Telja Ísland öruggasta áfangastaðinn í heimsfaraldri Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. maí 2021 20:01 Strati Hvartos og Caroline Fiorito, ferðalangar frá Los Angeles, voru spennt fyrir Íslandsferðinni. Vísir/Sigurjón Hundrað og þrjátíu ferðamenn frá Bandaríkjunum, langflestir bólusettir, lentu á Keflavíkurflugvelli í dag. Þeir hafa sumir beðið í rúmt ár eftir Íslandsferðinni og eru sammála um að landið sé öruggur áfangastaður í heimsfaraldri. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2019 sem Delta flýgur farþegum til landsins en félagið mun nú í maí hefja daglegt áætlunarflug milli Bandaríkjanna og Íslands. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar sagði að koma ferðamannanna marki mögulega upphaf íslenska ferðasumarsins. Einhverra áhrifa virðist mögulega þegar farið að gæta í ferðaþjónustunni. „Ætli það hafi ekki selst jafnmikið síðustu viku og er búið að vera að seljast núna frá áramótum,“ sagði Hallgrímur Lárusson, bílstjóri hjá Snælandi Grímssyni. Hann var mættur á Keflavíkurflugvöll í morgun til að sækja ferðamann sem kom með Delta-fluginu og aka honum á dvalarstað hans í Reykjavík. Hallgrímur Lárusson bílstjóri hjá Snælandi Grímssyni.Vísir/Sigurjón Fréttastofa fylgdist með ferðamönnum streyma gegnum flugvöllinn í morgun. Flestir voru á því að Ísland væri öruggur valkostur í heimsfaraldri. „Við kusum Ísland því það virðist besti kosturinn nú í faraldrinum. Við teljum landið öruggasta staðinn að ferðast til. Einnig eru mjög fáir ferðamenn hér nú,“ sagði Strati Hvartos, ljósmyndari frá Los Angeles, sem stefnir á að vera hér á landi í tvær vikur ásamt kærustu sinni, leikmyndahönnuðinum Caroline Fiorito. Og allir sem fréttastofa ræddi við hlökkuðu til ferðalagsins um Ísland. Þær Yasmine Kim og Megan Newsom læknanemar voru mjög spenntar fyrir ferð sinni en þær stefndu á Suðurland. „Við vorum að ljúka læknanámi og þetta er því útskriftarferð,“ sagði Megan. Flugmaðurinn Rohan Bahtia var loks mættur í langþráð frí. „Við höfum beðið í eitt og hálft ár eftir því að komast til Íslands. Landið er í miklu uppáhaldi hjá okkur og við erum glöð að vera komin.“ Koppa-fjölskyldan frá Bandaríkjunum; Sarah og Corey ásamt dætrum sínum þremur, þeim Sophiu, Ameliu og Annalise.Vísir/Sigurjón Tilhlökkunin gerði strax vart við sig í flugvélinni að sögn Koppa-fjölskyldunnar; Söruh, hjúkrunarfræðings, Corey, iðnaðarmanns, og dætra þeirra þriggja; Sophiu, Ameliu og Annalise. „Allir voru mjög spenntir að komast á annan stað en í Bandaríkjunum. Við hlökkum til að heimsækja annað land. Stemningin var mjög góð. Vélin var full,“ sagði Sarah. Elsta dóttirin Sophia kvaðst hlakka til ferðarinnar. Innt eftir því hverju hún væri spenntust fyrir sagði hún að það væru líklega fossarnir. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn síðan 2019 sem Delta flýgur farþegum til landsins en félagið mun nú í maí hefja daglegt áætlunarflug milli Bandaríkjanna og Íslands. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar sagði að koma ferðamannanna marki mögulega upphaf íslenska ferðasumarsins. Einhverra áhrifa virðist mögulega þegar farið að gæta í ferðaþjónustunni. „Ætli það hafi ekki selst jafnmikið síðustu viku og er búið að vera að seljast núna frá áramótum,“ sagði Hallgrímur Lárusson, bílstjóri hjá Snælandi Grímssyni. Hann var mættur á Keflavíkurflugvöll í morgun til að sækja ferðamann sem kom með Delta-fluginu og aka honum á dvalarstað hans í Reykjavík. Hallgrímur Lárusson bílstjóri hjá Snælandi Grímssyni.Vísir/Sigurjón Fréttastofa fylgdist með ferðamönnum streyma gegnum flugvöllinn í morgun. Flestir voru á því að Ísland væri öruggur valkostur í heimsfaraldri. „Við kusum Ísland því það virðist besti kosturinn nú í faraldrinum. Við teljum landið öruggasta staðinn að ferðast til. Einnig eru mjög fáir ferðamenn hér nú,“ sagði Strati Hvartos, ljósmyndari frá Los Angeles, sem stefnir á að vera hér á landi í tvær vikur ásamt kærustu sinni, leikmyndahönnuðinum Caroline Fiorito. Og allir sem fréttastofa ræddi við hlökkuðu til ferðalagsins um Ísland. Þær Yasmine Kim og Megan Newsom læknanemar voru mjög spenntar fyrir ferð sinni en þær stefndu á Suðurland. „Við vorum að ljúka læknanámi og þetta er því útskriftarferð,“ sagði Megan. Flugmaðurinn Rohan Bahtia var loks mættur í langþráð frí. „Við höfum beðið í eitt og hálft ár eftir því að komast til Íslands. Landið er í miklu uppáhaldi hjá okkur og við erum glöð að vera komin.“ Koppa-fjölskyldan frá Bandaríkjunum; Sarah og Corey ásamt dætrum sínum þremur, þeim Sophiu, Ameliu og Annalise.Vísir/Sigurjón Tilhlökkunin gerði strax vart við sig í flugvélinni að sögn Koppa-fjölskyldunnar; Söruh, hjúkrunarfræðings, Corey, iðnaðarmanns, og dætra þeirra þriggja; Sophiu, Ameliu og Annalise. „Allir voru mjög spenntir að komast á annan stað en í Bandaríkjunum. Við hlökkum til að heimsækja annað land. Stemningin var mjög góð. Vélin var full,“ sagði Sarah. Elsta dóttirin Sophia kvaðst hlakka til ferðarinnar. Innt eftir því hverju hún væri spenntust fyrir sagði hún að það væru líklega fossarnir.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira