Leiðtogi norðurírsku heimastjórnarinnar segir af sér Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2021 19:37 Óánægja norðurírskra sambandssinna með stöðu sína eftir Brexit varð Arlene Foster að falli sem oddviti heimastjórnarinnar og leiðtogi DUP. Hún lætur af embætti í sumar. AP/Liam McBurnley Arlene Foster, oddviti heimastjórnar Norður-Írlands, sagði af sér vegna innanflokksátaka í Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í dag. Hún ætlar jafnframt að stíga til hliðar sem leiðtogi flokksins. Þau tíðkast nú hin breiðu spjótin innan DUP vegna óánægju flokksmanna um hvernig komið er fyrir Norður-Írlandi eftir Brexit. Tolla- og landamæraeftirlit hefur verið komið á fyrir ákveðnar vörur sem eru fluttar á milli Norður-Írland og annarra hluta Bretlands en það var málamiðlun til að koma í veg fyrir að hörð landamæri á milli Norður-Írlands og Írlands. Óánægjan með fyrirkomulagið hefur meðal annars brotist fram í óeirðum í nokkrum borgum á Norður-Írlandi um og eftir páska. Ungmenni úr andstæðum fylkingum sambandssinna annars vegar og írskra þjóðernissinna hins vegar hafa grýtt hvert annað og lögreglu. Örlög Foster réðust þegar hópur þingmanna flokks hennar skrifaði undir vantraustsyfirlýsingu á hendur henni. Þeir finna henni til foráttu að hafa stutt útgöngusamning Borisar Johnsion, forsætisráðherra Bretlands. Hún brást við vantraustsyfirlýsingunni með því að tilkynna að hún ætlaði sér að segja af sér sem leiðtogi flokksins 28. maí og oddviti heimastjórnarinnar í lok júní. Búist er við því að eftirmaður Foster verði harðlínumaður. Ráðandi öfl í DUP vilja að Bretar rifti útgöngusamningunum við ESB. AP-fréttastofan segir að íhaldsmönnum í DUP hafi einnig misboðið frjálslyndi Foster í ýmsum samfélagslegum málefnum. Þannig greiddi hún ekki atkvæði með flokkssystkinum sínum gegn frumvarpi um að banna „meðferð“ gegn samkynhneigð á norður-írska þinginu í síðustu viku. Foster hefur leitt DUP frá 2015 og var fyrsta konan til að gegna leiðtogahlutverkinu. Undir forystu hennar átti flokkurinn í samstarfi við Sinn Fein, flokk þjóðernissinna en flokkar sambandssinna- og þjóðernissinna verða að mynda saman heimastjórn samkvæmt norðurírskri stjórnskipan. Stjórnin sprakk árið 2017 og ríkti stjórnarkreppa í að verða þrjú ár. Flokkarnir tóku þráðinn upp aftur í fyrra en enn ríki mikið vantraust á milli þeirra. Norður-Írland Brexit Bretland Evrópusambandið Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Þau tíðkast nú hin breiðu spjótin innan DUP vegna óánægju flokksmanna um hvernig komið er fyrir Norður-Írlandi eftir Brexit. Tolla- og landamæraeftirlit hefur verið komið á fyrir ákveðnar vörur sem eru fluttar á milli Norður-Írland og annarra hluta Bretlands en það var málamiðlun til að koma í veg fyrir að hörð landamæri á milli Norður-Írlands og Írlands. Óánægjan með fyrirkomulagið hefur meðal annars brotist fram í óeirðum í nokkrum borgum á Norður-Írlandi um og eftir páska. Ungmenni úr andstæðum fylkingum sambandssinna annars vegar og írskra þjóðernissinna hins vegar hafa grýtt hvert annað og lögreglu. Örlög Foster réðust þegar hópur þingmanna flokks hennar skrifaði undir vantraustsyfirlýsingu á hendur henni. Þeir finna henni til foráttu að hafa stutt útgöngusamning Borisar Johnsion, forsætisráðherra Bretlands. Hún brást við vantraustsyfirlýsingunni með því að tilkynna að hún ætlaði sér að segja af sér sem leiðtogi flokksins 28. maí og oddviti heimastjórnarinnar í lok júní. Búist er við því að eftirmaður Foster verði harðlínumaður. Ráðandi öfl í DUP vilja að Bretar rifti útgöngusamningunum við ESB. AP-fréttastofan segir að íhaldsmönnum í DUP hafi einnig misboðið frjálslyndi Foster í ýmsum samfélagslegum málefnum. Þannig greiddi hún ekki atkvæði með flokkssystkinum sínum gegn frumvarpi um að banna „meðferð“ gegn samkynhneigð á norður-írska þinginu í síðustu viku. Foster hefur leitt DUP frá 2015 og var fyrsta konan til að gegna leiðtogahlutverkinu. Undir forystu hennar átti flokkurinn í samstarfi við Sinn Fein, flokk þjóðernissinna en flokkar sambandssinna- og þjóðernissinna verða að mynda saman heimastjórn samkvæmt norðurírskri stjórnskipan. Stjórnin sprakk árið 2017 og ríkti stjórnarkreppa í að verða þrjú ár. Flokkarnir tóku þráðinn upp aftur í fyrra en enn ríki mikið vantraust á milli þeirra.
Norður-Írland Brexit Bretland Evrópusambandið Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira