John Cleese sannfærður um að Kaupþing hafi komið hruninu 2008 af stað Jakob Bjarnar skrifar 28. apríl 2021 11:26 Enski leikarinn fer á kostum í sérstakri afmæliskveðju til Þrastar Leós Gunnarssonar leikara. Þröstur Leó hélt nýverið upp á sextugsafmæli sitt og eitt af því sem gert var til hátíðabrigða af vinum og fjölskyldu var að fá John Cleese, hinn goðsagnakennda enska leikara úr Monty Python með meiru, til að kasta kveðju á Þröst Leó í gegnum fjarbúnað. Það gerir Cleese svikalaust og fer á kostum en Þröstur Leó birtir kveðjuna á Facebookvegg sínum með þökkum fyrir dásamlegan afmælisdag: „Fékk kveðju frá enskum kollega í gær,“ segir Þröstur Leó eins og ekkert sé. Rifjar upp leik sinn í auglýsingum Kaupþings Cleese átti í nokkrum erfiðleikum með að bera nafn Þrastar fram en sá sem fékk hann til að senda kveðjuna tók einmitt fram við enska leikarann: Gangi þér vel með það. John Cleese telur þetta ekki eftir sér og er kveðja hans sex mínútna löng. Hann byrjar á því að greina frá því að hann hafi eitt sinn leikið í íslenskri auglýsingu. Og var þá beðinn um að segja nokkur orð á íslensku. Ég get sagt eitt og annað á hinum og þessum evrópskum tungumálum en ekki íslensku. Auglýsingin hafi verið eitthvað það erfiðasta sem hann hafi gert. Af hverju ekki bara að hringja í alla? „Ég heyrði ekki einu sinni hvað þeir voru að segja þegar þeir báðu mig um að endurtaka það. Þetta var frekar fyndið því auglýsingin var fyrir fyrirtæki sem heitir Káptin (Kaupþing). Sem, eftir því sem mér skilst, er bankinn sem hratt alheimsbankaheimskreppunni af stað 2008. Ég held að sú kreppa hafi byrjað á Íslandi og Kaupþing fyrsti bankinn til að fara. Sem var fljótlega eftir að ég gerði þessar auglýsingar fyrir þá.“ John Cleese segir að þetta hafi verið ánægjulegt til að byrja með. Hann hafi spurt hversu margir byggju á Íslandi. 300 milljónir? Nei, þrjú hundruð þúsund og hann hafi þá spurt hvers vegna verið væri að hafa fyrir því að gera auglýsingu, af hverju ekki að hringja bara í hvern og einn? Síðan víkur John Cleese að Þresti, aldrinum og fjölskyldunni að hætti hússins og er húrrandi fyndinn. Hann segir föðurhlutverkið það mikilvægasta og segir börn Þrastar hafi beðið sig um að koma þeim skilaboðum á framfæri að Þröstur eigi helst að hætta að vera nakinn í öllum þeim kvikmyndum sem hann leikur í. Sjálfur segir hann reyndar að það geti reynst arðbært að koma nakinn fram, það hafi hann gert til að mynda í kvikmyndinni „Fish called Wanda“ og ef það er það sem þarf til að fá fólk í kvikmyndahús, þá verði svo að vera. Leikhús Bíó og sjónvarp Samfélagsmiðlar Tímamót Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Þröstur Leó hélt nýverið upp á sextugsafmæli sitt og eitt af því sem gert var til hátíðabrigða af vinum og fjölskyldu var að fá John Cleese, hinn goðsagnakennda enska leikara úr Monty Python með meiru, til að kasta kveðju á Þröst Leó í gegnum fjarbúnað. Það gerir Cleese svikalaust og fer á kostum en Þröstur Leó birtir kveðjuna á Facebookvegg sínum með þökkum fyrir dásamlegan afmælisdag: „Fékk kveðju frá enskum kollega í gær,“ segir Þröstur Leó eins og ekkert sé. Rifjar upp leik sinn í auglýsingum Kaupþings Cleese átti í nokkrum erfiðleikum með að bera nafn Þrastar fram en sá sem fékk hann til að senda kveðjuna tók einmitt fram við enska leikarann: Gangi þér vel með það. John Cleese telur þetta ekki eftir sér og er kveðja hans sex mínútna löng. Hann byrjar á því að greina frá því að hann hafi eitt sinn leikið í íslenskri auglýsingu. Og var þá beðinn um að segja nokkur orð á íslensku. Ég get sagt eitt og annað á hinum og þessum evrópskum tungumálum en ekki íslensku. Auglýsingin hafi verið eitthvað það erfiðasta sem hann hafi gert. Af hverju ekki bara að hringja í alla? „Ég heyrði ekki einu sinni hvað þeir voru að segja þegar þeir báðu mig um að endurtaka það. Þetta var frekar fyndið því auglýsingin var fyrir fyrirtæki sem heitir Káptin (Kaupþing). Sem, eftir því sem mér skilst, er bankinn sem hratt alheimsbankaheimskreppunni af stað 2008. Ég held að sú kreppa hafi byrjað á Íslandi og Kaupþing fyrsti bankinn til að fara. Sem var fljótlega eftir að ég gerði þessar auglýsingar fyrir þá.“ John Cleese segir að þetta hafi verið ánægjulegt til að byrja með. Hann hafi spurt hversu margir byggju á Íslandi. 300 milljónir? Nei, þrjú hundruð þúsund og hann hafi þá spurt hvers vegna verið væri að hafa fyrir því að gera auglýsingu, af hverju ekki að hringja bara í hvern og einn? Síðan víkur John Cleese að Þresti, aldrinum og fjölskyldunni að hætti hússins og er húrrandi fyndinn. Hann segir föðurhlutverkið það mikilvægasta og segir börn Þrastar hafi beðið sig um að koma þeim skilaboðum á framfæri að Þröstur eigi helst að hætta að vera nakinn í öllum þeim kvikmyndum sem hann leikur í. Sjálfur segir hann reyndar að það geti reynst arðbært að koma nakinn fram, það hafi hann gert til að mynda í kvikmyndinni „Fish called Wanda“ og ef það er það sem þarf til að fá fólk í kvikmyndahús, þá verði svo að vera.
Leikhús Bíó og sjónvarp Samfélagsmiðlar Tímamót Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira