126 konur á leið upp Kvennadalshnjúk Eiður Þór Árnason skrifar 2. maí 2021 00:02 Talið er að gangan muni taka fjórtán til sextán klukkustundir. Aðsend 126 konur lögðu af stað í göngu upp á Hvannadalshnjúk á Öræfajökli klukkan 23 í kvöld til styrktar nýrri krabbameinsdeild á Landspítalanum. Gerir hópurinn ráð fyrir að fyrstu konurnar muni toppa Kvennadalshnjúkinn, eins og þær kjósa að kalla hann, um sjöleytið í fyrramálið. Brynhildur Ólafsdóttir og Vilborg Arna Gissurardóttir eru leiðangursstjórar göngunnar en hópurinn skiptist niður á átján línur og er hver lína leidd af jöklaleiðsögukonu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hópnum en uppistaðan í honum er útivistarhópur sem kallar sig Snjódrífurnar. Hluti af vöskum hópi göngukvenna. aðsend Að sögn Mbl.is eru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og Ásta Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, meðal þeirra sem eru með í för. Hópurinn er nú lagður af stað í fjórtán til sextán tíma göngu til að safna fyrir krabbameinsdeildinni og hvetur fólk til að styðja við söfnunina. Snjódrífurnar vöktu athygli þegar þær lögðu í 150 kílómetra ferðalag yfir Vatnajökul í fyrra til að styðja Styrktarfélagið Líf og Kraft, félag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Líkt og þá gengur hópurinn undir formerkjum félagasamtakanna og kalla hana Lífskraftsgöngu. Með söfnuninni vilja Snjódrífurnar halda áfram að styðja við skjólstæðinga félaganna tveggja. Hægt að styðja söfnunina með því að leggja inn á reikning 1161-26-9900, kt. 501219-0290, eða með AUR appinu í síma 789 4010. Vatnajökulsþjóðgarður Fjallamennska Hvannadalshnjúkur Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Gerir hópurinn ráð fyrir að fyrstu konurnar muni toppa Kvennadalshnjúkinn, eins og þær kjósa að kalla hann, um sjöleytið í fyrramálið. Brynhildur Ólafsdóttir og Vilborg Arna Gissurardóttir eru leiðangursstjórar göngunnar en hópurinn skiptist niður á átján línur og er hver lína leidd af jöklaleiðsögukonu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hópnum en uppistaðan í honum er útivistarhópur sem kallar sig Snjódrífurnar. Hluti af vöskum hópi göngukvenna. aðsend Að sögn Mbl.is eru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og Ásta Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, meðal þeirra sem eru með í för. Hópurinn er nú lagður af stað í fjórtán til sextán tíma göngu til að safna fyrir krabbameinsdeildinni og hvetur fólk til að styðja við söfnunina. Snjódrífurnar vöktu athygli þegar þær lögðu í 150 kílómetra ferðalag yfir Vatnajökul í fyrra til að styðja Styrktarfélagið Líf og Kraft, félag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Líkt og þá gengur hópurinn undir formerkjum félagasamtakanna og kalla hana Lífskraftsgöngu. Með söfnuninni vilja Snjódrífurnar halda áfram að styðja við skjólstæðinga félaganna tveggja. Hægt að styðja söfnunina með því að leggja inn á reikning 1161-26-9900, kt. 501219-0290, eða með AUR appinu í síma 789 4010.
Vatnajökulsþjóðgarður Fjallamennska Hvannadalshnjúkur Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira