Samherjar Samherja og skrímslið sem stjórnmálastéttin bjó til Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 26. apríl 2021 07:01 „Það sem slær mann sérstaklega er þögn þingmanna þjóðarinnar sem klárlega heyra og sjá það sem er að gerast,“ segir Bubbi Morthens í pistli sínum um yfirgang Samherja og árásirnar á Helga Seljan. En það er ekki bara þögn margra þingmanna sem er sláandi heldur líka hin virka varðstaða ráðandi stjórnmálaafla um óbreytt fyrirkomulag í sjávarútvegi þar sem kvóta er úthlutað langt undir markaðsverði, meirihlutanum til örfárra fyrirtækja og fjölskyldna. Þetta er kerfið sem gerir eigendum Samherja og annarra stórútgerða kleift að raka til sín arðinum af fiskveiðiauðlindinni og nota hann til að öðlast æ meiri ítök í íslensku viðskiptalífi. Veiðigjöldin sem útgerðarfyrirtæki greiða fyrir aðgang að auðlindinni hafa lækkað umtalsvert á yfirstandandi kjörtímabili og blikna í samanburði við arðgreiðslurnar sem renna til eigenda fyrirtækjanna. Sú þróun er pólitísk ákvörðun stjórnarflokkanna, fólksins sem stjórnar landinu. Þau sitja hjá meðan kvóti safnast á hendur æ færri nátengdra fyrirtækja og viðhalda ónýtum reglum um hámarksaflahlutdeild, m.a. hvað teljist tengdir aðilar og raunveruleg yfirráð. Þau gelda stofnanirnar sem hafa eftirlit með nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar og skattakúnstum Samherja; fyrst með því að grafa undan starfsgetu Fiskistofu og svo með því að leggja niður embætti skattrannsóknarstjóra. Þau styðja við gegndarlausa auðsöfnun hinna fáu með því að viðhalda skattkerfi sem hyglar þeim tekju- og eignamestu á kostnað okkar hinna. Þau hunsa ákallið um þjóðareign auðlinda sem kom fram í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 og leggja í staðinn fram bitlaust ákvæði þar sem hvorki er kveðið skýrt á um tímabindingu afnotaréttarins né eðlilega gjaldtöku. Stjórnmálamenn bjuggu til ofurstéttina sem eignar sér fiskinn í sjónum. Olígarkana sem eitra og skekkja þjóðmálaumræðu á Íslandi með því að kaupa upp fjölmiðla og pólitíkusa og reka áróðursstríð gegn blaðamönnum, embættismönnum og eftirlitsstofnunum, hverjum þeim sem ógna sérhagsmunum þeirra. Olígarka sem virðast einfaldlega hafa sagt sig úr lögum við samfélagið okkar. Yfirgangurinn mun halda áfram að eitra út frá sér og bitna á okkur öllum meðan samherjar Samherja stjórna Íslandi. En búum okkur líka undir að hamagangurinn verði enn tryllingslegri ef ný ríkisstjórn, staðráðin í tryggja almenningi réttmætan arð af auðlindum sjávar, tekur við stjórnartaumunum eftir Alþingiskosningar í haust. Þá verða ramakvein Samherjavaldsins staðfesting á því að við séum réttri leið. Höfundur er þingframbjóðandi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Samherjaskjölin Samherji og Seðlabankinn Fjölmiðlar Jóhann Páll Jóhannsson Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
„Það sem slær mann sérstaklega er þögn þingmanna þjóðarinnar sem klárlega heyra og sjá það sem er að gerast,“ segir Bubbi Morthens í pistli sínum um yfirgang Samherja og árásirnar á Helga Seljan. En það er ekki bara þögn margra þingmanna sem er sláandi heldur líka hin virka varðstaða ráðandi stjórnmálaafla um óbreytt fyrirkomulag í sjávarútvegi þar sem kvóta er úthlutað langt undir markaðsverði, meirihlutanum til örfárra fyrirtækja og fjölskyldna. Þetta er kerfið sem gerir eigendum Samherja og annarra stórútgerða kleift að raka til sín arðinum af fiskveiðiauðlindinni og nota hann til að öðlast æ meiri ítök í íslensku viðskiptalífi. Veiðigjöldin sem útgerðarfyrirtæki greiða fyrir aðgang að auðlindinni hafa lækkað umtalsvert á yfirstandandi kjörtímabili og blikna í samanburði við arðgreiðslurnar sem renna til eigenda fyrirtækjanna. Sú þróun er pólitísk ákvörðun stjórnarflokkanna, fólksins sem stjórnar landinu. Þau sitja hjá meðan kvóti safnast á hendur æ færri nátengdra fyrirtækja og viðhalda ónýtum reglum um hámarksaflahlutdeild, m.a. hvað teljist tengdir aðilar og raunveruleg yfirráð. Þau gelda stofnanirnar sem hafa eftirlit með nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar og skattakúnstum Samherja; fyrst með því að grafa undan starfsgetu Fiskistofu og svo með því að leggja niður embætti skattrannsóknarstjóra. Þau styðja við gegndarlausa auðsöfnun hinna fáu með því að viðhalda skattkerfi sem hyglar þeim tekju- og eignamestu á kostnað okkar hinna. Þau hunsa ákallið um þjóðareign auðlinda sem kom fram í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 og leggja í staðinn fram bitlaust ákvæði þar sem hvorki er kveðið skýrt á um tímabindingu afnotaréttarins né eðlilega gjaldtöku. Stjórnmálamenn bjuggu til ofurstéttina sem eignar sér fiskinn í sjónum. Olígarkana sem eitra og skekkja þjóðmálaumræðu á Íslandi með því að kaupa upp fjölmiðla og pólitíkusa og reka áróðursstríð gegn blaðamönnum, embættismönnum og eftirlitsstofnunum, hverjum þeim sem ógna sérhagsmunum þeirra. Olígarka sem virðast einfaldlega hafa sagt sig úr lögum við samfélagið okkar. Yfirgangurinn mun halda áfram að eitra út frá sér og bitna á okkur öllum meðan samherjar Samherja stjórna Íslandi. En búum okkur líka undir að hamagangurinn verði enn tryllingslegri ef ný ríkisstjórn, staðráðin í tryggja almenningi réttmætan arð af auðlindum sjávar, tekur við stjórnartaumunum eftir Alþingiskosningar í haust. Þá verða ramakvein Samherjavaldsins staðfesting á því að við séum réttri leið. Höfundur er þingframbjóðandi Samfylkingarinnar.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun