Ráðherra gagnrýnir óvægna og ósanngjarna umræðu í garð Pólverja Snorri Másson skrifar 3. maí 2021 17:48 Guðlaugur Þór Þórðarson segir mikilvægt að íbúum Íslands sé ekki mismunað í tengslum við Covid-19, hvorki af pólskum né af öðrum erlendum uppruna. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að ekki verði liðið að fólki sé mismunað hér á landi á grundvelli aukinnar smithættu frá tilteknum löndum eins og Póllandi. Hann telur faraldurinn hafa kallað fram neikvæða eiginleika í fari Íslendinga, eins og „óvægna og ósanngjarna“ umræðu um Pólverja sem ráðherra vísar til. Guðlaugur átti fund með sendiherra Póllands á Íslandi, sem lét í ljós áhyggjur af neikvæðri umræðu í garð Pólverja. Nokkuð hefur verið rætt um að Pólverjar séu þeir sem tíðast ferðist til og frá landinu þessi dægrin og að sá hópur sé þar með sá sem er líklegastur til að bera veiruna inn í samfélagið. Útbreiðsla veirunnar er enda veruleg í heimalandinu. Guðlaugur Þór Þórðarson og Gerard Pokruszyńskim sendiherra Póllands á Íslandi.Stjórnarráðið Guðlaugur segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins að ásakanir sérstaklega í garð Pólverja standist ekki enda fari kórónuveiran ekki í manngreinarálit. „Faraldurinn hefur kallað fram marga góða eiginleika í fari þjóðarinnar en líka slæma. Einn þeirra er smitskömmunin, sem á undanförnum vikum hefur beinst að íbúum landsins af erlendum uppruna. Við getum ekki liðið að fólki sé mismunað á slíkum grundvelli enda fer veiran ekki í manngreinarálit. Pólska samfélagið hér á landi hefur bæði auðgað þjóðlífið og átt ríkan þátt í skapa hagsæld undanfarinna ára og umræða undanfarinna daga í þess garð er bæði óvægin og ósanngjörn,“ segir Guðlaugur Þór. Um tuttugu þúsund Pólverjar eru búsettir á Íslandi og eru þeir langfjölmennasti hópur innflytjenda hér á landi. Komið hefur fram í gögnum sóttvarnalæknis að af heildarfjölda þeirra sem greinast í fyrri sýnatöku á landamærum er fólk með pólskt ríkisfang tæplega 44 prósent. Þetta gilti á tímabilinu 20. ágúst til 20. nóvember í fyrra. Hlutfall fólks með íslenskt ríkisfang var tæplega 19 prósent og um tvö prósent einstaklinga með litháískt ríkisfang. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Innflytjendamál Tengdar fréttir Nýjar reglur taka gildi á landamærum Á morgun taka gildi nýjar reglur á landamærum sem kveða á um bann við ónauðsynlegum ferðum frá hááhættusvæðum. Það er dómsmálaráðherra sem setur reglugerðina um bann við ónauðsynlegum ferðalögum sem gildir út maí. 27. apríl 2021 00:03 Farþegum frá Hollandi og Póllandi ekið beint í sóttkvíarhús á morgun Á morgun tekur við sama fyrirkomulag og gilti yfir páska í Leifsstöð, þar sem ítarlega verður farið yfir hvaðan ferðalangar sem lenda eru að koma og hvers vegna. 26. apríl 2021 12:52 Heildarfjárhæð sekta vegna brota tæpar sex milljónir Heildarfjárhæð sekta vegna brota á sóttvarnalögum frá því kórónuveirufaraldurinn hófst hér á landi nemur tæpum sex milljónum króna. Tæp 70 prósent grunaðra eru karlar og rúm 30 prósent konur á aldrinum 25 til 34 ára. Flest brotin tengjast ferðalögum yfir landamærin. 23. apríl 2021 12:35 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fleiri fréttir Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sjá meira
Hann telur faraldurinn hafa kallað fram neikvæða eiginleika í fari Íslendinga, eins og „óvægna og ósanngjarna“ umræðu um Pólverja sem ráðherra vísar til. Guðlaugur átti fund með sendiherra Póllands á Íslandi, sem lét í ljós áhyggjur af neikvæðri umræðu í garð Pólverja. Nokkuð hefur verið rætt um að Pólverjar séu þeir sem tíðast ferðist til og frá landinu þessi dægrin og að sá hópur sé þar með sá sem er líklegastur til að bera veiruna inn í samfélagið. Útbreiðsla veirunnar er enda veruleg í heimalandinu. Guðlaugur Þór Þórðarson og Gerard Pokruszyńskim sendiherra Póllands á Íslandi.Stjórnarráðið Guðlaugur segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins að ásakanir sérstaklega í garð Pólverja standist ekki enda fari kórónuveiran ekki í manngreinarálit. „Faraldurinn hefur kallað fram marga góða eiginleika í fari þjóðarinnar en líka slæma. Einn þeirra er smitskömmunin, sem á undanförnum vikum hefur beinst að íbúum landsins af erlendum uppruna. Við getum ekki liðið að fólki sé mismunað á slíkum grundvelli enda fer veiran ekki í manngreinarálit. Pólska samfélagið hér á landi hefur bæði auðgað þjóðlífið og átt ríkan þátt í skapa hagsæld undanfarinna ára og umræða undanfarinna daga í þess garð er bæði óvægin og ósanngjörn,“ segir Guðlaugur Þór. Um tuttugu þúsund Pólverjar eru búsettir á Íslandi og eru þeir langfjölmennasti hópur innflytjenda hér á landi. Komið hefur fram í gögnum sóttvarnalæknis að af heildarfjölda þeirra sem greinast í fyrri sýnatöku á landamærum er fólk með pólskt ríkisfang tæplega 44 prósent. Þetta gilti á tímabilinu 20. ágúst til 20. nóvember í fyrra. Hlutfall fólks með íslenskt ríkisfang var tæplega 19 prósent og um tvö prósent einstaklinga með litháískt ríkisfang.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Innflytjendamál Tengdar fréttir Nýjar reglur taka gildi á landamærum Á morgun taka gildi nýjar reglur á landamærum sem kveða á um bann við ónauðsynlegum ferðum frá hááhættusvæðum. Það er dómsmálaráðherra sem setur reglugerðina um bann við ónauðsynlegum ferðalögum sem gildir út maí. 27. apríl 2021 00:03 Farþegum frá Hollandi og Póllandi ekið beint í sóttkvíarhús á morgun Á morgun tekur við sama fyrirkomulag og gilti yfir páska í Leifsstöð, þar sem ítarlega verður farið yfir hvaðan ferðalangar sem lenda eru að koma og hvers vegna. 26. apríl 2021 12:52 Heildarfjárhæð sekta vegna brota tæpar sex milljónir Heildarfjárhæð sekta vegna brota á sóttvarnalögum frá því kórónuveirufaraldurinn hófst hér á landi nemur tæpum sex milljónum króna. Tæp 70 prósent grunaðra eru karlar og rúm 30 prósent konur á aldrinum 25 til 34 ára. Flest brotin tengjast ferðalögum yfir landamærin. 23. apríl 2021 12:35 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fleiri fréttir Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sjá meira
Nýjar reglur taka gildi á landamærum Á morgun taka gildi nýjar reglur á landamærum sem kveða á um bann við ónauðsynlegum ferðum frá hááhættusvæðum. Það er dómsmálaráðherra sem setur reglugerðina um bann við ónauðsynlegum ferðalögum sem gildir út maí. 27. apríl 2021 00:03
Farþegum frá Hollandi og Póllandi ekið beint í sóttkvíarhús á morgun Á morgun tekur við sama fyrirkomulag og gilti yfir páska í Leifsstöð, þar sem ítarlega verður farið yfir hvaðan ferðalangar sem lenda eru að koma og hvers vegna. 26. apríl 2021 12:52
Heildarfjárhæð sekta vegna brota tæpar sex milljónir Heildarfjárhæð sekta vegna brota á sóttvarnalögum frá því kórónuveirufaraldurinn hófst hér á landi nemur tæpum sex milljónum króna. Tæp 70 prósent grunaðra eru karlar og rúm 30 prósent konur á aldrinum 25 til 34 ára. Flest brotin tengjast ferðalögum yfir landamærin. 23. apríl 2021 12:35