NBA dagsins: Segir að hin liðin í deildinni séu skíthrædd við Stephen Curry Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2021 15:00 Stephen Curry var frábær í sigri Golden State Warriors á New Orleans Pelicans í nótt. 41 stig, átta þristar og átta stoðsendingar. AP/Gerald Herbert Stephen Curry hefur boðið upp á skotsýningu á endurkomutímabilinu sínu eftir að hann missti af nær öllu síðasta tímabili vegna meiðsla. Curry skoraði 41 stig í nótt þegar Golden State Warriors vann mikilvægan 123-104 sigur á New Orleans Pelicans en liðin eru að keppa á svipuðum slóðum um síðustu sætin inn í úrslitakeppnina. Þetta var níundi leikur Curry á leiktíðinni þar sem hann skorað fjörutíu stig eða meira þar af í sjötta sinn í síðustu fimmtán leikjum. Stórskyttan skoraði átta þrista í leiknum en hann átti einnig átta stoðsendingar á félaga sína. Draymond Green, liðsfélagi Stephen Curry, bauð sjálfur upp á þrennu í leiknum en talaði vel um skotbakvörðinn sinn eftir leik. „Í hvert skipti sem þú ferð inn á völlinn með Steph Curry þá hefur þú ákveðið forskot,“ sagði Draymond Green eftir leikinn. „Hin liðin eru skíthrædd við hann og þá skiptir ekki máli hvar hann er á vellinum eða hvert hann fer. Maður sem þannig aðdráttarafl færir liði sínu mikinn þunga,“ sagði Green. „Ég vildi ekki vilja mæta liði með Steph Curry innanborðs. Við vitum öll hvað hann getur gert. Gæinn getur tekið yfir leik og gert öllum liðum í NBA deildinni erfitt fyrir,“ sagði Draymond Green sem var með 15 stoðsendingar, 13 fráköst og 10 stig í nótt. Curry, sem er stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar á tímabilinu, var með 37,3 stig að meðaltali í apríl þar sem hann setti nýtt met með því að skora 96 þriggja stiga körfur. Hann hefur síðan skorað 71 stig í fyrstu tveimur leikjum sínum í maí. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum sigurleik Golden State Warriors en eins má sjá þegar Los Angeles Lakers vann Denver Nuggets, þegar Russel Westbrook bauð upp á tröllaþrennu í sigri Washington Wizards á Indiana Pavcers (14 stig, 21 frákast og 24 stoðsendingar) sem og reynsluboltann Derrick Rose fara á kostum í tólfta sigri New York Knicks í síðustu þrettán leikjum. Þá fylgja einnig flottustu tilþrif næturinnar úr allri NBA-deildinni. Klippa: NBA dagsins (frá 3. maí 2021) NBA Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Sjá meira
Curry skoraði 41 stig í nótt þegar Golden State Warriors vann mikilvægan 123-104 sigur á New Orleans Pelicans en liðin eru að keppa á svipuðum slóðum um síðustu sætin inn í úrslitakeppnina. Þetta var níundi leikur Curry á leiktíðinni þar sem hann skorað fjörutíu stig eða meira þar af í sjötta sinn í síðustu fimmtán leikjum. Stórskyttan skoraði átta þrista í leiknum en hann átti einnig átta stoðsendingar á félaga sína. Draymond Green, liðsfélagi Stephen Curry, bauð sjálfur upp á þrennu í leiknum en talaði vel um skotbakvörðinn sinn eftir leik. „Í hvert skipti sem þú ferð inn á völlinn með Steph Curry þá hefur þú ákveðið forskot,“ sagði Draymond Green eftir leikinn. „Hin liðin eru skíthrædd við hann og þá skiptir ekki máli hvar hann er á vellinum eða hvert hann fer. Maður sem þannig aðdráttarafl færir liði sínu mikinn þunga,“ sagði Green. „Ég vildi ekki vilja mæta liði með Steph Curry innanborðs. Við vitum öll hvað hann getur gert. Gæinn getur tekið yfir leik og gert öllum liðum í NBA deildinni erfitt fyrir,“ sagði Draymond Green sem var með 15 stoðsendingar, 13 fráköst og 10 stig í nótt. Curry, sem er stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar á tímabilinu, var með 37,3 stig að meðaltali í apríl þar sem hann setti nýtt met með því að skora 96 þriggja stiga körfur. Hann hefur síðan skorað 71 stig í fyrstu tveimur leikjum sínum í maí. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum sigurleik Golden State Warriors en eins má sjá þegar Los Angeles Lakers vann Denver Nuggets, þegar Russel Westbrook bauð upp á tröllaþrennu í sigri Washington Wizards á Indiana Pavcers (14 stig, 21 frákast og 24 stoðsendingar) sem og reynsluboltann Derrick Rose fara á kostum í tólfta sigri New York Knicks í síðustu þrettán leikjum. Þá fylgja einnig flottustu tilþrif næturinnar úr allri NBA-deildinni. Klippa: NBA dagsins (frá 3. maí 2021)
NBA Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Sjá meira