Deane Williams lenti á öxl ÍR-ingsins eftir eina troðsluna: „Orðinn sóðalega góður og þetta er bara orðið svindl“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2021 12:30 Deane Williams í leiknum á móti ÍR-ingum í Breiðholtinu í gær. Vísir/Vilhelm Deane Williams bauð upp á geggjaður troðslur og alvöru tölur í sigri á ÍR-ingum í gærköldi og fékk líka sitt pláss í Domino´s Körfuboltakvöldi. Deane Williams var rosalegur í sigri Keflvíkinga á ÍR í Selskólanum i Domino´s deild karla í körfubolta í gærkvöldi en stórleikur Bretans öfluga lagði grunninn að því að Keflavíkurliðið þarf nú bara einn sigur í viðbót til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. Deane Williams var með 34 stig, 16 fráköst og 4 stoðsendingar í leiknum en hann hitti meðal annars úr 13 af 15 skotum sínum fyrir innan þriggja stiga línuna. Það þarf ekki að koma mörgum á óvart að frammistaða Deane Williams var tekin fyrir í Domino´s Körfuboltakvöldi í gær. „Mærum aðeins einn mann. Deane Williams heldur bara áfram að vaxa. Hann er með 47 framlagspunkta í kvöld og er eiginlega bara ástæðan fyrir því að Keflavík vann þennan leik,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson og beindi orðum síðum til Benedikts Guðmundssonar. „Hann er orðinn sóðalega góður og þetta er bara orðið svindl,“ sagði Benedikt Guðmundsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Framistaða Deane Williams á móti ÍR „Menn voru eitthvað að spá í það þegar Keflavík var að endursemja við hann hvort hann væri að vera sem kani eða bosman. Mér er bara slétt sama,“ sagði Benedikt og var þar að ýja að því að Bretar eru komnir út úr Evrópusambandinu og breskir leikmenn því orðnir eins og bandarískir. „Bara að tryggja sér þjónustu þessa manns. Á meðan Deane og Mikla verða þarna þá verður Keflavík besta liðið. Liðin eru búin að hafa allan síðasta vetur og allan þennan vetur til þess að finna lausnir á þessu. Þau hafa verið að reyna að ná í menn sem eitthvað þvælst fyrir þeim og stoppað þá en það er enginn búinn að finna lausn á móti þessum tveimur,“ sagði Benedikt. Meðan félagarnir ræddu frammistöðu Deane Williams þá voru sýnd tilþrif frá honum í leiknum en þar á meðal voru svakalegar troðslur. Williams lenti meðal annars á öxl miðherja ÍR-liðsins eftir eina þeirra. „Við höfum ekki séð svona leikmenn á Íslandi í meira en eitt tímabil. Að sjá hann annað tímabil og svo mögulega það þriðja er forréttindi og þá sérstaklega fyrir þá sem halda með Keflavík en auðvitað líka aðra,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. Það má finna umfjöllunina um Deane Williams hér fyrir ofan. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Sjá meira
Deane Williams var rosalegur í sigri Keflvíkinga á ÍR í Selskólanum i Domino´s deild karla í körfubolta í gærkvöldi en stórleikur Bretans öfluga lagði grunninn að því að Keflavíkurliðið þarf nú bara einn sigur í viðbót til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. Deane Williams var með 34 stig, 16 fráköst og 4 stoðsendingar í leiknum en hann hitti meðal annars úr 13 af 15 skotum sínum fyrir innan þriggja stiga línuna. Það þarf ekki að koma mörgum á óvart að frammistaða Deane Williams var tekin fyrir í Domino´s Körfuboltakvöldi í gær. „Mærum aðeins einn mann. Deane Williams heldur bara áfram að vaxa. Hann er með 47 framlagspunkta í kvöld og er eiginlega bara ástæðan fyrir því að Keflavík vann þennan leik,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson og beindi orðum síðum til Benedikts Guðmundssonar. „Hann er orðinn sóðalega góður og þetta er bara orðið svindl,“ sagði Benedikt Guðmundsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Framistaða Deane Williams á móti ÍR „Menn voru eitthvað að spá í það þegar Keflavík var að endursemja við hann hvort hann væri að vera sem kani eða bosman. Mér er bara slétt sama,“ sagði Benedikt og var þar að ýja að því að Bretar eru komnir út úr Evrópusambandinu og breskir leikmenn því orðnir eins og bandarískir. „Bara að tryggja sér þjónustu þessa manns. Á meðan Deane og Mikla verða þarna þá verður Keflavík besta liðið. Liðin eru búin að hafa allan síðasta vetur og allan þennan vetur til þess að finna lausnir á þessu. Þau hafa verið að reyna að ná í menn sem eitthvað þvælst fyrir þeim og stoppað þá en það er enginn búinn að finna lausn á móti þessum tveimur,“ sagði Benedikt. Meðan félagarnir ræddu frammistöðu Deane Williams þá voru sýnd tilþrif frá honum í leiknum en þar á meðal voru svakalegar troðslur. Williams lenti meðal annars á öxl miðherja ÍR-liðsins eftir eina þeirra. „Við höfum ekki séð svona leikmenn á Íslandi í meira en eitt tímabil. Að sjá hann annað tímabil og svo mögulega það þriðja er forréttindi og þá sérstaklega fyrir þá sem halda með Keflavík en auðvitað líka aðra,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. Það má finna umfjöllunina um Deane Williams hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Sjá meira