Bjartsýn á að ná að aflétta samkomutakmörkunum í sumar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. apríl 2021 18:08 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/Einar Árnason Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra er bjartsýn á að 75 prósent þjóðarinnar verði bólusett fyrir lok júní og að í framhaldinu verði hægt að létta á öllum samkomutakmörkunum. Ríflega 25 þúsund manns verða bólusett í Laugardalshöll í næstu viku. „Þetta lán sem við fengum frá Norðmönnum á Astra Zeneca skömmtunum gerir okkur kleift að vera með öflugustu bólusetningavikuna frá upphafi í næstu viku, og þar á meðal mjög stóran dag þar sem níu þúsund manns fá bólusetningu,“ sagði Svandís í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Líkt og Svandís bendir á gerðu íslensk og norsk stjórnvöld samkomulag um að Íslendingar fengju sextán þúsund skammta af bóluefni frá Astra Zeneca að láni hjá Norðmönnum. Þar ytra hefur verið mælt með því að hætt verði að nota bóluefnið en hér á landi verður fólk sextíu ára aldri bólusett með efninu. „Það gefur auga leið að það breytir öllu mjög hratt. Mér sýnist að við séum að tala um að við séum komin með fyrri bólusetningu, 75 prósent þjóðarinnar, um mánaðamótin júní, júlí og erum þá með forsendur til að fella niður samkomutakmarkanir innanlands að mestu leyti.“ Svandís segir að búast megi við tilslökunum um mitt sumar. „Ég hugsa að sprittbrúsarnir eigi eftir að vera partur af okkar lífi enn um sinn og mögulega grímur við sérstök skilyrði. Svo eigum við eftir að sjá hvernig bólusetningunum vindur fram,“ segir hún. Jákvæð teikn séu á lofti hvað bólusetningar barna og ungmenna varðar. „Að öllum líkindum munu það verða skref sem verða tekin síðar á árinu að hefja bólusetningar á ungmennum, krökkum sem eru undir átján ára aldri.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
„Þetta lán sem við fengum frá Norðmönnum á Astra Zeneca skömmtunum gerir okkur kleift að vera með öflugustu bólusetningavikuna frá upphafi í næstu viku, og þar á meðal mjög stóran dag þar sem níu þúsund manns fá bólusetningu,“ sagði Svandís í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Líkt og Svandís bendir á gerðu íslensk og norsk stjórnvöld samkomulag um að Íslendingar fengju sextán þúsund skammta af bóluefni frá Astra Zeneca að láni hjá Norðmönnum. Þar ytra hefur verið mælt með því að hætt verði að nota bóluefnið en hér á landi verður fólk sextíu ára aldri bólusett með efninu. „Það gefur auga leið að það breytir öllu mjög hratt. Mér sýnist að við séum að tala um að við séum komin með fyrri bólusetningu, 75 prósent þjóðarinnar, um mánaðamótin júní, júlí og erum þá með forsendur til að fella niður samkomutakmarkanir innanlands að mestu leyti.“ Svandís segir að búast megi við tilslökunum um mitt sumar. „Ég hugsa að sprittbrúsarnir eigi eftir að vera partur af okkar lífi enn um sinn og mögulega grímur við sérstök skilyrði. Svo eigum við eftir að sjá hvernig bólusetningunum vindur fram,“ segir hún. Jákvæð teikn séu á lofti hvað bólusetningar barna og ungmenna varðar. „Að öllum líkindum munu það verða skref sem verða tekin síðar á árinu að hefja bólusetningar á ungmennum, krökkum sem eru undir átján ára aldri.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira