Mikilvægt að börn og ungmenni þurfi ekki að bíða eftir ADHD greiningu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. maí 2021 12:40 Bryndís Björk Ásgeirsdóttir prófessor og deildarforseti sálfræðideildar HR. Vísir/Vilhelm Talið er að allt að sjö prósent barna og ungmenna séu með athyglisbrest með ofvirkni samkvæmt erlendum rannsóknum. Börn sem alast upp við erfiðar félagslegar aðstæður eru með erfiðari einkenni en þau sem búa við öryggi segir forseti sálfræðideildar HR. Birtingarmyndir séu ólíkar milli kynja og líklegt að stelpur fái síður greiningu. Strákar eru mun líklegri en stelpur til að greinast með athyglisbrest með ofvirkni, bæði hér á landi og erlendis. Nýlegar rannsóknir gefa til kynna að ein af ástæðum þess séu ólíkar birtingarmyndir ADHD einkenna kynjanna og ólíkar félagslegar áskoranir kynjanna ásamt líðan og hegðun. Við höfum séð að birtingarmyndir hjá strákum hafi meiri áhrif á þeirra félagslega umhverfi, birtist í meiri hreyfingu, þeir eiga erfitt með að sitja kyrrir og klára verkefni,“ segir Bryndís Björk Ásgeirsdóttir prófessor og deildarforseti sálfræðideildar HR. Einkenni stúlkna séu önnur. „Einkennin beinast meira að þeim sjálfum og þeirra athygli. Þær finna meira fyrir truflun og mögulega tala þær mikið og meira en stöllur sínar,“ segir Björk. Þessi kynjamunur geti leitt til þess að foreldrar og fagfólk beri síður kennsl á ADHD einkenni stelpna og því fái þær síður greiningu við hæfi en strákar. Afleiðingar fyrir kynin séu líka ólíkar. „Þessar afleiðingar beinast meira út á við hjá drengjum þar sem þeir eru líklegri til að brjóta reglur eða fara ekki eftir þeim. Afleiðingar fyrir stúlkur eru meira inn á við og þær líklegri til að þróa með sér depurð og kvíða,“ segir hún. Hún segir að einkenni ADHD breytist þegar fólk ferð á fullorðinsár. „Hegðunaráhrif mildast með árunum en vandi tengdur athygli minnkar ekki eins mikið,“ segir hún. Bryndís segir afar mikilvægt að börn og ungmenni fái greiningu og aðstoð. „ADHD getur haft heilmikil áhrif á nám og menntun. Það getur til að mynda verið afar erfitt fyrir þessa einstaklinga að fara frá framhaldsskóla í háskóla. Ungmenni geta upplifað allar breytingar í menntun sem erfiðar. Það er því afar mikilvægt að fólk leiti sér aðstoðar hjá fagaðila á þessu sviði. Sérfræðingur getur metið hvaða meðferð hentar hverjum einstakling fyrir sig. Rannsóknir hafa sýnt að það getur haft mikil áhrif á nám og lífsgæði almennt. Það er því mjög mikilvægt að bið eftir greiningu séu ekki löng, ekki síst fyrir börn og ungmenni. Það er mikilvægt að þetta verði sett á oddinn í heilbrigðiskerfinu. Geðheilbrigðismál barna og unglinga þurfa að vera í forgangi,“ segir hún. Hún segir að erlendar rannsóknir hafi sýnt að um sjö prósent barna og ungmenna séu með ADHD. „Það er mögulega varfærnislegt mat en tölurnar endurpspegla þekkinguna á hverjum tíma. Við teljum jafnframt að kynjamunur á ADHD sé minni en áður hefur verið haldið fram. Hjá fullorðnum er talið að um 2,5-5% séu með slík einkenni,“ segir hún. Hún segir jafnframt að íslenskar rannsóknir sýni að börn sem búa við erfiðar félagslegar rannsóknir séu með meiri ADHD einkenni. „ADHD einkenni hafa mun verri afleiðingar í þeirra lífi heldur en hjá þeim börnum sem búa við öruggt umhverfi. Félagsleg áhrif eru töluverð. Þannig að það skiptir mjög miklu máli að búa þessum börnum gott og stuðningsríkt umhverfi. Aðspurð hvort hægt sé að fá áunnin athyglisbrest vegna streitu og áreitis segir Bryndís. „Kannski ekki athyglisbrest en við erum öll að fást við áskoranir sem tengjast athygli. Við þurfum öll að vinna í því að stýra athyglinni betur. Velja úr áreitum og finna leiðir til að skipuleggja okkur betur og forgangsraða verkefnum,“ segir hún. Félagsmál Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Bein útsending: ADHD meðal stelpna Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, deildarforseti sálfræðideildar, flytur þriðjudagsfyrirlestur HR og Vísis um ADHD meðal stelpna. Fyrirlesturinn hefst klukkan 12. 4. maí 2021 11:15 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Strákar eru mun líklegri en stelpur til að greinast með athyglisbrest með ofvirkni, bæði hér á landi og erlendis. Nýlegar rannsóknir gefa til kynna að ein af ástæðum þess séu ólíkar birtingarmyndir ADHD einkenna kynjanna og ólíkar félagslegar áskoranir kynjanna ásamt líðan og hegðun. Við höfum séð að birtingarmyndir hjá strákum hafi meiri áhrif á þeirra félagslega umhverfi, birtist í meiri hreyfingu, þeir eiga erfitt með að sitja kyrrir og klára verkefni,“ segir Bryndís Björk Ásgeirsdóttir prófessor og deildarforseti sálfræðideildar HR. Einkenni stúlkna séu önnur. „Einkennin beinast meira að þeim sjálfum og þeirra athygli. Þær finna meira fyrir truflun og mögulega tala þær mikið og meira en stöllur sínar,“ segir Björk. Þessi kynjamunur geti leitt til þess að foreldrar og fagfólk beri síður kennsl á ADHD einkenni stelpna og því fái þær síður greiningu við hæfi en strákar. Afleiðingar fyrir kynin séu líka ólíkar. „Þessar afleiðingar beinast meira út á við hjá drengjum þar sem þeir eru líklegri til að brjóta reglur eða fara ekki eftir þeim. Afleiðingar fyrir stúlkur eru meira inn á við og þær líklegri til að þróa með sér depurð og kvíða,“ segir hún. Hún segir að einkenni ADHD breytist þegar fólk ferð á fullorðinsár. „Hegðunaráhrif mildast með árunum en vandi tengdur athygli minnkar ekki eins mikið,“ segir hún. Bryndís segir afar mikilvægt að börn og ungmenni fái greiningu og aðstoð. „ADHD getur haft heilmikil áhrif á nám og menntun. Það getur til að mynda verið afar erfitt fyrir þessa einstaklinga að fara frá framhaldsskóla í háskóla. Ungmenni geta upplifað allar breytingar í menntun sem erfiðar. Það er því afar mikilvægt að fólk leiti sér aðstoðar hjá fagaðila á þessu sviði. Sérfræðingur getur metið hvaða meðferð hentar hverjum einstakling fyrir sig. Rannsóknir hafa sýnt að það getur haft mikil áhrif á nám og lífsgæði almennt. Það er því mjög mikilvægt að bið eftir greiningu séu ekki löng, ekki síst fyrir börn og ungmenni. Það er mikilvægt að þetta verði sett á oddinn í heilbrigðiskerfinu. Geðheilbrigðismál barna og unglinga þurfa að vera í forgangi,“ segir hún. Hún segir að erlendar rannsóknir hafi sýnt að um sjö prósent barna og ungmenna séu með ADHD. „Það er mögulega varfærnislegt mat en tölurnar endurpspegla þekkinguna á hverjum tíma. Við teljum jafnframt að kynjamunur á ADHD sé minni en áður hefur verið haldið fram. Hjá fullorðnum er talið að um 2,5-5% séu með slík einkenni,“ segir hún. Hún segir jafnframt að íslenskar rannsóknir sýni að börn sem búa við erfiðar félagslegar rannsóknir séu með meiri ADHD einkenni. „ADHD einkenni hafa mun verri afleiðingar í þeirra lífi heldur en hjá þeim börnum sem búa við öruggt umhverfi. Félagsleg áhrif eru töluverð. Þannig að það skiptir mjög miklu máli að búa þessum börnum gott og stuðningsríkt umhverfi. Aðspurð hvort hægt sé að fá áunnin athyglisbrest vegna streitu og áreitis segir Bryndís. „Kannski ekki athyglisbrest en við erum öll að fást við áskoranir sem tengjast athygli. Við þurfum öll að vinna í því að stýra athyglinni betur. Velja úr áreitum og finna leiðir til að skipuleggja okkur betur og forgangsraða verkefnum,“ segir hún.
Félagsmál Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Bein útsending: ADHD meðal stelpna Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, deildarforseti sálfræðideildar, flytur þriðjudagsfyrirlestur HR og Vísis um ADHD meðal stelpna. Fyrirlesturinn hefst klukkan 12. 4. maí 2021 11:15 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Bein útsending: ADHD meðal stelpna Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, deildarforseti sálfræðideildar, flytur þriðjudagsfyrirlestur HR og Vísis um ADHD meðal stelpna. Fyrirlesturinn hefst klukkan 12. 4. maí 2021 11:15