Íslensk CrossFit stjarna sagði frá kynferðislegu áreiti sem hún hefur orðið fyrir á netinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2021 08:30 Sólveig Sigurðardóttir er enn með í baráttunni um sæti á heimsleikunum í CrossFit í ár. Instagram/@solasigurdardottir Tvær þekktar CrossFit íþróttakonur sögðu Morning Chalk Up vefnum frá ömurlegri reynslu sinni af kynferðislegu áreiti sem þær hafa orðið fyrir á samfélagsmiðlum og önnur þeirra er hin íslenska Sólveig Sigurðardóttir. Morning Chalk Up fékk þær Sólveigu Sigurðardóttur og Dani Speegle til að segja frá upplifun sinni af perraskap og kynferðislegu áreiti á samfélagsmiðlum. Dani Speegle keppti á heimsleikunum 2019 og Sólveig hefur tvisvar keppt í liðakeppni á heimsleikunum. Sólveig Sigurðardóttir er ein af íslensku CrossFit konunum sem tryggðu sér sæti í undanúrslitum heimsleikanna í CrossFit í ár en Sólveig endaði í 44. sæti í Evrópuhluta átta manna úrslitanna. Sextíu efstu komust áfram í undanúrslitamótin. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Sólveig er á samningi hjá Nike og er með meira en 136 þúsund fylgjendur á Instagram. Það er ljóst að þrátt fyrir að flestir vilji henni allt hið besta og helli yfir hana hrósinu á netinu þá leynast heldur betur svartir sauðir inn á milli. Tóninn hefur breyst upp á síðkastið Morning Chalk Up hefur ýmislegt svakalegt eftir Sólveigu en hún var þar að segja frá ógeðslegum skilaboðum sem hún hefur fengið. Hún segir að þetta hafi byrjað sem sakleysislegar athugasemdir en svo fóru hlutirnir að breytast. Sólveig segir nefnilega að tóninn hafi breyst mikið upp á síðkastið. „Þetta hefur verið agressívara undanfarið ár,“ sagði Sólveig og hún nefnir sérstaklega einn mann sem svaraði mynd sem hún setti inn í sögu hjá sér. „Það var þarna einn maður sem vildi stunda kynlíf með mér. Hann sagði meðal annars: Bíddu bara þar til ég hef lokið mér af. Auðvitað loka ég á viðkomandi um leið og ég sé svona skilaboð. Þessi var hins vegar búinn að senda mér slík skilaboð í nokkurn tíma en ég hafði bara ekki tekið eftir því,“ sagði Sólveig í viðtalinu við Morning Chalk Up. Sólveig segist fá mikið af sóðalegum og ógeðslegum skilaboðum. Hún tekur dæmi um einn perrann. Verður ekki vanalega hrædd „Hann sagði að ef ég væri ekki hrifin af þessu þá ætti ég bara að halda fótunum mínum saman. Hann sagði líka að ég þyrfti að verða mér út um getnaðarvörn þegar hann væri búinn ljúka sér af með mig. Ég er ekki persóna sem verð hrædd en þegar ég las þetta þá hugsaði ég. Hvernig væri að hitta þennan gæja þegar ég væri ein?,“ sagði Sólveig Sigurðardóttir í viðtalinu við Morning Chalk Up. Sólveig birtir sjálf þetta umrædda viðtalsbrot úr greininni og fer betur yfir það hvernig hún hefur lært að lifa með þessum ömurlega fylgikvilla þess að vera orðin vinsæl íþróttakona á samfélagsmiðlum. Þar segir Sólveig að þessi miklu fjöldi fylgjenda sé vissulega að skila henni nýjum tækifærum í formi fríðinda og nýrra styrktaraðila. Sólveig er þakklát fyrir það og segir að auðvitað sé það hvetjandi fyrir sig að fá góðan og hvetjandi stuðning á samfélagsmiðlum. Sólveig segist stundum hafa svarað skilaboðum til sín og úr hafi oft orðið skemmtilegt spjall en það var ekki alltaf. View this post on Instagram A post shared by So lveig Sigurðardo ttir (@solasigurdardottir) „Nokkur af slíkum samtölum enduðu hins vegar ekki vel og á þeim tíma þá var ég ekki tilbúin eða varin fyrir þessum klámfengnu og perralegu skilaboðum sem ég fékk til baka. Ég er miklu betur undirbúin í dag til að lenda í slíku en það er einungis af því að ég hef breytt því hvernig ég nálgast mína samfélagsmiðla. Þegar