Þýsk loftslagslög talin brjóta á rétti ungs fólks Kjartan Kjartansson skrifar 29. apríl 2021 21:27 Kolaorkuver í Neurath í Þýskalandi. Núgildandi lög um loftslagsaðgerðir eru talin of óskýr um hvernig markmið eiga að nást eftir 2030. AP/Martin Meissner Stjórnlagadómstóll Þýskalands komst að þeirri niðurstöðu í dag að loftslagslög þýsku ríkisstjórnarinnar gangi ekki nægilega langt og brjóti gegn grundvallarréttindum fólks með því að koma því á herðar yngri kynslóða að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Stjórnvöld þurfa að endurskoða lögin fyrir lok árs. Ungir aðgerðasinnar í loftslagsmálum skutu loftslagslögum ríkisstjórnarinnar til stjórnlagadómstólsins. Í úrskurði sínum í dag taldi dómstóllinn að núgildandi lög brytu gegn frelsi kvartendanna vegna þess að þau fresta því að ná þeim niðurskurði á losun gróðurhúsalofttegunda sem þarf til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins of mikið fram yfir árið 2030. „Til þess að ná þessu verður samdrátturinn sem þörf verður á eftir 2030 að nást hraðar og með skemmri fyrirvara,“ sagði dómstóllinn. Þannig sé þrengt verulega að rétti yngri kynslóða þar sem þær muni enn þurfa að reiða sig á orkugjafa sem losa gróðurhúsalofttegundir að stórum hluta. Þýskaland stefnir að 55% samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir lok þessa áratugar. Með núgildandi lögum þarf að skera losunina niður um 178 milljónir tonna af koltvísýringi á þessum áratug en svo um 281 milljón tonna á áratug eftir það, að sögn AP-fréttastofunnar. Stjórnlagadómstólinn taldi lögin, sem voru samþykkt árið 2019, ekki nægilega skýr um hvernig ætti að skera niður losun eftir 2030, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Lögin koma þeim byrðum að draga mikið úr losun á óafturkræfan hátt á tímabilið eftir 2030,“ sagði í úrskurðinum. Ríkisstjórnin þarf að setja sér ný markmið um samdrátt í losun eftir 2030 fyrir lok þessa árs. Fagna úrskurðinum sem sigri fyrir loftslagshreyfinguna Þýskir umhverfissinnar hafa tekið úrskurðinum fagnandi og umhverfisráðherrann Svenja Schulze sömuleiðis. „Ég hefði viljað hafa annað bráðabirgðamarkmið fyrir fjórða áratuginn í lögunum en það var ekki meirihluti fyrir því á sínum tíma,“ sagði Schulze. Luisa Neubauer, loftslagsaðgerðasinni frá hreyfingunni Föstudagar til framtíðar sem var einn kvartenda í málinu, segir úrskurðinn meiriháttar sigur. „Aðgerðaleysi dagsins í dag má ekki skerða frelsi okkar og réttindi í framtíðinni,“ sagði Neubauer. Viðurkenndi kolefnisþak Úrskurðurinn í dag þykir einnig merkilegur fyrir þær sakir að dómstóllinn viðurkenndi þá hugmynd að Þýskalandi hafi endanlegt „kolefnisþak“, ákveðið magn kolefnis sem það getur losað án þess að markmið Parísarsamkomulagsins bresti. Dómstóllinn skilgreindi þó ekki hvert þakið væri fyrir Þýskaland sérstaklega. Vísindamenn óttast að losun mannkyns sprengi kolefnisþakið á næsta áratugnum. Í þessu ljósi sögðu dómararnir að það væri ósanngjarnt að leyfa einni kynslóð að nýta stóran hluta kolefnisþaksins og gera aðeins hóflegar kröfur um samdrátt ef það þýðir að komandi kynslóðir þurfa að taka það á sína herðar að skera losunina við nögl. Þýskaland Loftslagsmál Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Ungir aðgerðasinnar í loftslagsmálum skutu loftslagslögum ríkisstjórnarinnar til stjórnlagadómstólsins. Í úrskurði sínum í dag taldi dómstóllinn að núgildandi lög brytu gegn frelsi kvartendanna vegna þess að þau fresta því að ná þeim niðurskurði á losun gróðurhúsalofttegunda sem þarf til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins of mikið fram yfir árið 2030. „Til þess að ná þessu verður samdrátturinn sem þörf verður á eftir 2030 að nást hraðar og með skemmri fyrirvara,“ sagði dómstóllinn. Þannig sé þrengt verulega að rétti yngri kynslóða þar sem þær muni enn þurfa að reiða sig á orkugjafa sem losa gróðurhúsalofttegundir að stórum hluta. Þýskaland stefnir að 55% samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir lok þessa áratugar. Með núgildandi lögum þarf að skera losunina niður um 178 milljónir tonna af koltvísýringi á þessum áratug en svo um 281 milljón tonna á áratug eftir það, að sögn AP-fréttastofunnar. Stjórnlagadómstólinn taldi lögin, sem voru samþykkt árið 2019, ekki nægilega skýr um hvernig ætti að skera niður losun eftir 2030, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Lögin koma þeim byrðum að draga mikið úr losun á óafturkræfan hátt á tímabilið eftir 2030,“ sagði í úrskurðinum. Ríkisstjórnin þarf að setja sér ný markmið um samdrátt í losun eftir 2030 fyrir lok þessa árs. Fagna úrskurðinum sem sigri fyrir loftslagshreyfinguna Þýskir umhverfissinnar hafa tekið úrskurðinum fagnandi og umhverfisráðherrann Svenja Schulze sömuleiðis. „Ég hefði viljað hafa annað bráðabirgðamarkmið fyrir fjórða áratuginn í lögunum en það var ekki meirihluti fyrir því á sínum tíma,“ sagði Schulze. Luisa Neubauer, loftslagsaðgerðasinni frá hreyfingunni Föstudagar til framtíðar sem var einn kvartenda í málinu, segir úrskurðinn meiriháttar sigur. „Aðgerðaleysi dagsins í dag má ekki skerða frelsi okkar og réttindi í framtíðinni,“ sagði Neubauer. Viðurkenndi kolefnisþak Úrskurðurinn í dag þykir einnig merkilegur fyrir þær sakir að dómstóllinn viðurkenndi þá hugmynd að Þýskalandi hafi endanlegt „kolefnisþak“, ákveðið magn kolefnis sem það getur losað án þess að markmið Parísarsamkomulagsins bresti. Dómstóllinn skilgreindi þó ekki hvert þakið væri fyrir Þýskaland sérstaklega. Vísindamenn óttast að losun mannkyns sprengi kolefnisþakið á næsta áratugnum. Í þessu ljósi sögðu dómararnir að það væri ósanngjarnt að leyfa einni kynslóð að nýta stóran hluta kolefnisþaksins og gera aðeins hóflegar kröfur um samdrátt ef það þýðir að komandi kynslóðir þurfa að taka það á sína herðar að skera losunina við nögl.
Þýskaland Loftslagsmál Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira