Ósætti innan njósnabandalagsins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. maí 2021 20:01 Ósætti er innan „Five Eyes“, stærsta njósnabandalags heims, eftir að Nýja-Sjáland neitaði að taka þátt í gagnrýni á meint mannréttindabrot Kínverja. „Five Eyes“-bandalagið samanstendur af Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi, Ástralíu og Nýja-Sjálandi og rekur sögu sína aftur til fimmta áratugarins. Áratugum saman deildu leyniþjónustustofnanir þessa stærsta njósnabandalags sögunnar upplýsingum sín á milli um Sovétríkin en fyrir ári ákváðu leiðtogar ríkjanna að beina sjónum sínum að mannréttindamálum. Stjórnvöld á Nýja-Sjálandi hafa hins vegar ekki tekið þátt í gagnrýni bandalagsins á meint mannréttindabrot í Kína. Það hefur vakið upp spurningar um hvort brestir séu komnir í samstarfið. Nýsjálendingar segjast ekki hlynntir því að nota bandalagið til að þrýsta á Kína. Stjórnmálaskýrendur hafa bent á að 30 prósent alls útflutnings frá Nýja-Sjálandi fer til Kína. Jacinda Ardern forsætisráðherra hefur ekki talað af jafnmikilli hörku um meint brot Kínverja og aðrir leiðtogar Five Eyes-ríkja. „Við þurfum að átta okkur á því að Kína og Nýja-Sjáland verða aldrei sammála um allt. Þetta þarf ekki að spilla sambandi ríkjanna en þetta er raunveruleikinn,“ sagði Ardern á viðskiptaráðstefnu í Auckland í gær. Wu Xi, kínverski sendiherrann, sendi svo skýr skilaboð og sagði ásakanir um mannréttindabrot í Xinjiang-héraði og Hong Kong lygar. „Við vonum að Nýja-Sjáland haldi hlutlausri og réttlátri afstöðu, fylgi alþjóðalögum og hafi ekki afskipti af kínverskum innanríkismálum.“ Kína Nýja-Sjáland Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
„Five Eyes“-bandalagið samanstendur af Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi, Ástralíu og Nýja-Sjálandi og rekur sögu sína aftur til fimmta áratugarins. Áratugum saman deildu leyniþjónustustofnanir þessa stærsta njósnabandalags sögunnar upplýsingum sín á milli um Sovétríkin en fyrir ári ákváðu leiðtogar ríkjanna að beina sjónum sínum að mannréttindamálum. Stjórnvöld á Nýja-Sjálandi hafa hins vegar ekki tekið þátt í gagnrýni bandalagsins á meint mannréttindabrot í Kína. Það hefur vakið upp spurningar um hvort brestir séu komnir í samstarfið. Nýsjálendingar segjast ekki hlynntir því að nota bandalagið til að þrýsta á Kína. Stjórnmálaskýrendur hafa bent á að 30 prósent alls útflutnings frá Nýja-Sjálandi fer til Kína. Jacinda Ardern forsætisráðherra hefur ekki talað af jafnmikilli hörku um meint brot Kínverja og aðrir leiðtogar Five Eyes-ríkja. „Við þurfum að átta okkur á því að Kína og Nýja-Sjáland verða aldrei sammála um allt. Þetta þarf ekki að spilla sambandi ríkjanna en þetta er raunveruleikinn,“ sagði Ardern á viðskiptaráðstefnu í Auckland í gær. Wu Xi, kínverski sendiherrann, sendi svo skýr skilaboð og sagði ásakanir um mannréttindabrot í Xinjiang-héraði og Hong Kong lygar. „Við vonum að Nýja-Sjáland haldi hlutlausri og réttlátri afstöðu, fylgi alþjóðalögum og hafi ekki afskipti af kínverskum innanríkismálum.“
Kína Nýja-Sjáland Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira