Kreml vængstífir samtök Navalní Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2021 18:57 Ivan Zhdanov, forstöðumaður samtaka Navalní, þegar lögregla gerði húsleit á skrifstofum þeirra í júlí. Rússnesk yfirvöld hafa ítrekað gert húsleit, handtekið starfsmenn og sektað samtökin undanfarin ár. AP/Alexander Zemlianitsjenkó Samtökum Alexeis Navalní gegn spillingu var bannað að koma upplýsingum á framfæri á netinu eða í gegnum fjölmiðla, skipuleggja viðburði, taka þátt í kosningum eða nota bankareikninga með úrskurði dómstóls í Moskvu í dag. Yfir samtökunum vofir einnig að vera lýst öfgasamtök. Dómari varð við kröfu saksóknara um að takmarka verulega starfsemi Sjóðs gegn spillingu, samtaka Navalní sem hefur verið einn harðasti gagnrýnandi Vladímírs Pútín forseta, í dag. Takmarkanirnar eru í gildi þar til dómurinn tekur afstöðu til þess hvort að samtökin verði lýst öfgasamtök að kröfu saksóknarans. Ekki liggur fyrir á hvaða gögnum saksóknari byggir kröfu sína um að skilgreina samtök Navalní sem öfgahreyfingu. Réttarhöldin fara fram fyrir luktum dyrum og leynd ríkir yfir sumum málsskjalanna. Verjendur samtakanna segjast ekki enn hafa áttað sig á hvað tengi samtökin við öfgastarfsemi. Navalní dúsir nú sjálfur í fangelsi og fjöldi bandamanna hans og starfsmanna sjóðsins hafa verið handteknir sömuleiðis. Krafa saksóknarans er enn ein tilraun rússneskra stjórnvalda til þess að þagga niður í gagnrýnisröddum en þau leyfa takmarkað andóf í landinu. Ívan Zhdanov, forstöðumaður sjóðsins, segir að takmarkanirnar hafi ekki áhrif á starfsemina þar sem þau eigi ekki við um flest það sem sjóðurinn tekur sér fyrir hendur. Engu að síður ætlar sjóðurinn að kæra úrskurðinn. Samtök Navalní og svæðisskrifstofur um allt landið hafa staðið fyrir rannsóknum á spillingu háttsettra embættismanna. Þau hafa einnig skipulagt mótmæli til stuðnings Navalní á þessu ári og haldið utan um gagnagrunn til að auðvelda kjósendum að finna frambjóðendur í kosningum sem eiga möguleika á að fella frambjóðendur Sameinaðs Rússlands, flokks Pútín. Rússnesk stjórnvöld hafa ítrekað gert húsleit á skrifstofum samtaka Navalní, sektað þau og handtekið stuðningsmenn hans. Fallist dómari á að úrskurða samtökin öfgahóp gætu stuðningsmenn Navalní átt yfir höfði sér þunga fangelsisdóma. AP-fréttastofan segir að yfirvöld hafi handtekið fjölda manns sem tók þátt í mótmælum til stuðnings Navalní víða um land dagana á eftir í síðustu viku. Vísbendingar séu um að lögreglan hafi notað andlitsgreiningarhugbúnað til þess að bera kennsl á fólk og handtaka svo þá sem mótmæltu. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira
Dómari varð við kröfu saksóknara um að takmarka verulega starfsemi Sjóðs gegn spillingu, samtaka Navalní sem hefur verið einn harðasti gagnrýnandi Vladímírs Pútín forseta, í dag. Takmarkanirnar eru í gildi þar til dómurinn tekur afstöðu til þess hvort að samtökin verði lýst öfgasamtök að kröfu saksóknarans. Ekki liggur fyrir á hvaða gögnum saksóknari byggir kröfu sína um að skilgreina samtök Navalní sem öfgahreyfingu. Réttarhöldin fara fram fyrir luktum dyrum og leynd ríkir yfir sumum málsskjalanna. Verjendur samtakanna segjast ekki enn hafa áttað sig á hvað tengi samtökin við öfgastarfsemi. Navalní dúsir nú sjálfur í fangelsi og fjöldi bandamanna hans og starfsmanna sjóðsins hafa verið handteknir sömuleiðis. Krafa saksóknarans er enn ein tilraun rússneskra stjórnvalda til þess að þagga niður í gagnrýnisröddum en þau leyfa takmarkað andóf í landinu. Ívan Zhdanov, forstöðumaður sjóðsins, segir að takmarkanirnar hafi ekki áhrif á starfsemina þar sem þau eigi ekki við um flest það sem sjóðurinn tekur sér fyrir hendur. Engu að síður ætlar sjóðurinn að kæra úrskurðinn. Samtök Navalní og svæðisskrifstofur um allt landið hafa staðið fyrir rannsóknum á spillingu háttsettra embættismanna. Þau hafa einnig skipulagt mótmæli til stuðnings Navalní á þessu ári og haldið utan um gagnagrunn til að auðvelda kjósendum að finna frambjóðendur í kosningum sem eiga möguleika á að fella frambjóðendur Sameinaðs Rússlands, flokks Pútín. Rússnesk stjórnvöld hafa ítrekað gert húsleit á skrifstofum samtaka Navalní, sektað þau og handtekið stuðningsmenn hans. Fallist dómari á að úrskurða samtökin öfgahóp gætu stuðningsmenn Navalní átt yfir höfði sér þunga fangelsisdóma. AP-fréttastofan segir að yfirvöld hafi handtekið fjölda manns sem tók þátt í mótmælum til stuðnings Navalní víða um land dagana á eftir í síðustu viku. Vísbendingar séu um að lögreglan hafi notað andlitsgreiningarhugbúnað til þess að bera kennsl á fólk og handtaka svo þá sem mótmæltu.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira