Arnar í markmannsleit: Brotnaði á fjórum stöðum Valur Páll Eiríksson skrifar 1. maí 2021 20:10 Arnar Grétarsson er í leit að markverði. vísir/stefán Arnar Grétarsson, þjálfari KA, er í leit að markverði eftir slæmt handarbrot Kristijans Jajalo í vikunni. Strákur í þriðja flokki var í leikmannahópi KA í 0-0 jafntefli við HK í Pepsi Max-deild karla í dag. „Ég held heilt yfir að þetta hafi verið sanngjörn úrslit, það getur vel verið að HK-ingarnir séu ósáttir því þeir fengu náttúrulega besta færið í leiknum þegar Dusan sendir til baka undir engri pressu og gerir bara mistök, eins og gerist stundum í fótbolta. Stubbur [Steinþór Már Auðunsson] var starfi sínu vaxinn. En ef við tökum það út var þetta bara frekar lokaður leikur,“ sagði Arnar um leikinn. Þá segir hann skort á æfingum og leikjum vegna COVID-ástandsins hafa sitt að segja. „Þú vilt reyna, sem þjálfari, að ná 5-6 leikjum með þínu besta liði en það hefur ekki verið, en ég tel að okkar lið sé ekkert eitt með það. Nú komum við inn í mótið og spilum þétt og verðum að sækja úrslit en það gekk ekki. Við ætluðum klárlega að reyna að sækja þessi þrjú stig en það vantar svolítið upp á síðasta þriðjung.“ 'Stubbur' gerði vel en það vantar annan markvörð Kristijan Jajalo, markvörður KA, handarbrotnaði í vikunni og verður lengi frá. Varamarkvörður KA í dag, Ívar Arnbro Þórhallsson, er leikmaður þriðja flokks - fæddur 2006, svo Arnar segir KA-menn vera að líta í kringum sig. „Þetta var slæmt brot, ég held hann hafi brotnað á fjórum stöðum. Þeir tala um allavega þrjá mánuði þannig að það er orðið ansi langt,“ „Ég var mjög ánægður með frammistöðu Stubbs í dag, hann var mjög góður og hann hefur verið að sýna þetta á æfingum. Hans fyrsti leikur í efstu deild og hann sýndi að hann getur þetta.“ sagði Arnar um Steinþór Má, eða Stubb, en hann lék með Magna í Grenivík í fyrra og var, líkt og Arnar kom inn á að leika sinn fyrsta leik í efstu deild í dag. Um markmannsmálin sagði Arnar: „Við erum að skoða að reyna að fá einhvern markmann inn vegna þess að Jajalo er frá í þrjá, fjóra mánuði. Þá er til mikils ætlast að mjög ungur strákur geti stigið inn. Hann [Ívar] er mjög efnilegur strákur en mér finnst heldur mikið að setja það á herðarnar á honum að fara í markið. Við ætlum okkur hluti í sumar og við erum að skoða í kringum okkur.“ Pepsi Max-deild karla KA Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK 0-0 KA | Markalaust í Kórnum HK og KA skildu jöfn, 0-0, í fyrstu umferð Pepsi Max-deild karla í fótbolta í Kórnum síðdegis. Niðurstaðan er líkast til sanngjörn, heilt yfir litið, en HK fékk dauðafæri til að klára leikinn. 1. maí 2021 19:50 Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira
„Ég held heilt yfir að þetta hafi verið sanngjörn úrslit, það getur vel verið að HK-ingarnir séu ósáttir því þeir fengu náttúrulega besta færið í leiknum þegar Dusan sendir til baka undir engri pressu og gerir bara mistök, eins og gerist stundum í fótbolta. Stubbur [Steinþór Már Auðunsson] var starfi sínu vaxinn. En ef við tökum það út var þetta bara frekar lokaður leikur,“ sagði Arnar um leikinn. Þá segir hann skort á æfingum og leikjum vegna COVID-ástandsins hafa sitt að segja. „Þú vilt reyna, sem þjálfari, að ná 5-6 leikjum með þínu besta liði en það hefur ekki verið, en ég tel að okkar lið sé ekkert eitt með það. Nú komum við inn í mótið og spilum þétt og verðum að sækja úrslit en það gekk ekki. Við ætluðum klárlega að reyna að sækja þessi þrjú stig en það vantar svolítið upp á síðasta þriðjung.“ 'Stubbur' gerði vel en það vantar annan markvörð Kristijan Jajalo, markvörður KA, handarbrotnaði í vikunni og verður lengi frá. Varamarkvörður KA í dag, Ívar Arnbro Þórhallsson, er leikmaður þriðja flokks - fæddur 2006, svo Arnar segir KA-menn vera að líta í kringum sig. „Þetta var slæmt brot, ég held hann hafi brotnað á fjórum stöðum. Þeir tala um allavega þrjá mánuði þannig að það er orðið ansi langt,“ „Ég var mjög ánægður með frammistöðu Stubbs í dag, hann var mjög góður og hann hefur verið að sýna þetta á æfingum. Hans fyrsti leikur í efstu deild og hann sýndi að hann getur þetta.“ sagði Arnar um Steinþór Má, eða Stubb, en hann lék með Magna í Grenivík í fyrra og var, líkt og Arnar kom inn á að leika sinn fyrsta leik í efstu deild í dag. Um markmannsmálin sagði Arnar: „Við erum að skoða að reyna að fá einhvern markmann inn vegna þess að Jajalo er frá í þrjá, fjóra mánuði. Þá er til mikils ætlast að mjög ungur strákur geti stigið inn. Hann [Ívar] er mjög efnilegur strákur en mér finnst heldur mikið að setja það á herðarnar á honum að fara í markið. Við ætlum okkur hluti í sumar og við erum að skoða í kringum okkur.“
Pepsi Max-deild karla KA Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK 0-0 KA | Markalaust í Kórnum HK og KA skildu jöfn, 0-0, í fyrstu umferð Pepsi Max-deild karla í fótbolta í Kórnum síðdegis. Niðurstaðan er líkast til sanngjörn, heilt yfir litið, en HK fékk dauðafæri til að klára leikinn. 1. maí 2021 19:50 Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK 0-0 KA | Markalaust í Kórnum HK og KA skildu jöfn, 0-0, í fyrstu umferð Pepsi Max-deild karla í fótbolta í Kórnum síðdegis. Niðurstaðan er líkast til sanngjörn, heilt yfir litið, en HK fékk dauðafæri til að klára leikinn. 1. maí 2021 19:50