ég hugsa um það þá er það samt ömurlegt að ég hafi þurft að breyta mínum venjum,“ sagði Sólveig. Greinin að koma á góðum tíma „Þessi grein í Morning Chalk Up er án efa að koma á góðum tíma. Ég veit að það eru fullt af stelpum þarna úti sem upplifa það að fá svona skilaboð. Þó að við látum þetta ekki á okkur fá og reynum að veita þessu ekki neina athygli þá skilur þetta alltaf eftir óþægilega tilfinningu,“ sagði Sólveig sem var tilbúin að vekja athygli á þessu vandamáli. „Við eigum að tala um þetta og taka á þessu og þetta er eitt skref til viðbótar í rétta átt,“ sagði Sólveig í færslu sinni á Instagram en hana má sjá alla hér fyrir ofan. CrossFit Mest lesið Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Körfubolti Fórnaði sér fyrir strákaliðið Sport Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Handbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Handbolti Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Handbolti „Fokking aumingjar“ Körfubolti Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Körfubolti Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Bæði lið frumsýna nýja leikmenn Í beinni: ÍR - Álftanes | ÍR-ingar sjóðheitir Í beinni: Valur - Njarðvík | Tvö lið á skriði Í beinni: Höttur - Tindastóll | Lið á gjörólíkum stað Hlín orðuð við lið í efstu deild Englands Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Oggi snýr aftur heim Átján ára lést í fögnuði eftir sigur Eagles Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Willum sagður ætla að bjóða sig fram til formanns ÍSÍ Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Neymar ætlar sér að koma aftur til Evrópu eftir Santos ævintýrið Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Segir norska sambandið hafa stuðningsmenn félaganna að fíflum Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Félagaskiptaglugginn: Hvaða eftirsótti framherji færir sig um set? Fórnaði sér fyrir strákaliðið Dagskráin í dag: Bónus deild karla, Evrópudeildin, golf og Ronaldo Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Sjá meira
Morning Chalk Up fékk þær Sólveigu Sigurðardóttur og Dani Speegle til að segja frá upplifun sinni af perraskap og kynferðislegu áreiti á samfélagsmiðlum. Dani Speegle keppti á heimsleikunum 2019 og Sólveig hefur tvisvar keppt í liðakeppni á heimsleikunum. Sólveig Sigurðardóttir er ein af íslensku CrossFit konunum sem tryggðu sér sæti í undanúrslitum heimsleikanna í CrossFit í ár en Sólveig endaði í 44. sæti í Evrópuhluta átta manna úrslitanna. Sextíu efstu komust áfram í undanúrslitamótin. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Sólveig er á samningi hjá Nike og er með meira en 136 þúsund fylgjendur á Instagram. Það er ljóst að þrátt fyrir að flestir vilji henni allt hið besta og helli yfir hana hrósinu á netinu þá leynast heldur betur svartir sauðir inn á milli. Tóninn hefur breyst upp á síðkastið Morning Chalk Up hefur ýmislegt svakalegt eftir Sólveigu en hún var þar að segja frá ógeðslegum skilaboðum sem hún hefur fengið. Hún segir að þetta hafi byrjað sem sakleysislegar athugasemdir en svo fóru hlutirnir að breytast. Sólveig segir nefnilega að tóninn hafi breyst mikið upp á síðkastið. „Þetta hefur verið agressívara undanfarið ár,“ sagði Sólveig og hún nefnir sérstaklega einn mann sem svaraði mynd sem hún setti inn í sögu hjá sér. „Það var þarna einn maður sem vildi stunda kynlíf með mér. Hann sagði meðal annars: Bíddu bara þar til ég hef lokið mér af. Auðvitað loka ég á viðkomandi um leið og ég sé svona skilaboð. Þessi var hins vegar búinn að senda mér slík skilaboð í nokkurn tíma en ég hafði bara ekki tekið eftir því,“ sagði Sólveig í viðtalinu við Morning Chalk Up. Sólveig segist fá mikið af sóðalegum og ógeðslegum skilaboðum. Hún tekur dæmi um einn perrann. Verður ekki vanalega hrædd „Hann sagði að ef ég væri ekki hrifin af þessu þá ætti ég bara að halda fótunum mínum saman. Hann sagði líka að ég þyrfti að verða mér út um getnaðarvörn þegar hann væri búinn ljúka sér af með mig. Ég er ekki persóna sem verð hrædd en þegar ég las þetta þá hugsaði ég. Hvernig væri að hitta þennan gæja þegar ég væri ein?,“ sagði Sólveig Sigurðardóttir í viðtalinu við Morning Chalk Up. Sólveig birtir sjálf þetta umrædda viðtalsbrot úr greininni og fer betur yfir það hvernig hún hefur lært að lifa með þessum ömurlega fylgikvilla þess að vera orðin vinsæl íþróttakona á samfélagsmiðlum. Þar segir Sólveig að þessi miklu fjöldi fylgjenda sé vissulega að skila henni nýjum tækifærum í formi fríðinda og nýrra styrktaraðila. Sólveig er þakklát fyrir það og segir að auðvitað sé það hvetjandi fyrir sig að fá góðan og hvetjandi stuðning á samfélagsmiðlum. Sólveig segist stundum hafa svarað skilaboðum til sín og úr hafi oft orðið skemmtilegt spjall en það var ekki alltaf. View this post on Instagram A post shared by So lveig Sigurðardo ttir (@solasigurdardottir) „Nokkur af slíkum samtölum enduðu hins vegar ekki vel og á þeim tíma þá var ég ekki tilbúin eða varin fyrir þessum klámfengnu og perralegu skilaboðum sem ég fékk til baka. Ég er miklu betur undirbúin í dag til að lenda í slíku en það er einungis af því að ég hef breytt því hvernig ég nálgast mína samfélagsmiðla. Þegar ég hugsa um það þá er það samt ömurlegt að ég hafi þurft að breyta mínum venjum,“ sagði Sólveig. Greinin að koma á góðum tíma „Þessi grein í Morning Chalk Up er án efa að koma á góðum tíma. Ég veit að það eru fullt af stelpum þarna úti sem upplifa það að fá svona skilaboð. Þó að við látum þetta ekki á okkur fá og reynum að veita þessu ekki neina athygli þá skilur þetta alltaf eftir óþægilega tilfinningu,“ sagði Sólveig sem var tilbúin að vekja athygli á þessu vandamáli. „Við eigum að tala um þetta og taka á þessu og þetta er eitt skref til viðbótar í rétta átt,“ sagði Sólveig í færslu sinni á Instagram en hana má sjá alla hér fyrir ofan.
CrossFit Mest lesið Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Körfubolti Fórnaði sér fyrir strákaliðið Sport Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Handbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Handbolti Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Handbolti „Fokking aumingjar“ Körfubolti Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Körfubolti Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Bæði lið frumsýna nýja leikmenn Í beinni: ÍR - Álftanes | ÍR-ingar sjóðheitir Í beinni: Valur - Njarðvík | Tvö lið á skriði Í beinni: Höttur - Tindastóll | Lið á gjörólíkum stað Hlín orðuð við lið í efstu deild Englands Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Oggi snýr aftur heim Átján ára lést í fögnuði eftir sigur Eagles Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Willum sagður ætla að bjóða sig fram til formanns ÍSÍ Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Neymar ætlar sér að koma aftur til Evrópu eftir Santos ævintýrið Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Segir norska sambandið hafa stuðningsmenn félaganna að fíflum Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Félagaskiptaglugginn: Hvaða eftirsótti framherji færir sig um set? Fórnaði sér fyrir strákaliðið Dagskráin í dag: Bónus deild karla, Evrópudeildin, golf og Ronaldo Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Sjá meira