Erlent

NATO byrjar brottflutning frá Afganistan

Samúel Karl Ólason skrifar
Hermenn NATO í Afganistan.
Hermenn NATO í Afganistan. Getty/Michael Fischer

Atlantshafsbandalagið er byrjað að flytja hermenn og búnað frá Afganistan, samhliða Bandaríkjunum. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti nýverið að aðkomu Bandaríkjanna að stríðinu í Afganistan verði lokið fyrir 11. september, á tuttugu ára afmæli árásarinnar á Tvíburaturnana.

Í kjölfarið tilkynntu forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins, sem hefur tekið þátt í átökum í Afganistan og er nú með þúsundir hermanna þar, að þar á bæ hefði sú ákvörðun verið tekin að fylgja Bandaríkjunum eftir.

Í dag bárust þær fregnir frá NATO að brottflutningur bandalagsins frá Afganistan væri nú hafinn, samkvæmt AFP fréttaveitunni.

Stríðið í Afganistan hófst eftir árásirnar á Tvíburaturnana svokölluðu í New York borg, þann 11. september 2001. Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda báru ábyrgð á árásinni en talibanar, sem ríktu þá í Afganistan, stóðu þétt við bakið á samtökunum með fjárveitingum, bækistöðvum, mönnum og öðrum hætti.

Markmið Bandaríkjanna breyttist þó fljótt í að reyna að koma á nútíma lýðræðisríki í Afganistan en það hefur ekki gengið eftir. Tuttugu árum síðar hafa talibanar ekki stjórnað stærri hluta landsins frá því þeim var komið frá völdum.


Tengdar fréttir

Bandalagsríki NATO kalla herinn heim frá Afganistan

Danir ætla að kalla herafla sinn heim frá Afganistan í skrefum fram til 11. september næstkomandi, samhliða því sem NATO og Bandaríkin hyggjast draga úr umsvifum sínum í landinu. Danir sendu fyrstu hermennina til Afganistan í janúar 2002 og hafa tekið þátt í stríðinu síðan. Guðlaugur Þór Þórðarson segir að nú hefjist nýr kafli í samskiptum NATO og Afganistan.

Ætla að kalla hermenn heim fyrir ellefta september

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlar að kalla alla bandaríska hermenn í Afganistan heim fyrir 11. september. Þá verða tuttugu ár liðin frá árásinni á Tvíburaturnanna svokölluðu, sem leiddi til innrásar Bandaríkjanna í Afganistan. Stríðið er það lengsta í sögu Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×