Ölvun og ofsaakstur í aðdraganda banaslyss Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. maí 2021 14:31 Frá vettvangi slyssins þann 23. júlí í fyrra. Rannsóknarnefnd samgönguslysa Karlmaður á fimmtugsaldri sem lést í banaslys á Norðausturvegi á Norðurlandi eystra í júlí í fyrra var undir áhrifum áfengis, ekki í bílbelti og ók á allt að 160 kílómetra hraða á klukkustund. Þetta er niðurstaða Rannsóknarnefndar samgönguslysa sem ítrekar fyrri ábendingar um ökumenn setjist aldrei undir stýri eftir að hafa neytt áfengis. Það var að kvöldi 23. júlí sem Misubishi Outlander fólksbifreið var ekið á ofsahraða norður Norðausturveg. Rétt sunnan við vegamótin við Hófaskarðsleið missti ökumaðurinn stjórn á bifreiðinni í mjúkri vinstri beygju með þeim afleiðingum að bifreiðin fór út af veginum hægra megin og valt nokkrar veltur. Ökumaðurinn, sem var einn í bifreiðinni, var ekki spenntur í öryggisbelti og kastaðist hann út úr bifreiðinni. Hann lést af völdum áverka sem af slysinu hlutust. Glæfraakstur tilkynntur Engin vitni voru að slysinu en ökumaðurinn hafði skömmu fyrir slysið tekið á mikilli ferð fram úr annarri bifreið. Farþegi í þeirri bifreið tilkynnti glæfraakstur til lögreglunnar skömmu áður en bifreiðin sem hann var í kom að slysinu. Veður var þungbúið og það rigndi þetta kvöld. Bifreiðin var skoðuð eftir slysið. Hún var útbúin hálfslitnum ónegldum vetrarhjólbörðum en ekkert kom fram í skoðun sem gæti skýrt orsök slyssins. Hámarkshraði á veginum er 90 km/klst við bestu aðstæður en hraðaútreikningar rannsóknarnefndar benda til þess að ökuhraðinn hafi verið yfir 160 km/klst rétt fyrir slysið. Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir ofan hraðan vera eina af algengustu ástæðum banaslysa í umferðinni og ítrekar nefndin mikilvægi þess að ökumenn aki ekki hraðar en hámarkshraði og aðstæður leyfa hverju sinni. Of margir spenni ekki beltin „Undanfarin ár hefur akstur undir áhrifum áfengis verið algeng orsök banaslysa í umferðinni. Eins og alþekkt er hafa vímuefni áhrif á dómgreind neytenda og skynjun umhverfis. Áfengismagn í blóði þarf ekki að vera mikið til að áhrifin skerði einbeitingu hins ölvaða, sjónsvið minnkar og fjarlægðarskyn versnar. Eftir því sem ölvun eykst, lengist viðbragðstími og hreyfistjórnun og rökvísi skerðast,“ segir í skýrslunni. „Rannsóknarnefnd samgönguslysa ítrekar fyrri ábendingar um akstur undir áhrifum áfengis. Að mati nefndarinnar er nauðsynlegt að koma þeim skilaboðum áfram á framfæri við ökumenn að þeir aki ekki undir neinum kringumstæðum eftir að hafa neytt áfengis.“ Sömuleiðis séu vanhöld á notkun öryggisbelta ein af helstu orsökum banaslysa í umferðinni. Samgönguslys Umferðaröryggi Norðurþing Tengdar fréttir Ökumaður bílsins sem hafnaði utan Norðausturvegar látinn Ökumaður bíls sem hafnaði utan Norðausturvegar í nótt er látinn. 24. júlí 2020 14:46 Alvarlegt umferðarslys í Núpasveit í nótt Alvarlegt umferðarslys varð á Norðausturvegi, vegi 85, í nótt. 24. júlí 2020 08:44 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Það var að kvöldi 23. júlí sem Misubishi Outlander fólksbifreið var ekið á ofsahraða norður Norðausturveg. Rétt sunnan við vegamótin við Hófaskarðsleið missti ökumaðurinn stjórn á bifreiðinni í mjúkri vinstri beygju með þeim afleiðingum að bifreiðin fór út af veginum hægra megin og valt nokkrar veltur. Ökumaðurinn, sem var einn í bifreiðinni, var ekki spenntur í öryggisbelti og kastaðist hann út úr bifreiðinni. Hann lést af völdum áverka sem af slysinu hlutust. Glæfraakstur tilkynntur Engin vitni voru að slysinu en ökumaðurinn hafði skömmu fyrir slysið tekið á mikilli ferð fram úr annarri bifreið. Farþegi í þeirri bifreið tilkynnti glæfraakstur til lögreglunnar skömmu áður en bifreiðin sem hann var í kom að slysinu. Veður var þungbúið og það rigndi þetta kvöld. Bifreiðin var skoðuð eftir slysið. Hún var útbúin hálfslitnum ónegldum vetrarhjólbörðum en ekkert kom fram í skoðun sem gæti skýrt orsök slyssins. Hámarkshraði á veginum er 90 km/klst við bestu aðstæður en hraðaútreikningar rannsóknarnefndar benda til þess að ökuhraðinn hafi verið yfir 160 km/klst rétt fyrir slysið. Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir ofan hraðan vera eina af algengustu ástæðum banaslysa í umferðinni og ítrekar nefndin mikilvægi þess að ökumenn aki ekki hraðar en hámarkshraði og aðstæður leyfa hverju sinni. Of margir spenni ekki beltin „Undanfarin ár hefur akstur undir áhrifum áfengis verið algeng orsök banaslysa í umferðinni. Eins og alþekkt er hafa vímuefni áhrif á dómgreind neytenda og skynjun umhverfis. Áfengismagn í blóði þarf ekki að vera mikið til að áhrifin skerði einbeitingu hins ölvaða, sjónsvið minnkar og fjarlægðarskyn versnar. Eftir því sem ölvun eykst, lengist viðbragðstími og hreyfistjórnun og rökvísi skerðast,“ segir í skýrslunni. „Rannsóknarnefnd samgönguslysa ítrekar fyrri ábendingar um akstur undir áhrifum áfengis. Að mati nefndarinnar er nauðsynlegt að koma þeim skilaboðum áfram á framfæri við ökumenn að þeir aki ekki undir neinum kringumstæðum eftir að hafa neytt áfengis.“ Sömuleiðis séu vanhöld á notkun öryggisbelta ein af helstu orsökum banaslysa í umferðinni.
Samgönguslys Umferðaröryggi Norðurþing Tengdar fréttir Ökumaður bílsins sem hafnaði utan Norðausturvegar látinn Ökumaður bíls sem hafnaði utan Norðausturvegar í nótt er látinn. 24. júlí 2020 14:46 Alvarlegt umferðarslys í Núpasveit í nótt Alvarlegt umferðarslys varð á Norðausturvegi, vegi 85, í nótt. 24. júlí 2020 08:44 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Ökumaður bílsins sem hafnaði utan Norðausturvegar látinn Ökumaður bíls sem hafnaði utan Norðausturvegar í nótt er látinn. 24. júlí 2020 14:46
Alvarlegt umferðarslys í Núpasveit í nótt Alvarlegt umferðarslys varð á Norðausturvegi, vegi 85, í nótt. 24. júlí 2020 08:44