Anníe Mist með Fjallið í CrossFit: Ég var alltaf smá stressuð um að ég myndi drepa Hafþór Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2021 08:32 Anníe Mist Þórisdóttir og Frederik Ægidius hvetja Hafþór Júlíus Björnsson hér áfram. Instagram/@thorbjornsson Anníe Mist Þórisdóttir og Frederik Ægidius fengu það stóra verkefni að koma Fjallinu Hafþóri Júlíus Björnssyni í betra form fyrir bardagann við Eddie Hall í september. Hafþór Júlíus Björnsson slær ekkert slöku við æfingarnar þessa dagana og sagi í nýjasta myndbandinu sínu að hann sé farinn að æfa næstum því þrisvar sinnum á dag. „Ég hef ekki náð að mynda mikið fyrir ykkur að undanförnu og bið ykkur afsökunar á því en ástæðan fyrir því er að ég hef verið mjög upptekinn við æfingar. Ég hef verið að æfa næstum því þrisvar sinnum á dag,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í upphafi nýjasta myndbandsins sem fjallar um heimsókn hans í CrossFit Reykjavík. Hafþór Júlíus ætlar að vera duglegur að sýna fylgjendum sínum frá æfingaferðinni sinni til Dúbaí en næsta mánuðinn mun kappinn færa sig yfir til Dúbaí þar sem hann mun á endanum taka síðasta æfingabardagann sinn fyrir einvígið við Eddie Hall í Las Vegas í september. Hafþór flaug út til Dúbaí í gær. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Nýjasta myndbandið snerist aftur á móti um heimsókn Hafþórs til Frederiks Ægidius og Anníe Mistar Þórisdóttur í CrossFit Reykjavík. „Hann hefur verið að hjálpa mér með þolæfingarnar og ég ætla að spyrja hann meira út hvað við höfum verið að gera saman svo að þið fáið meiri upplýsingar,“ sagði Hafþór Júlíus um samvinnu sína við Frederik Ægidius. Anníe Mist er náttúrulega ekki langt undan enda sjálf að koma sterk til baka eftir barneignarleyfi. Hafþór Júlíus kynnti síðan Frederik og Anníe Mist til leiks. Þetta er fimmta vikan í æfingunum hjá þeim og Hafþór Júlíus sér sálfur miklar framfarir. „Mér finnst þetta hafa hjálpað mér mikið og ég veit að þið eruð miklir fagmenn og vitið nákvæmlega hvað þið eruð að gera. Ég vil sækja mér aðstoð til þeirra sem vita hvað þeir eru að gera. Ég veit allt um það hvernig maður getur orðið sterkari en minna um hvernig maður kemst í betri þolþjálfun fyrir hnefaleikanna,“ sagði Hafþór. Anníe Mist tók síðan orðið. „Þegar við hittumst fyrst þá varst þú að kenna mér styrktaræfingar þegar ég var að undirbúa mig fyrir heimsleikanna en nú er ég spennt fyrir að launa honum greiðann,“ sagði Anníe Mist. „Hafþór hefur komið áður til okkar og prófað smá CrossFit. Ef ég segi alveg eins og er þá hef ég alltaf verið smá stressuð um að ég myndi drepa hann þegar hann hefur æft með okkur,“ sagði Anníe Mist hlæjandi. Frederik Ægidius er vanur að vinna með CrossFit fólki en ekki kraftajötnum og segir að það hafi verið mikill lærdómur fyrir sig að vinna með Hafþóri Júlíusi. „Hann kom mér á óvart. Þið eigið eftir að þykja mikið til hans koma eftir að sjá þetta,“ sagði Anníe Mist og Hafþór þakkaði henni fyrir hrósið. „Hann sagðist vera tilbúinn að þjást og hann hefur sannað það í verki,“ sagði Frederik Ægidius. Það má sjá æfinguna með Anníe Mist og Frederik hér fyrir neðan. watch on YouTube CrossFit Box Aflraunir Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Njarðvík - Þór Þorlákshöfn | Vilja svara fyrir skellinn í síðustu umferð Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Dagskráin í dag: HM í pílu og Körfuboltakvöld Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson slær ekkert slöku við æfingarnar þessa dagana og sagi í nýjasta myndbandinu sínu að hann sé farinn að æfa næstum því þrisvar sinnum á dag. „Ég hef ekki náð að mynda mikið fyrir ykkur að undanförnu og bið ykkur afsökunar á því en ástæðan fyrir því er að ég hef verið mjög upptekinn við æfingar. Ég hef verið að æfa næstum því þrisvar sinnum á dag,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í upphafi nýjasta myndbandsins sem fjallar um heimsókn hans í CrossFit Reykjavík. Hafþór Júlíus ætlar að vera duglegur að sýna fylgjendum sínum frá æfingaferðinni sinni til Dúbaí en næsta mánuðinn mun kappinn færa sig yfir til Dúbaí þar sem hann mun á endanum taka síðasta æfingabardagann sinn fyrir einvígið við Eddie Hall í Las Vegas í september. Hafþór flaug út til Dúbaí í gær. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Nýjasta myndbandið snerist aftur á móti um heimsókn Hafþórs til Frederiks Ægidius og Anníe Mistar Þórisdóttur í CrossFit Reykjavík. „Hann hefur verið að hjálpa mér með þolæfingarnar og ég ætla að spyrja hann meira út hvað við höfum verið að gera saman svo að þið fáið meiri upplýsingar,“ sagði Hafþór Júlíus um samvinnu sína við Frederik Ægidius. Anníe Mist er náttúrulega ekki langt undan enda sjálf að koma sterk til baka eftir barneignarleyfi. Hafþór Júlíus kynnti síðan Frederik og Anníe Mist til leiks. Þetta er fimmta vikan í æfingunum hjá þeim og Hafþór Júlíus sér sálfur miklar framfarir. „Mér finnst þetta hafa hjálpað mér mikið og ég veit að þið eruð miklir fagmenn og vitið nákvæmlega hvað þið eruð að gera. Ég vil sækja mér aðstoð til þeirra sem vita hvað þeir eru að gera. Ég veit allt um það hvernig maður getur orðið sterkari en minna um hvernig maður kemst í betri þolþjálfun fyrir hnefaleikanna,“ sagði Hafþór. Anníe Mist tók síðan orðið. „Þegar við hittumst fyrst þá varst þú að kenna mér styrktaræfingar þegar ég var að undirbúa mig fyrir heimsleikanna en nú er ég spennt fyrir að launa honum greiðann,“ sagði Anníe Mist. „Hafþór hefur komið áður til okkar og prófað smá CrossFit. Ef ég segi alveg eins og er þá hef ég alltaf verið smá stressuð um að ég myndi drepa hann þegar hann hefur æft með okkur,“ sagði Anníe Mist hlæjandi. Frederik Ægidius er vanur að vinna með CrossFit fólki en ekki kraftajötnum og segir að það hafi verið mikill lærdómur fyrir sig að vinna með Hafþóri Júlíusi. „Hann kom mér á óvart. Þið eigið eftir að þykja mikið til hans koma eftir að sjá þetta,“ sagði Anníe Mist og Hafþór þakkaði henni fyrir hrósið. „Hann sagðist vera tilbúinn að þjást og hann hefur sannað það í verki,“ sagði Frederik Ægidius. Það má sjá æfinguna með Anníe Mist og Frederik hér fyrir neðan. watch on YouTube
CrossFit Box Aflraunir Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Njarðvík - Þór Þorlákshöfn | Vilja svara fyrir skellinn í síðustu umferð Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Dagskráin í dag: HM í pílu og Körfuboltakvöld Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sjá meira