Vonast til að setja nýtt lyf við Covid-19 á markað fyrir lok árs Sylvía Hall skrifar 2. maí 2021 09:09 Albert Bourla (t.h.) er forstjóri Pfizer. Getty/Drew Angerer Albert Bourla, forstjóri lyfjafyrirtækisins Pfizer, er bjartsýnn á að nýtt lyf við kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum verði komið á markað fyrir lok ársins. Lyfið, sem enn er á tilraunastigi, er í töfluformi og yrði notað þegar fyrstu einkenni gera vart við sig. Þetta sagði Bourla í samtali við CNBC fyrr í vikunni, en hann segist vona að allt gangi að óskum og lyfið komi vel út úr tilraunum. Ef allt gangi eftir og það fái samþykki matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna verði hægt að dreifa því um Bandaríkin undir lok árs. Lyfið tilheyrir flokki lyfja sem kallast próteasahemlar og hefur áhrif á ensím í líkamanum sem vírusinn þarf á að halda til þess að fjölga sér í frumum líkamans. Tilraunir með lyfið hófust í mars síðastliðnum, en próteasahemlar hafa einnig verið notaðir til þess að meðhöndla aðra veirusjúkdóma á borð við HIV og lifrarbólgu C. Á vef CNBC segir að sérfræðingar fagni því að slíkt lyf sé í vinnslu, þar sem það gæti skipt sköpum í baráttunni við veiruna. Fólk sem hefði smitast gæti því nálgast lyfið án þess að þurfa að leita á sjúkrahús. Samhliða þessu vinnur Pfizer nú að þróun bóluefnis fyrir börn á aldrinum sex mánaða til ellefu ára, en slíkt hefur verið talið nauðsynlegt til þess að binda enda á faraldurinn. Fyrirtækið sendi beiðni til matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna í síðasta mánuði um að heimila notkun fyrra bóluefnis fyrir unglinga á aldrinum tólf til fimmtán ára eftir að rannsókn sýndi fram á 100 prósent virkni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Mæla með að bóluefni Moderna fái neyðarheimild Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur mælt með því að bóluefni Moderna gegn kórónuveirunni fái neyðarheimild til notkunar. Moderna hefur sagst ætla að stórauka framleiðslugetu sína þannig að fyrirtækið geti framleitt allt að þrjá milljarða skammta á næsta ári. 30. apríl 2021 23:47 Jansen líklega fyrir þá sem erfitt er að ná aftur í bólusetningu Notkun bóluefnis frá framleiðandanum Jansen hefur verið samþykkt hér á landi og má búast við að í næstu viku verði þeir fyrstu bólusettir með efninu frá bandaríska fyrirtækinu Johnson & Johnson. 22. apríl 2021 14:30 Þrjár milljónir dánar vegna Covid-19 Rúmlega þrjár milljónir manna hafa nú dáið á heimsvísu vegna Covid-19. Heilt yfir hafa rúmlega 140 milljónir smitast, svo vitað sé. Mögulega er raunverulegur fjöldi látinna þá hærri og jafnvel töluvert hærri. 17. apríl 2021 14:31 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Þetta sagði Bourla í samtali við CNBC fyrr í vikunni, en hann segist vona að allt gangi að óskum og lyfið komi vel út úr tilraunum. Ef allt gangi eftir og það fái samþykki matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna verði hægt að dreifa því um Bandaríkin undir lok árs. Lyfið tilheyrir flokki lyfja sem kallast próteasahemlar og hefur áhrif á ensím í líkamanum sem vírusinn þarf á að halda til þess að fjölga sér í frumum líkamans. Tilraunir með lyfið hófust í mars síðastliðnum, en próteasahemlar hafa einnig verið notaðir til þess að meðhöndla aðra veirusjúkdóma á borð við HIV og lifrarbólgu C. Á vef CNBC segir að sérfræðingar fagni því að slíkt lyf sé í vinnslu, þar sem það gæti skipt sköpum í baráttunni við veiruna. Fólk sem hefði smitast gæti því nálgast lyfið án þess að þurfa að leita á sjúkrahús. Samhliða þessu vinnur Pfizer nú að þróun bóluefnis fyrir börn á aldrinum sex mánaða til ellefu ára, en slíkt hefur verið talið nauðsynlegt til þess að binda enda á faraldurinn. Fyrirtækið sendi beiðni til matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna í síðasta mánuði um að heimila notkun fyrra bóluefnis fyrir unglinga á aldrinum tólf til fimmtán ára eftir að rannsókn sýndi fram á 100 prósent virkni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Mæla með að bóluefni Moderna fái neyðarheimild Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur mælt með því að bóluefni Moderna gegn kórónuveirunni fái neyðarheimild til notkunar. Moderna hefur sagst ætla að stórauka framleiðslugetu sína þannig að fyrirtækið geti framleitt allt að þrjá milljarða skammta á næsta ári. 30. apríl 2021 23:47 Jansen líklega fyrir þá sem erfitt er að ná aftur í bólusetningu Notkun bóluefnis frá framleiðandanum Jansen hefur verið samþykkt hér á landi og má búast við að í næstu viku verði þeir fyrstu bólusettir með efninu frá bandaríska fyrirtækinu Johnson & Johnson. 22. apríl 2021 14:30 Þrjár milljónir dánar vegna Covid-19 Rúmlega þrjár milljónir manna hafa nú dáið á heimsvísu vegna Covid-19. Heilt yfir hafa rúmlega 140 milljónir smitast, svo vitað sé. Mögulega er raunverulegur fjöldi látinna þá hærri og jafnvel töluvert hærri. 17. apríl 2021 14:31 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Mæla með að bóluefni Moderna fái neyðarheimild Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur mælt með því að bóluefni Moderna gegn kórónuveirunni fái neyðarheimild til notkunar. Moderna hefur sagst ætla að stórauka framleiðslugetu sína þannig að fyrirtækið geti framleitt allt að þrjá milljarða skammta á næsta ári. 30. apríl 2021 23:47
Jansen líklega fyrir þá sem erfitt er að ná aftur í bólusetningu Notkun bóluefnis frá framleiðandanum Jansen hefur verið samþykkt hér á landi og má búast við að í næstu viku verði þeir fyrstu bólusettir með efninu frá bandaríska fyrirtækinu Johnson & Johnson. 22. apríl 2021 14:30
Þrjár milljónir dánar vegna Covid-19 Rúmlega þrjár milljónir manna hafa nú dáið á heimsvísu vegna Covid-19. Heilt yfir hafa rúmlega 140 milljónir smitast, svo vitað sé. Mögulega er raunverulegur fjöldi látinna þá hærri og jafnvel töluvert hærri. 17. apríl 2021 14:31
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila