Halldór Jóhann: Þetta covid tímabil er orðið ansi þreytt Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. apríl 2021 18:36 Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, vonast til að hægt verði að klára tímabilið í þessari atrennu. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, var ánægður að landa tveim stigum með 28-23 sigri gegn ÍR í Hleðsluhöllinni í dag. Hann segir þó að hann og leikmenn hans séu orðnir ansi þreyttir á síendurteknum stoppum á deildinni. „Ég er auðvitað bara ánægður að fá sigur, en leikurinn kannski bar þess merki að þetta væri fyrsti leikurinn í einhverjar fjórar vikur,“ sagði Halldór eftir leikinn í dag. „Við erum með 13 tapaða bolta og gerum okkur svolítið erfitt fyrir.“ Halldór sá þó líka jákvæða punkta í leik sinna manna. „Ég er ánægðu með það hvernig við spilum varnarleikinn svona lengst af. Svo eru margir ungir strákar að koma inn sem eru að stíga sín fyrstu skref.“ „Sigur er sigur og þetta eru tvö stig en þetta er ekkert auðvelt fyrir neinn, andlega eða líkamlega þegar þessi stopp koma. Að þurfa að byrja aftur og gíra sig upp, við erum auðvitað ánægðir með það að vera að spila en það er ekkert auðvelt að vera að gíra sig upp í þetta allt saman. Vonandi fáum við bara að halda áfram.“ Halldór segir að hann finni fyrir þreytu í leikmönnum eftir enn eitt stoppið. „Ég fann auðvitað fyrir því núna þegar síðasta stopp kom að menn voru fyrst og fremst hræddir um að það hefði klárað tímabilið. Við gáfum strákunum einhverja fimm daga í frí og svo mættu menn bara klárir að hlaupa og æfa í tveim hópum og eftir þeim leiðbeiningum sem við fengum.“ „Maður finnur fyrir þessu bara sjálfur. Þetta er ekkert auðvelt fyrir okkur þjálfarana, en ég held að þetta sé miklu erfiðara fyrir leikmennina. Vonandi fáum við að klára þessa sex leiki sem eru eftir og getum farið í úrslitakeppnina og klárað þetta tímabil sómasamlega.“ Selfyssingar mættu með frekar þunnskipaðan hóp í dag og Halldór segir að stoppið hafi átt sinn hlut í því. „Við vorum til dæmis að lenda í því að menn voru að detta í hálfmeiðsli bara á því að stoppa og byrja svo aftur. Eins og sást í dag þá vantar ansi marga leikmenn í hópinn og ef við taljum þetta saman þá eru þetta hátt í tíu leikmenn sem vanta hjá mér í dag.“ „Auðvitað fá bara aðrir tækifæri og það er frábært, en þetta covid tímabil er orðið ansi þreytt og vonandi erum við að komast í gegnum þetta.“ Selfyssingar fara til Vestmannaeyja á föstudaginn þar sem að þeir mæta ÍBV. Halldór segir að liðið þurfi að bæta sinn leik ef þeir ætla sér að ná í stig í Eyjum. „Menn ætluðu sér kannski rosa mikið í dag, fyrsti leikur eftir pásu og menn kannski fóru aðeins fram úr sér, en ég átti alveg eins von á því. Það er heldur ekkert auðvelt að mæta í svona leik á móti liði eins og ÍR sem er stigalaust og það vill enginn vera fyrsta liðið til að tapa fyrir þeim.“ „Ég er bara ánægður með tvö stig. Það var vitað að þetta yrði kannski ekki fallegasti handboltinn í dag en stigin tvö þau telja og gilda. En við þurfum að gera betur á föstudaginn á móti ÍBV, það er alveg klárt mál.“ Olís-deild karla ÍR UMF Selfoss Tengdar fréttir Kiddi Björgúlfs: Við klikkum alltaf á dauðafærunum Kristinn Björgúlfsson var stoltur af sínu liði þrátt fyrir 28-23 tap gegn Selfoss í Hleðsluhöllinni í dag. ÍR er enn í leit að sínum fyrstu stigum. 25. apríl 2021 17:55 Kiddi Björgúlfs: Við klikkum alltaf á dauðafærunum Kristinn Björgúlfsson var stoltur af sínu liði þrátt fyrir 28-23 tap gegn Selfoss í Hleðsluhöllinni í dag. ÍR er enn í leit að sínum fyrstu stigum. 25. apríl 2021 17:55 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss – ÍR 28-23 | Ryðgaðir Selfyssingar kláruðu stigalausa ÍR-inga Selfyssingum urðu engin mistök á þegar þeir fengu botnlið ÍR í heimsókn í dag. Atli Ævar Ingólfsson var markahæstur í liði heimamanna sem unnu fimm marka sigur í Hleðsluhöllinni, 28-23. 25. apríl 2021 18:33 Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Fleiri fréttir „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Sjá meira
„Ég er auðvitað bara ánægður að fá sigur, en leikurinn kannski bar þess merki að þetta væri fyrsti leikurinn í einhverjar fjórar vikur,“ sagði Halldór eftir leikinn í dag. „Við erum með 13 tapaða bolta og gerum okkur svolítið erfitt fyrir.“ Halldór sá þó líka jákvæða punkta í leik sinna manna. „Ég er ánægðu með það hvernig við spilum varnarleikinn svona lengst af. Svo eru margir ungir strákar að koma inn sem eru að stíga sín fyrstu skref.“ „Sigur er sigur og þetta eru tvö stig en þetta er ekkert auðvelt fyrir neinn, andlega eða líkamlega þegar þessi stopp koma. Að þurfa að byrja aftur og gíra sig upp, við erum auðvitað ánægðir með það að vera að spila en það er ekkert auðvelt að vera að gíra sig upp í þetta allt saman. Vonandi fáum við bara að halda áfram.“ Halldór segir að hann finni fyrir þreytu í leikmönnum eftir enn eitt stoppið. „Ég fann auðvitað fyrir því núna þegar síðasta stopp kom að menn voru fyrst og fremst hræddir um að það hefði klárað tímabilið. Við gáfum strákunum einhverja fimm daga í frí og svo mættu menn bara klárir að hlaupa og æfa í tveim hópum og eftir þeim leiðbeiningum sem við fengum.“ „Maður finnur fyrir þessu bara sjálfur. Þetta er ekkert auðvelt fyrir okkur þjálfarana, en ég held að þetta sé miklu erfiðara fyrir leikmennina. Vonandi fáum við að klára þessa sex leiki sem eru eftir og getum farið í úrslitakeppnina og klárað þetta tímabil sómasamlega.“ Selfyssingar mættu með frekar þunnskipaðan hóp í dag og Halldór segir að stoppið hafi átt sinn hlut í því. „Við vorum til dæmis að lenda í því að menn voru að detta í hálfmeiðsli bara á því að stoppa og byrja svo aftur. Eins og sást í dag þá vantar ansi marga leikmenn í hópinn og ef við taljum þetta saman þá eru þetta hátt í tíu leikmenn sem vanta hjá mér í dag.“ „Auðvitað fá bara aðrir tækifæri og það er frábært, en þetta covid tímabil er orðið ansi þreytt og vonandi erum við að komast í gegnum þetta.“ Selfyssingar fara til Vestmannaeyja á föstudaginn þar sem að þeir mæta ÍBV. Halldór segir að liðið þurfi að bæta sinn leik ef þeir ætla sér að ná í stig í Eyjum. „Menn ætluðu sér kannski rosa mikið í dag, fyrsti leikur eftir pásu og menn kannski fóru aðeins fram úr sér, en ég átti alveg eins von á því. Það er heldur ekkert auðvelt að mæta í svona leik á móti liði eins og ÍR sem er stigalaust og það vill enginn vera fyrsta liðið til að tapa fyrir þeim.“ „Ég er bara ánægður með tvö stig. Það var vitað að þetta yrði kannski ekki fallegasti handboltinn í dag en stigin tvö þau telja og gilda. En við þurfum að gera betur á föstudaginn á móti ÍBV, það er alveg klárt mál.“
Olís-deild karla ÍR UMF Selfoss Tengdar fréttir Kiddi Björgúlfs: Við klikkum alltaf á dauðafærunum Kristinn Björgúlfsson var stoltur af sínu liði þrátt fyrir 28-23 tap gegn Selfoss í Hleðsluhöllinni í dag. ÍR er enn í leit að sínum fyrstu stigum. 25. apríl 2021 17:55 Kiddi Björgúlfs: Við klikkum alltaf á dauðafærunum Kristinn Björgúlfsson var stoltur af sínu liði þrátt fyrir 28-23 tap gegn Selfoss í Hleðsluhöllinni í dag. ÍR er enn í leit að sínum fyrstu stigum. 25. apríl 2021 17:55 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss – ÍR 28-23 | Ryðgaðir Selfyssingar kláruðu stigalausa ÍR-inga Selfyssingum urðu engin mistök á þegar þeir fengu botnlið ÍR í heimsókn í dag. Atli Ævar Ingólfsson var markahæstur í liði heimamanna sem unnu fimm marka sigur í Hleðsluhöllinni, 28-23. 25. apríl 2021 18:33 Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Fleiri fréttir „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Sjá meira
Kiddi Björgúlfs: Við klikkum alltaf á dauðafærunum Kristinn Björgúlfsson var stoltur af sínu liði þrátt fyrir 28-23 tap gegn Selfoss í Hleðsluhöllinni í dag. ÍR er enn í leit að sínum fyrstu stigum. 25. apríl 2021 17:55
Kiddi Björgúlfs: Við klikkum alltaf á dauðafærunum Kristinn Björgúlfsson var stoltur af sínu liði þrátt fyrir 28-23 tap gegn Selfoss í Hleðsluhöllinni í dag. ÍR er enn í leit að sínum fyrstu stigum. 25. apríl 2021 17:55
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss – ÍR 28-23 | Ryðgaðir Selfyssingar kláruðu stigalausa ÍR-inga Selfyssingum urðu engin mistök á þegar þeir fengu botnlið ÍR í heimsókn í dag. Atli Ævar Ingólfsson var markahæstur í liði heimamanna sem unnu fimm marka sigur í Hleðsluhöllinni, 28-23. 25. apríl 2021 18:33
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn