Aðalsteinn hættir hjá RÚV: „Ég er ekki að hætta í rannsóknarblaðamennsku“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. apríl 2021 12:46 Aðalsteinn hefur verið partur af ritstjórn fréttaskýringaþáttarins Kveiks undanfarin ár og átti meðal annar stóran þátt í umfjölluninni um Samherja-skjölin svokölluðu. Vísir/Vilhelm „Að vinna á RÚV og í umhverfinu þar, sem er gott að svo rosalega mörgu leyti, er samt orðið þannig að það hefur meiri áhrif á mitt daglega líf en ég kæri mig um,“ segir blaðamaðurinn Aðalsteinn Kjartansson, sem tilkynnti á Facebook fyrir stundu að í dag væri síðasti vinnudagurinn hans hjá Ríkisútvarpinu. Í Facebook-færslu sinni segist hann vera búin að velta þessu fyrir sér í marga mánuði; hann sé ekki að „fara í neinu fússi“ en að vandlega íhuguðu máli. Aðalsteinn segist engu að síður hafa komist að þeirri niðurstöðu „að RÚV sé ekki vinnustaður fyrir mig eins og stendur“. En er hann að hætta vegna starfsaðstæðna innan RÚV eða gagnrýni á RÚV? „Ég er ekki að hætta í rannsóknarblaðamennsku eða gagnrýnni blaðamennsku,“ svarar hann. Ef marka má athugasemdir við Facebook-færsluna virðist tilkynning hans hafa komið einhverjum samstarfsfélögum á óvart. „Ég er búin að vera, núna síðustu fjögur ár, á ritstjórn Kveiks og ég hef að sjálfsögðu verið opinn gagnvart þeim með það sem ég hef verið að hugsa,“ segir Aðalsteinn. „Þetta kemur þeim ekkert á óvart.“ Hann segist ekki vera að hætta vegna úrskurðar siðanefndar RÚV um Helga Seljan, samstarfsfélaga hans, en það sé vissulega þáttur í starfsumhverfinu að þurfa að takast á við eitthvað á borð við hana. En þegar hann talar um starfsumhverfið á RÚV getur hann átt við tvennt; starfsumhverfið á vinnustaðnum sjálfum og svo stöðuga gagnrýni einstaklinga út í bæ, sem margir finna ríkisfjölmiðlinum allt til foráttu. Hvort er hann að tala um? „Ég á ekkert von á því að einhverjir sem eru óánægðir með það sem ég er að gera í vinnunni hætti að kalla mig öllum illum nöfnum eða ráðast að mínum trúverðugleika,“ svarar Aðalsteinn dulur. „Ég þoli það.“ Ákvörðunin sé fyrst og fremst persónuleg. „Starfsumhverfið á RÚV er bara ekki fyrir mig. Kveikur er áfram frábær þáttur og mikilvægur og RÚV er einn mikilvægasti fjölmiðill á Íslandi,“ segir hann. Kjarninn segist hafa heimildir fyrir því að Aðalsteinn hafi ráðið sig til starfa á Stundinni en sjálfur vill hann lítið gefa upp um næstu skref. „Ég er ennþá starfsmaður RÚV, út daginn. Svo tek ég mér frí í næstu viku.“ Í dag er síðasti dagurinn minn á RÚV. Kveikur er frábær þáttur sem ég trúi að sé mikilvægur. Eftir að hafa hugsað mikið...Posted by Aðalsteinn Kjartansson on Friday, April 30, 2021 Uppfært 14:57: Stundin hefur greint frá því að Aðalsteinn hafi ráðið sig til starfa hjá Stundinni. Hann hefji störf í næstu viku. Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Í Facebook-færslu sinni segist hann vera búin að velta þessu fyrir sér í marga mánuði; hann sé ekki að „fara í neinu fússi“ en að vandlega íhuguðu máli. Aðalsteinn segist engu að síður hafa komist að þeirri niðurstöðu „að RÚV sé ekki vinnustaður fyrir mig eins og stendur“. En er hann að hætta vegna starfsaðstæðna innan RÚV eða gagnrýni á RÚV? „Ég er ekki að hætta í rannsóknarblaðamennsku eða gagnrýnni blaðamennsku,“ svarar hann. Ef marka má athugasemdir við Facebook-færsluna virðist tilkynning hans hafa komið einhverjum samstarfsfélögum á óvart. „Ég er búin að vera, núna síðustu fjögur ár, á ritstjórn Kveiks og ég hef að sjálfsögðu verið opinn gagnvart þeim með það sem ég hef verið að hugsa,“ segir Aðalsteinn. „Þetta kemur þeim ekkert á óvart.“ Hann segist ekki vera að hætta vegna úrskurðar siðanefndar RÚV um Helga Seljan, samstarfsfélaga hans, en það sé vissulega þáttur í starfsumhverfinu að þurfa að takast á við eitthvað á borð við hana. En þegar hann talar um starfsumhverfið á RÚV getur hann átt við tvennt; starfsumhverfið á vinnustaðnum sjálfum og svo stöðuga gagnrýni einstaklinga út í bæ, sem margir finna ríkisfjölmiðlinum allt til foráttu. Hvort er hann að tala um? „Ég á ekkert von á því að einhverjir sem eru óánægðir með það sem ég er að gera í vinnunni hætti að kalla mig öllum illum nöfnum eða ráðast að mínum trúverðugleika,“ svarar Aðalsteinn dulur. „Ég þoli það.“ Ákvörðunin sé fyrst og fremst persónuleg. „Starfsumhverfið á RÚV er bara ekki fyrir mig. Kveikur er áfram frábær þáttur og mikilvægur og RÚV er einn mikilvægasti fjölmiðill á Íslandi,“ segir hann. Kjarninn segist hafa heimildir fyrir því að Aðalsteinn hafi ráðið sig til starfa á Stundinni en sjálfur vill hann lítið gefa upp um næstu skref. „Ég er ennþá starfsmaður RÚV, út daginn. Svo tek ég mér frí í næstu viku.“ Í dag er síðasti dagurinn minn á RÚV. Kveikur er frábær þáttur sem ég trúi að sé mikilvægur. Eftir að hafa hugsað mikið...Posted by Aðalsteinn Kjartansson on Friday, April 30, 2021 Uppfært 14:57: Stundin hefur greint frá því að Aðalsteinn hafi ráðið sig til starfa hjá Stundinni. Hann hefji störf í næstu viku.
Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira