfirherforingi mjanmarska hersins, flaug til Jakarta á Indónesíu í dag til að sækja neyðarleiðtogafund Sambands Suðaustur-Asíuríkja, Asean, í Jakarta á Indónesíu í dag. Þetta er fyrsta opinbera embættisferð Hlaings eftir að herinn framdi valdarán í Mjanmar þann 1. febrúar síðastliðinn. 24. apríl 2021 09:37 Lýsa blóðbaði þegar stjórnaherinn skaut sprengjum á mótmælendur Fleiri en áttatíu manns féllu þegar öryggissveitir herforingjastjórnarinnar í Búrma skutu sprengjum á mótmælendur nærri Yangon á föstudag. Nákvæm tala látinna liggur ekki fyrir þar sem herinn safnaði líkunum saman í herstöð og girtu svæðið af. 11. apríl 2021 12:03 Var læstur úti í eigin sendiráði og varði nóttinni í bílnum Sendiherra Mjanmar í London þurfti að eyða nóttinni í bíl sínum eftir að honum var neitað um inngöngu í sendiráðið þar sem hann alla jafna ræður ríkjum. 8. apríl 2021 06:51 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Fleiri fréttir Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Sjá meira
Herforinginn í fyrstu opinberu embættisferðinni eftir valdarán Ming Aung Hlaing, yfirherforingi mjanmarska hersins, flaug til Jakarta á Indónesíu í dag til að sækja neyðarleiðtogafund Sambands Suðaustur-Asíuríkja, Asean, í Jakarta á Indónesíu í dag. Þetta er fyrsta opinbera embættisferð Hlaings eftir að herinn framdi valdarán í Mjanmar þann 1. febrúar síðastliðinn. 24. apríl 2021 09:37
Lýsa blóðbaði þegar stjórnaherinn skaut sprengjum á mótmælendur Fleiri en áttatíu manns féllu þegar öryggissveitir herforingjastjórnarinnar í Búrma skutu sprengjum á mótmælendur nærri Yangon á föstudag. Nákvæm tala látinna liggur ekki fyrir þar sem herinn safnaði líkunum saman í herstöð og girtu svæðið af. 11. apríl 2021 12:03
Var læstur úti í eigin sendiráði og varði nóttinni í bílnum Sendiherra Mjanmar í London þurfti að eyða nóttinni í bíl sínum eftir að honum var neitað um inngöngu í sendiráðið þar sem hann alla jafna ræður ríkjum. 8. apríl 2021 06:51